Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Út­hlut­un­ar­regl­ur vegna bygg­ing­ar­lóða í Mos­fells­bæ.

1. gr. Gild­is­svið og hlut­verk bæj­ar­ráðs

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar út­hlut­ar bygg­ing­ar­lóð­um og bygg­ing­ar­rétti sam­kvæmt regl­um þess­um.

Út­hlut­un­ar­regl­ur þess­ar gilda við út­hlut­un leigu­lóða og sölu bygg­ing­ar­rétt­ar á lóð­um í eigu Mos­fells­bæj­ar. Þær gilda ekki þeg­ar um sölu á lóð­un­um sjálf­um er að ræða. Að­eins má víkja frá regl­um þess­um með ákvörð­un bæj­ar­ráðs.

2. gr. Aug­lýs­ing­ar og út­hlut­un­ar­skil­mál­ar

All­ar bygg­ing­ar­lóð­ir skulu að jafn­aði aug­lýst­ar laus­ar til um­sókn­ar áður en þeim er út­hlutað. Aug­lýs­ing um laus­ar lóð­ir skal birt­ast þar sem Mos­fells­bær birt­ir op­in­ber­ar til­kynn­ing­ar sín­ar, s.s. í stað­ar­blöð­um og á heima­síðu bæj­ar­ins. Bæj­ar­ráði er ein­ung­is heim­ilt að út­hluta lóð­um án aug­lýs­ing­ar í sér­stök­um til­vik­um og ef mál­efna­leg rök mæla með því.

Áður en að bygg­ing­ar­lóð­ir eru aug­lýst­ar laus­ar til um­sókn­ar skal bæj­ar­ráð sam­þykkja út­hlut­un­ar­skil­mála er skil­greina rétt­indi og skyld­ur lóð­ar­um­sækj­enda. Út­hlut­un­ar­skil­mál­arn­ir skulu aug­lýst­ir sam­hliða lóð­un­um sjálf­um og vera að­gengi­leg­ir á heima­síðu bæj­ar­ins.

Ef lóð­um er út­hlutað með sér­stöku sam­komu­lagi til ein­stakra að­ila geta út­hlut­un­ar­skil­mál­ar verði hluti af sam­komu­lagi að­ila.

3. gr. Um­sækj­end­ur

Heim­ilt er að út­hluta lóð­um til ís­lenskra rík­is­borg­ara og ann­arra þeirra sem upp­fylla skil­yrði 1. gr. laga nr. 19/1966 um eign­ar­rétt og af­nota­rétt fast­eigna með síð­ari breyt­ing­um.

Um­sækj­end­ur skulu upp­fylla eft­ir­talin skil­yrði:

  1. Ein­stak­ling­ar skulu vera 18 ára eða eldri á um­sókn­ar­degi.
  2. Um­sækj­andi má ekki vera und­ir gjald­þrota­skipt­um, hafa feng­ið heim­ild til greiðslu­stöðv­un­ar eða til að leita nauða­samn­inga eða ár­ang­urs­laust fjár­nám hafa ver­ið gert hjá hon­um á und­an­förn­um þrem­ur árum fyr­ir um­sókn­ar­dag.
  3. Um­sækj­end­ur skulu geta sýnt fram á að þeir hafi fjár­hags­lega getu til að standa und­ir kostn­aði við öfl­un lóð­ar og bygg­ingu mann­virkja í sam­ræmi við þau við­mið sem bæj­ar­ráð set­ur hverju sinni í út­hlut­un­ar­skil­mál­um.
  4. Um­sækj­andi skal vera í skil­um með op­in­ber gjöld, líf­eyr­is­sjóðs­gjöld og sam­bæri­leg lögákveð­in gjöld á um­sókn­ar­degi.

Mos­fells­bæ er heim­ilt að krefjast gagna til stað­festu því að fram­an­greind skil­yrði séu upp­fyllt, s.s. greiðslu­mats eða annarr­ar skrif­legr­ar stað­fest­ing­ar frá fjár­mála­stofn­un um greiðslu­hæfi og mögu­lega lána­fyr­ir­greiðslu vegna fyr­ir­hug­aðra lóða­kaupa og hús­bygg­ing­ar, árs­reikn­inga, sem skulu að jafn­aði vera árit­að­ir af lög­gilt­um end­ur­skoð­anda án fyr­ir­vara og/eða skatt­fram­tala. Jafn­framt er Mos­fells­bæ heim­ilt að kalla eft­ir stað­fest­ing­um á því að um­sækj­andi sé í skil­um með gjöld sam­kvæmt 4) lið hér á und­an.

Heim­ilt er að setja frek­ari skil­yrði fyr­ir út­hlut­un lóða í út­hlut­un­ar­skil­mála hverju sinni. Í út­hlut­un­ar­skil­mál­um skal einn­ig taka af­stöðu til þess hvaða gagna er kraf­ist.

Ef tveir eða fleiri sækja sam­an um lóð, skulu þeir báð­ir/all­ir upp­fylla skil­yrði reglna þess­ara. Jafn­framt skulu þeir báð­ir/all­ir bera óskipta ábyrgð (in solidum) á greiðsl­um fram­kvæmd­um og öðr­um skuld­bind­ing­um við­kom­andi lóð­ar, fái þeir lóð út­hlutað lóð.

Reyn­ist um­sækj­end­ur ekki upp­fylla skil­yrði fyr­ir út­hlut­un lóð­ar sam­kvæmt fram­an­greindu skal ekki verða við um­sókn.

