Menningar- og lýðræðisnefnd fer með menningar- og lýðræðismál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina.
Nefndin fer með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar og er bæjarstjórn til ráðuneytis um verndun gamalla húsa og fornra minja. Nefndin fer með vinabæjarsamskipti, málefni félagsheimilisins Hlégarðs, hefur umsjón með listaverkaeign bæjarins og fer með málefni Lista- og menningarsjóðs bæjarins.
Að auki leggur nefndin mat á stöðu lýðræðis hjá Mosfellsbæ og gerir tillögur að umbótum þegar þess þarf með, og þróar og útfærir lýðræðisverkefnið „Okkar Mosó“ í samvinnu við starfsfólk bæjarins og íbúa.
Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði, á þriðjudögum kl. 16:30.