Deiliskipulagstillögur: Alifuglabú að Suður-Reykjum og endurvinnslustöð Sorpu við Skólabraut
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að deiliskipulagi.
Tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Uglugata 9-13 og Laxatunga 126-134
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi.
Tvær deiliskipulagsbreytingar: Desjamýri 5 og Gerplustræti 31-37
Breytingar á skilmálum og byggingarreit í Desjarmýri 5, fjölgun íbúða o.fl. á lóðinni Gerplustræti 31-37. Athugasemdafrestur til 4. apríl 2016.
Kynningarfundur: Deiliskipulag alifuglabús að Suður-Reykjum
Kynningarfundur um skipulagstillögu verður haldinn í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 2. febrúar n.k. og hefst hann kl. 17:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi á landi Reykjabúsins ehf. sem afmarkast af Reykjavegi, Bjargsvegi og Varmá. Tillagan felur m.a. í sér auknar byggingar til að bæta aðstöðu búsins, nýja aðkomu frá Reykjavegi og færslu Varmár á kafla vegna stofnlagnar fráveitu.