Matseðill 21. apríl - 25. apríl
21. apríl | Mánudagur | Páskafrí |
22. apríl | Þriðjudagur | Steiktar kjötbollur með kartöflumús, grænmeti |
23. apríl | Miðvikudagur | Nætursöltuð ýsa, kartöflur,smjör, grænmeti |
24. apríl | Fimmtudagur | Sumardagurinn fyrsti |
25. apríl | Föstudagur | Pasta með kjúkling og hvítlauksbrauð |
Krikaskóli - Skóladagatal 2024-2025
apríl - 2025
Skóladagatal Krikaskóla telur 200 daga í ári, meðan hefðbundið skólastarf grunnskóla telur 180 daga. Skóladagur grunnskólabarna í 1. og 2. bekk er frá kl. 9:00-14:00. Kennslustundir eru 27 á viku hverri miðað við 40 mín. kennslustundir.
Upplýsingar
Frístund
Opið frá kl. 7:30 – 09:00 og 14:00 – 17:00 virka daga.
Hægt er að kaupa frístundarvistun frá kl. 7:30 til 9:00 fyrir hádegi og frá kl. 14:00 til 17:00 eftir hádegi.
Lágmarksvistun í frístund er 4 tímar á viku. Gjald fyrir hverja klukkustund er samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Vakin er athygli á því að allar breytingar á frístund þarf að tilkynna fyrir 20. hvers mánaðar ef þær eiga að taka gildi mánaðarmótin þar á eftir.
Frístundastarfið í Krikaskóla er mikilvægur hlekkur í námi og leik 6 til 9 ára barna í Krikaskóla. Frístund er þrískipt, fyrir kennslu að morgni frá kl. 7:30-9:00. Frístundarstarfi sem er fleytt inn í skóladag barnanna frá kl. 9:00-14:00 á daginn með aðkomu allra kennara skólans. Að lokum er einnig frístundarstarf frá kl. 14:00 og fram að lokun skólans kl. 17:00. Greitt er frístundargjald skv. gjaldskrá Mosfellsbæjar fyrir frístund fyrir kl. 9:00 og eftir kl. 14:00 eftir að eiginlegum skóladegi barnanna lýkur. Foreldrar greiða ekki fyrir frístund sem telst hluti af skóladegi barnanna í Krikaskóla.
Viðfangsefni barna í frístund eru sérstaklega tengd list- og verkgreinum, útivist og hreyfingu, ásamt góðri tengingu við nám og viðfangsefni þeirra í skólanum.
Gjaldskrá:
Starfsfólk
Foreldrafélag
Markmið foreldrafélagsins er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Félaginu er ætlað að vera samstarfsvettvangur foreldra barna í skólanum.
- Foreldrafélagið starfar með bekkjarfulltrúum og er opinn vettvangur fyrir alla foreldra um málefni sem tengjast skólagöngu barns þeirra.
- Félagið tekur ákvarðanir um skólamyndatökur og semur við ljósmyndara.
- Foreldrafélagið stendur jafnframt fyrir leikskýningum eða öðrum uppákomum fyrir börnin.
- Starfar með öðrum foreldrafélögum í bænum.
- Þau verkefni sem félagið telur horfa til framfara í uppeldis- og menntamálum.
Netfang: foreldrafelag.krikaskola@gmail.com