Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Vist­un­ar­gjald greið­ist fyr­ir­fram, einn mán­uð­ur í senn og skal greitt fyrsta virka dag mán­að­ar­ins. Vist­un­ar­gjald mið­ast við einn almanaksmán­uð. Byrji barn í miðj­um mán­uði er inn­heimt fyr­ir þá virku daga sem barn­ið er í gæslu. Reikna skal 21,67 virka daga í hverj­um mán­uði.

2. gr.

Ef greiðsla vegna vist­un­ar hef­ur ekki borist dag­for­eldri fyr­ir 5. hvers mán­að­ar er dag­for­eldri ekki skylt að taka barn­ið í vist­un nema um ann­að sé sam­ið.

3. gr.

For­eldr­ar þurfa að gera ráð fyr­ir a.m.k. viku tíma í alög­un barns í upp­hafi vist­un­ar. Fullt vist­un­ar­gjald greið­ist á að­lög­un­ar­tíma. Greiða ber vist­un­ar­gjald frá þeim degi er sam­ið var um sam­kvæmt vist­un­ar­samn­ingi, þó svo að for­eldr­ar fresti upp­hafi gæslu. Ef dag­for­eldri og for­eldr­ar eru sam­mála um að ekki verði af frek­ari vist­un verð­ur sá mán­uð­ur ekki end­ur­greidd­ur en upp­sagn­ar­frest­ur er þá að­eins 3 vik­ur.

4. gr.

Upp­sagn­ar­frest­ur beggja að­ila er 1 mán­uð­ur og mið­ast við 1. og 15. hvers mán­að­ar. Upp­sögn skal vera skrif­leg á þar til gerðu breyt­inga­blaði. Sé um fyr­ir­vara­lausa upp­sögn að ræða af hálfu for­ráða­manns, skal greiða vist­un­ar­gjald út upp­sagn­ar­frest­inn. Sé um fyr­ir­vara­lausa upp­sögn að ræða af hálfu dag­for­eldr­is, skal for­ráða­mað­ur fá end­ur­greitt fyr­ir þann tíma sem ónýtt­ur er.

Or­lof er innifal­ið í vist­un­ar­gjaldi og því greið­ist ekk­ert gjald á með­an á sum­ar­leyfi dag­for­eldr­is stend­ur.

Dag­for­eldri skal til­kynna for­ráða­manni hvenær hann tek­ur or­lof fyr­ir fyrsta apríl ár hvert. Fari barn í or­lof á öðr­um tíma en dag­for­eldri, skal greiða fyr­ir barn­ið þann tíma.
Mik­il­vægt er að for­eldr­ar virði vist­un­ar­tíma barns­ins. Dag­for­eldri hef­ur heim­ild til að inn­heimta sér­stak­lega ef barn er sótt of seint sam­kvæmt gjaldskrá þjón­ustu­samn­ings. Ít­rek­uð brot á þess­ari reglu jafn­gild­ir upp­sögn af hálfu for­eldr­is.

5. gr.

Barn þarf að hafa með­ferð­is hlýj­an úti­fatn­að, regn­fatn­að og auka­föt til skipt­anna. Bleyj­ur eru samn­ings­at­riði milli dag­for­eldr­is og for­eldra. Við komu og brott­för barns klæð­ir for­eldri barn sitt í og úr yf­ir­höfn. For­eldr­ar koma með vagna sem barn­ið sef­ur í á hvíld­ar­tíma þess, sé vilji til þess að barn­ið sofi í vagni. Ávallt skulu vera ör­ugg og við­ur­kennd beisli í vögn­un­um. Dag­for­eldri og for­eldri hafa sam­komulag um hvort hægt er að geyma vagna í dag­gæsl­unni milli daga. Börn eru ekki lát­in sofa úti í frosti skv. regl­um land­lækn­is.

6. gr.

Börn skulu ekki horfa á sjón­varp né aðra skjái ss. skjá­bretti eða snjallsíma, í dag­gæsl­unni.

7. gr.

Dag­for­eldri ber að passa vel upp á eig­ur barn­anna s.s. fatn­að, leik­föng, vagna og ann­að sem til­heyr­ir barn­inu en það ber ekki kostn­að af því ef eitt­hvað skemm­ist eða týn­ist.

8. gr.

For­eldr­ar skulu láta dag­for­eldri vita sem fyrst og eigi síð­ar en kl 9:00 ef barn­ið kem­ur ekki í vist­un þann dag­inn.

9. gr.

Dag­for­eldri ber að bíða í allt að hálfa klukku­st­und á morgn­anna eft­ir komu barns en eft­ir þann tíma áskil­ur það sér rétt til að fara í göngu­ferð eða aðra úti­vist án þess að láta for­eldri vita eða bíða leng­ur.

10. gr.

Dag­for­eldri get­ur ekki tek­ið á móti veiku og/eða vansvefta barni. Ef grun­ur leik­ur á að barn sé að veikjast eða beri smit á barn­ið ekki að mæta í dag­gæslu. Ef barn veikist eða slasast í dag­gæslu ber dag­for­eldri að láta for­eldra vita eins fljótt og kost­ur er og for­eldr­ar sækja þá barn­ið. Nauð­syn­legt er að barn­ið jafni sig vel af veik­ind­um sín­um heima og mæti aft­ur frískt í dag­gæslu svo það geti tek­ið þátt í allri dag­legri starf­semi úti sem inni.

11. gr.

Börn­um eru ekki gef­in lyf hjá dag­for­eldri nema brýna nauð­syn beri til.

12. gr.

For­eldri ber skylda til að láta dag­for­eldri vita, ef ann­ar en hann kem­ur að sækja barn­ið.

13. gr.

Til­kynna skal for­eldri ef gælu­dýr eru á heim­il­inu. Gælu­dýr skulu ávalt vera af­síð­is eða fjarri börn­un­um á með­an á dag­gæsl­unni stend­ur. Gælu­dýramat­ur og dall­ar skulu ekki vera í ná­lægð við börn­in þann­ig að þau kom­ist í snert­ingu við það.

14. gr.

Dag­for­eldri kaup­ir slysa­trygg­ingu vegna barna í sam­ræmi við regl­ur Mos­fells­bæj­ar og fé­lags dag­for­eldra.

15. gr.

Dag­for­eldri áskil­ur sér rétt á veik­inda­leyfi í allt að 10 daga á starfs­ár­inu án þess að draga það frá vist­un­ar­gjaldi. Starfs­ár telst vera frá 1. ág­úst til 31. júlí.

16. gr.

Dag­for­eldri á rétt á að taka 3 starfs­daga á starfs­ári. Þar af telst einn dag­ur vera fræðslu­dag­ur sem Fræðslu­skrif­stofa skipu­legg­ur. Dag­setn­ing­ar þess­ara daga skulu liggja fyr­ir eigi síð­ar 1. sept­em­ber ár hvert og skulu þeir kynnt­ir for­eldr­um og fræðslu­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar.

17. gr.

Full­ur trún­að­ur skal ríkja milli dag­for­eldr­is og for­ráða­manna um hagi hvors ann­ars. Áríð­andi er að upp­lýs­inga­streymi sé mik­ið og óþving­að á milli for­ráða­manna og dag­for­eldri því það er nauð­syn­leg­ur grunn­ur fyr­ir góða sam­vinnu.

Sam­þykkt á fundi 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 29.11.2017.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00