Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr. um vist­un og skyld­ur dag­for­eldra og for­eldra/for­ráða­menn barna í dag­gæslu

I. Um­sókn um vist­un barns hjá dag­for­eldri

  1. Við upp­haf vist­un­ar barns skulu dag­for­eldri og for­eldr­ar/for­ráða­menn und­ir­rita sér­stak­an vist­un­ar­samn­ing á þar til gerðu eyðu­blaði. Upp­sögn á vist­un­ar­samn­ingi skal vera skrif­leg og með minnst eins mán­að­ar fyr­ir­vara.
  2. Í þeim til­fell­um þar sem for­eldr­ar/for­ráða­menn vista barn sitt hjá dag­for­eldri sem er með þjón­ustu­samn­ing við Mos­fells­bæ, skal gera þrí­hliða samn­ing, milli dag­for­eldr­is, for­eldra/for­ráða­manna og Mos­fells­bæj­ar um gjaldskrá vist­un­ar­inn­ar.
  3. Þeg­ar um­sókn um byrj­enda­leyfi er lögð fram, þarf um­sækj­andi að afla um­sagn­ar barna­vernd­ar­yf­ir­valda í Mos­fells­bæ á því að þau geri ekki at­huga­semd við að um­sækj­andi eða að­r­ir heim­il­is­fast­ir hafi börn í sinni um­sjá.
  4. Tím­arammi dag­gæslu er frá kl. 7.00 til 19.00 á virk­um dög­um, en sam­felld­ur vist­un­ar­tími barns verði þó aldrei lengri en 9 tím­ar dag hvern.

II. Um rétt­indi og skyld­ur dag­for­eldr­is

  1. Dag­for­eldri ber ábyrgð á and­legri og lík­am­legri vel­ferð barns­ins með­an á dvöl hjá því stend­ur og skal hlúa að heilsu þess í sem víð­tæk­ust­um skiln­ingi. Þetta á jafnt við um fæðu­val, leiki, leik­föng, hreyf­ingu, úti­veru, til­finn­ingalíf og fé­lags­lega líð­an barns. Óheim­ilt er að beita barn and­legri eða lík­am­legri hirt­ingu.
  2. Dag­for­eldri skal eigi sjaldn­ar en á þriggja ára fresti end­ur­nýja þekk­ingu sína í sam­ræmi við 21. gr VII. kafla reglu­gerð­ar 907/2005 um dag­gæslu barna í heima­hús­um, sér­stak­lega varð­andi þekk­ingu á fyrstu hjálp og slys í heima­hús­um.
  3. Á hverju gæslu­heim­ili skulu vera til leik­föng er hæfa aldri og þroska þeirra barna sem þar dvelja.
  4. Dag­legt fæði barn­anna skal vera í sam­ræmi við ráð­legg­ing­ar Lýð­heilsu­stöðv­ar um mataræði ungra barna.
  5. Dag­for­eldri skal hafa mat­seð­il dags­ins skrif­leg­an svo að for­eldr­ar/for­rá­menn geti fylgst með mataræði barna sinna.
  6. Börn skulu að öllu jöfnu njóta dag­legr­ar úti­vist­ar.
  7. Æski­legt er að dag­for­eldri hafi frum­kvæði að við­ræð­um við for­eldra/for­ráða­menn barn­anna og skýri dag­lega frá því hvern­ig dag­ur­inn hef­ur geng­ið fyr­ir sig hjá við­kom­andi barni.
  8. Ef barn er van­hirt og/eða á við and­lega eða lík­am­lega örð­ug­leika að stríða, ber dag­for­eldri þeg­ar í stað að ræða um það við for­eldra/for­ráða­mann. Verði dag­for­eldri þess áskynja að barn sé van­rækt, upp­eldi þess, at­læti eða að­bún­að­ur ábóta­vant ber því jafn­framt að til­kynna slíkt til barna­vernd­ar­nefnd­ar sbr. lög um vernd barna og ung­menna.
  9. Dag­for­eldri er ekki skylt að taka barn í gæslu sem er með hita eða greini­leg van­líð­un­ar­ein­kenni vegna sjúk­leika.
  10. Dag­for­eldri er ekki heim­ilt að aka dag­gæslu­börn­um í bíl sín­um nema með skrif­legu sam­þykki for­eldra/for­ráða­manna.

