Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. desember 2023

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að kynna skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir nýja íbúða­byggð að Blika­stöð­um. Um er að ræða 1. áfanga svæð­is­ins.

Á Blika­stöð­um er fyr­ir­hug­uð ný og spenn­andi heild­stæð íbúða­byggð sem mun tengja bet­ur Mos­fells­bæ við höf­uð­borg­ar­svæð­ið með áherslu á bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur með til­komu Borg­ar­línu. Svæð­ið er vel í sveit sett milli Úlfars­fells og fjöru Blikastaðakró­ar, þar sem hönn­un mun taka mið af gæð­um lands­ins og fjöl­breytt­um tæki­fær­um fyr­ir nýja íbúa að stunda þá úti­vist sem Mos­fells­bær og stað­setn­ing Blikastaðalands hef­ur upp á að bjóða. Áhersla verð­ur á sam­spil byggð­ar og nátt­úru, fjöl­breytt­ar sam­göng­ur, blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir, sam­fé­lags­leg gæði, gæði byggð­ar og spenn­andi upp­bygg­ingu við Blikastaða­bæ­inn.

Til­gang­ur með gerð lýs­ing­ar er að tryggja að­komu al­menn­ings og hags­muna­að­ila að skipu­lags­ferl­inu á fyrstu stig­um þess, auka gagn­sæi, tryggja betra upp­lýs­ingaflæði, skila betri og mark­viss­ari skipu­lags­vinnu og gefa sveit­ar­stjórn­um og þeim sem koma að ferl­inu betri yf­ir­sýn allt frá fyrstu skref­um.

Lýs­ing­una sjálfa og frek­ari upp­lýs­ing­ar má finna í skipu­lags­gátt­inni.

Um­sagn­ir skulu berast með ra­f­ræn­um hætti í gegn­um gátt­ina.

Um­sagna­frest­ur er til og með 15. janú­ar 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00