Úthlutun lóðar við Langatanga 9-13 í Mosfellsbæ
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og lágmarksverð fyrir eina fjölbýlishúsalóð við Langatanga 9-13. Um er að ræða eina lóð fyrir þrjá fjölbýlishúsakjarna með sameiginlegri aðkomu og bílakjallara. Lóðin er á spennandi þéttingarreit við miðbæ Mosfellsbæjar í mikilli nálgæð við verslun- og þjónustu, einnig eru skóli, leikskóli og sundlaug í göngufæri. Góð tenging er við Vesturlandsveg en áætlað er að Borgarlína fari um miðsvæðið í framtíðinni.
Sækja um lóð
Tilboð í lóðina skulu berast Mosfellsbæ fyrir kl. 12:00 þann 11. júní 2025 og verða eingöngu móttekin á Mínum síðum sveitarfélagsins.
Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar kl. 7:30 fimmtudaginn 12. júní 2025.
Úthlutunargögn
Lóðir og lágmarksverð
Lóð | Lóðastærð | Húsgerð | Fermetrar húss | Fermetrar kjallara | Fjöldi íbúða | Fjöldi bílastæða | Lágmarksverð í kr. |
Langitangi 9 – 13 | 4.272 m2 | Fjölbýli | 4.450 m2 | 4.272 m2 | 44 | 66 | 364.000.000,- |
Lóðinni verður úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð í lóðina, enda uppfylli viðkomandi aðili skilyrði um fjárhagslegt hæfi sem tilgreind eru í 3. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar og úthlutunarskilmálum sem gilda um lóðina.
Bæði einstaklingar og lögaðilar geta lagt fram tilboð í byggingarrétt lóðar en hver umsækjandi getur þó aðeins lagt fram eitt gilt tilboð. Geri umsækjandi fleiri tilboð en eitt í lóðina er hann bundinn við hæsta tilboð sitt.
Nánari upplýsingar eins og mæliblöð, hæðarblöð, greinargerð deiliskipulags og uppdrættir er að finna á kortavef Mosfellsbæjar.
Upplýsingar vegna umsókna um lóðina veitir Ómar Karl Jóhannesson lögmaður, omarkarl[hja]mos.is, og varðandi skipulag og byggingarskilmála veitir Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi, skipulag[hja]mos.is.