III. Um rétt­indi og skyld­ur for­eldra/for­ráða­manna barna

  1. For­eldr­ar/for­ráð­menn skulu í sam­ráði við dag­for­eldri gefa barn­inu mögu­leika á minnst viku að­lög­un­ar­tíma á vist á gæslu­heim­ili. Fyrstu dag­ana skal for­eldri(ar)/for­ráð­mað­ur (menn) dvelja með barni sínu.
  2. For­eldr­ar/for­ráða­menn skulu hafa barn­ið hrein og hlý­lega klædd, með við­eig­andi skjólfatn­að og fatn­að til skipt­anna eft­ir þörf­um.
  3. For­eldr­um/for­rá­mönn­um ber að til­kynna for­föll eða breytt­an komu­tíma barns­ins eins fljótt og auð­ið er.
  4. For­eldr­ar/for­ráð­menn skulu láta dag­for­eldri í té upp­lýs­ing­ar um hvar er hægt að ná til þeirra, ef nauð­syn kref­ur. Einn­ig að láta dag­for­eldri strax vita um breytt síma­núm­er og/eða heim­il­is­fang.
  5. Við komu og brott­för barns­ins, skulu for­eldr­ar/for­ráða­mað­ur/menn klæða barn sitt í og úr yf­ir­höfn­um.
  6. Æski­legt er, að for­eldr­ar/for­ráð­menn spyrj­ist fyr­ir um hvern­ig dag­ur barns­ins hef­ur geng­ið fyr­ir sig þeg­ar barn­ið er sótt, auk þess er æski­legt að for­eldr­ar/for­ráða­menn geti rætt við dag­for­eldr­ið á öðr­um tíma um líð­an og þroskafram­vindu barns­ins þeg­ar barn­ið er ekki við­statt.
  7. Telji for­eldri/for­ráða­menn barns eða ann­ar að­ili að barn njóti ekki þess að­bún­að­ar og at­læt­is hjá dag­for­eldri sem því ber, skal hann til­kynna mál­ið þeg­ar í stað til leik­skóla­full­trúa, sem kann­ar mál­ið.

2. gr. um ábyrgð, eft­ir­lit o.fl.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar í hlut­verki fé­lags­mála­nefnd­ar skv. lög­um ber al­menna ábyrgð á vel­ferð barna í bæj­ar­fé­lag­inu og skal sjá til þess að að­bún­aði barna sé ekki áfátt. Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur með regl­um þess­um fal­ið fræðslu­nefnd að veita leyfi til dag­gæslu barna í heima­hús­um og ber fræðslu­nefnd ábyrgð á því að höfð sé um­sjón og eft­ir­lit með starf­semi dag­for­eldra á grund­velli neð­an­greindr­ar reglu­gerð­ar og þess­ara reglna og fel­ur leik­skóla­full­trúa fram­kvæmd þess eft­ir­lits og út­gáfu dag­gæslu­leyfa.

Þeir að­il­ar, sem hafa leyfi fræðslu­nefnd­ar til að taka börn í gæslu í heima­húsi, eru þeir einu sem hafa heim­ild til að taka greiðslu fyr­ir slíka gæslu í Mos­fells­bæ.

Með út­gáfu þess­ara reglna vill fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar stuðla að góðri líð­an barn­anna á heim­il­un­um dag­for­eldra og já­kvæð­um sam­skipt­um for­eldra/for­ráða­manna þeirra og dag­for­eldra.

All­ar per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem dag­for­eldri og for­eldr­ar/for­ráða­menn barns­ins kunna að fá af hög­um hvors ann­ars, vegna sam­skipta sinna, ber að líta á sem trún­að­ar­mál.

3. gr. um heim­ild til setn­ingu reglna þess­ara

Of­an­greind­ar regl­ur Mos­fells­bæj­ar varð­andi dag­gæslu barna í heima­hús­um eru sett­ar með heim­ild í reglu­gerð nr. 907/2005 um dag­gæslu barna í heima­hús­um, en reglu­gerð­in er sett af fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu með stoð í lög­um nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Regl­urn­ar taka gildi strax og eldri regl­ur um sama efni frá 2001 falla úr gildi.

Skil­yrði fyr­ir leyf­is­veit­ingu skv. þess­um regl­um eru talin upp í 13. gr. of­an­greindr­ar reglu­gerð­ar. Sér­stök at­hygli um­sækj­enda er vakin á 16. og 17. grein of­an­greindr­ar reglu­gerð­ar um sam­þykki ann­arra eig­enda í fjöleign­ar­húsi1 og sam­þykki leigu­sala fyr­ir því að dag­gæsl­an fari fram. Um­sókn­um um leyfi til dag­gæslu skal skilað inn í gegn­um íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Sam­þykkt á 515. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 24. júní 2009.

1Um­sækj­andi leiti eft­ir skrif­legu sam­þykki hús­fé­lags­fund­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00