Fræðslu- og frístundasvið fer með fræðslu-, frístunda-, lýðheilsu- og forvarnamál og undir sviðið heyra leik- og grunnskólar bæjarins, dagforeldrar, Listaskóli Mosfellsbæjar, íþróttamiðstöðvar og íþróttasvæði, félagsmiðstöð og Ungmennahús.
Málaflokkar
- Dagforeldrar
- Leikskólar
- Grunnskólar
- Félagsmiðstöðvar og ungmennahús
- Íþróttamiðstöðvar og íþróttasvæði
- Listaskóli Mosfellsbæjar (tónlistarskóli, skólahljómsveit, myndlistarskóli og leikfélag)
- Lýðheilsu- og forvarnamál
- Samstarf við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar
Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd í umboði bæjarstjórnar eru fagnefndir þeirra málaflokka sem heyra til fræðslu- og frístundasviðs.
Starfsfólk
Gunnhildur Sæmundsdóttir
Klörusjóður
Nýsköpunar- og þróunarsjóður skóla- og frístundastarfs í Mosfellsbæ
Sjóðurinn hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Veittir eru styrkir einu sinni á ári úr sjóðnum.
Í nýsköpunar- og þróunarsjóðinn geta sótt einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla/frístund í Mosfellsbæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu sem og fræðslu- og frístundasvið í samstarfi við skóla.
Verkefnin sem hljóta styrk eru kynnt fyrir skólasamfélaginu og skilyrt er að nota má verkefnin af öðrum en styrkhöfum. Þegar tilkynnt er um styrkhafa þá er mikilvægt að gera nýsköpunar- og þróunarverkefnum skólanna hátt undir höfði með sérstökum viðburði sem er jákvætt fyrir skólasamfélagið í Mosfellsbæ.
Framlag til sjóðsins eru tvær milljónir fyrir fjárhagsárið 2022.
Áherslan 2022 er á umhverfisfræðslu.
Umsóknarfrestur rann út 15. apríl 2022.
Sækja um styrk í Klörusjóð
Klara Klængsdóttir (1920-2011)
Nafn sjóðsins er Klörusjóður, til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna á Íslandi 2015 tóku Bókasafn Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar höndum saman og kynntu mánaðarlega konu eða konur sem flestar áttu tengingar við Mosfellssveit. Kona marsmánaðar, var Klara Klængsdóttir, kennari og sundkona.