4. gr. Um­sókn­ir

Sækja skal um lóð­ir sem aug­lýst­ar hafa ver­ið laus­ar til um­sókn­ar á þar til gerðu eyðu­blaði eða með þeim öðr­um hætti sem til­greind­ur kann að vera í út­hlut­un­ar­skil­mál­um. Um­sókn skal skila til Mos­fells­bæj­ar ásamt um­beðn­um fylgiskjöl­um. Heim­ilt er að skila um­sókn­um með ra­f­ræn­um hætti á net­fang bæj­ar­ins eins og það er til­greint í aug­lýs­ingu hverju sinni.

Þeg­ar um hjón eða sam­búð­ar­fólk er að ræða má að­eins ann­að þeirra leggja inn um­sókn, eða þau mega leggja inn eina um­sókn í nafni beggja.

Reyn­ist um­sókn ekki fyllt í sam­ræmi við fyr­ir­mæli í aug­lýs­ingu eða út­hlut­un­ar­skil­mál­um skal gefa um­sækj­anda skamm­an frest til að bæta úr. Verði ekki bætt úr inn­an þess frests sem gef­in er, skal ekki verða við um­sókn.

Með und­ir­rit­un um­sækj­anda á lóð­ar­um­sókn felst við­ur­kenn­ing hans á því, að hann hafi kynnt sér regl­ur þess­ar og þá aðra skil­mála og regl­ur sem um lóð­ar­út­hlut­un­ina og við­kom­andi lóð­ir gilda og sé reiðu­bú­inn að hlíta þeim.

5. gr. Út­hlut­un lóða

Um­sókn­ir um lóð­ir skulu lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykkt­ar. Um­sækj­anda skal til­kynnt um nið­ur­stöðu bæj­ar­ráðs.

Val á um­sækj­end­um skal byggjast á þeim val­for­send­um sem til­grein­ar eru í út­hlut­un­ar­skil­mál­um. Gæta skal jafn­ræð­is og sam­ræm­is við af­greiðslu um­sókna.

Ef fleiri um­sókn­ir berast um til­tekna lóð sem aug­lýst hef­ur ver­ið, og ekki reyn­ist unnt að gera upp á milli um­sækj­enda með mál­efna­leg­um og hlut­læg­um hætti í sam­ræmi við val­for­send­ur út­hlut­un­ar­skil­mála, skal að jafn­aði sá ganga fyr­ir sem sótti fyrst um lóð­ina. Ef hins veg­ar aug­lýs­ing um lóð til­grein­ir að sækja skuli um lóð­ir fyr­ir til­tekin lokafrest, og ekki reyn­ist unnt að gera upp á milli fleiri um­sækj­enda með fram­an­greind­um hætti, skal dreg­ið um það hverj­um verð­ur gef­inn kost­ur á lóð­inni. Um fyr­ir­komulag út­drátt­ar skal kveða nán­ar á um í út­hlut­un­ar­skil­mál­um.

Um út­hlut­un­ar­fyr­ir­komulag hverju sinni, gjöld fyr­ir hverja lóð, gjald­daga þeirra, greiðslu­skil­mála, veð­heim­ild­ir, aft­ur­köllun, út­gáfu lóð­ar­leigu­samn­inga, tíma­mörk fram­kvæmda og önn­ur at­riði í tengsl­um við út­hlut­un lóða og fram­kvæmd­ir á þeim skal kveð­ið á um í út­hlut­un­ar­skil­mál­um hverju sinni.

6. gr. Al­menn ákvæði

Lóð­ar­hafa er óheim­ilt að af­henda, veð­setja eða fram­selja lóð sem hann hef­ur feng­ið út­hlutað til áður en lóð­ar­leigu­samn­ing­ur hef­ur ver­ið gerð­ur, án skrif­legs sam­þykk­is Mos­fells­bæj­ar.

Ekki er heim­ilt að skila lóð, sem hef­ur ver­ið út­hlutað, nema með skrif­legu sam­þykki Mos­fells­bæj­ar.

Komi í ljós eft­ir út­hlut­un lóð­ar að gefn­ar hafi ver­ið rang­ar upp­lýs­ing­ar við um­sókn, eða út­hlut­un hafi að öðru leyti far­ið fram á röng­um for­send­um, er heim­ilt að aft­ur­kalla út­hlut­un lóð­ar­inn­ar. Jafn­framt er heim­ilt að aft­ur­kalla út­hlut­un lóða við vanskil á gjöld­um. Nán­ar skal kveð­ið á um heim­ild til aft­ur­köll­un­ar lóða í út­hlut­un­ar­skil­mál­um.

Fara skal með gögn og upp­lýs­ing­ar sem und­an­þeg­in eru upp­lýs­inga­rétti sam­kvæmt upp­lýs­inga­lög­um sem trún­að­ar­mál.

Regl­ur þess­ar öðl­ast gildi við sam­þykki þeirra í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar og þá falla jafn­framt úr gildi nú­gild­andi regl­ur um út­hlut­un bygg­ing­ar­lóða í Mos­fells­bæ sem sam­þykkt­ar voru á 429. fundi Bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 2. nóv­em­ber 2005.

Regl­ur þess­ar voru sam­þykkt­ar á 1306. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar 11. maí 2017 og stað­fest­ar á 695. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 17. maí 2017.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00