Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fræðslu- og frí­stunda­svið fer með fræðslu-, frí­stunda-, lýð­heilsu- og for­varna­mál og und­ir svið­ið heyra leik- og grunn­skól­ar bæj­ar­ins, dag­for­eldr­ar, Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar, íþróttamið­stöðv­ar og íþrótta­svæði, fé­lags­mið­stöð og Ung­menna­hús.

Mála­flokk­ar

Fræðslu­nefnd og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd í um­boði bæj­ar­stjórn­ar eru fag­nefnd­ir þeirra mála­flokka sem heyra til fræðslu- og frí­stunda­sviðs.


Starfs­fólk

Bæjarskrifstofa

Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir

Verkefnastjóri leikskólamála og staðgengill framkvæmdastjóragunnhildur@mos.is
GS
Bæjarskrifstofa

Magnea Ingi­mund­ar­dótt­ir

Verkefnastjóri skrifstofumagnea@mos.is
MI
Bæjarskrifstofa

Ragn­heið­ur Ax­els­dótt­ir

Verkefnastjóri skólaþjónusturagnheidura@mos.is
RA
Bæjarskrifstofa

Jó­hanna Magnús­dótt­ir

Verkefnastjóri grunnskólamálajohannam@mos.is
JM
Bæjarskrifstofa

Edda Dav­íðs­dótt­ir

Tómstunda- og forvarnarfulltrúiedda@mos.is
ED

Sig­urð­ur Guð­munds­son

Íþróttafulltrúisigurdur@mos.is
SG
Bæjarskrifstofa

Hall­dóra Björg Rafns­dótt­ir

Sálfræðingurhalldorabjorg@mos.is
HBR
Bæjarskrifstofa

Helgi Þór Harð­ar­son

Sálfræðingurhelgih@mos.is
HÞH

Klöru­sjóð­ur

Markmið Klöru­sjóðs er að stuðla að fram­þró­un á skóla- og frí­stund­a­starfi í Mos­fells­bæ. Sjóð­ur­inn er ætl­að­ur til að styrkja verk­efni sem unn­in eru í ein­stök­um skól­um eða í sam­starfi á milli skóla.

Veitt­ir eru styrk­ir einu sinni á ári úr sjóðn­um. Heild­ar­fram­lag sjóðs­ins árið 2023 eru tvær millj­ón­ir.

Í ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­sjóð­inn geta sótt ein­staka kenn­ar­ar, kenn­ara­hóp­ar, aðr­ir fag­að­il­ar sem starfa við skóla/frí­stund í Mos­fells­bæ, einn skóli eða fleiri skól­ar/fag­að­il­ar í sam­ein­ingu sem og fræðslu- og frí­stunda­svið í sam­starfi við skóla.

Áhersl­an 2023 er lögð á stoð­ir nýrr­ar mennta­stefnu sem eru vöxt­ur, fjöl­breytni, sam­vinna.

Um­sókn­ar­frest­ur er til 15. apríl 2023 og sótt er um á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Sækja um styrk í Klörusjóð

Klara Klængs­dótt­ir (1920-2011)

Nafn sjóðs­ins er Klöru­sjóð­ur, til heið­urs Klöru Klængs­dótt­ur (1920-2011). Klara út­skrif­að­ist frá Kenn­ara­skóla Ís­lands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brú­ar­lands­skóla. Hún starf­aði alla sína starfsævi sem kenn­ari í Mos­fells­bæ.

Í til­efni 100 ára af­mæl­is kosn­ing­ar­rétt­ar kvenna á Ís­landi 2015 tóku Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar og Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar hönd­um sam­an og kynntu mán­að­ar­lega konu eða kon­ur sem flest­ar áttu teng­ing­ar við Mos­fells­sveit. Kona mars­mán­að­ar, var Klara Klængs­dótt­ir, kenn­ari og sund­kona.


Árs­skýrsl­ur