Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt fyr­ir menningar- og lýðræðisnefnd Mos­fells­bæj­ar.

1. gr.

Menn­ing­ar- og lýðræðis­nefnd fer með menn­ing­ar- og lýðræðismál eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í lög­um og sam­þykkt þess­ari.

Nefnd­in fer með mál­efni Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar, sbr. bóka­safna­lög nr. 150/2012, og Hér­aðs­skjala­safns sbr. reglu­gerð um hér­aðs­skjala­söfn. Nefnd­in er bæj­ar­stjórn til ráðu­neyt­is um vernd­un gam­alla húsa og fornra minja sam­kvæmt safna­lög­um nr. 140/2011 og lög­um um menn­ing­ar­minj­ar nr. 80/2012. Nefnd­in fer með vina­bæj­ar­sam­skipti, mál­efni fé­lags­heim­il­is­ins Hlé­garðs, hef­ur um­sjón með lista­verka­eign bæj­ar­ins og fer með mál­efni Lista- og menn­ing­ar­sjóðs bæj­ar­ins.

2. gr.

Menn­ing­ar- og lýðræðis­nefnd er skip­uð fimm full­trú­um og jafn­mörg­um  til vara, kosn­um af bæj­ar­stjórn. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann. Kjör­tíma­bil henn­ar er það sama og bæj­ar­stjórn­ar.

Nefnd­in skal halda gerða­bók og skulu fund­ar­gerð­ir henn­ar send­ar bæj­ar­stjórn til stað­fest­ing­ar.

Full­trú­ar í menn­ing­ar- og lýðræðis­nefnd skulu gæta þag­mælsku um einka­mál­efni fólks sem fjall­að er um á fund­um nefnd­ar­inn­ar. Full­trúi skal víkja af fundi, og kalla til vara­mann, teng­ist hann ein­stak­ling­um eða mál­um sem fjall­að er um í nefnd­inni sbr. stjórn­sýslu­lög, þannig að spillt geti óhlut­drægni hans og vald­ið tor­tryggni.

3. gr.

Hlut­verk og verk­efni menn­ing­ar- og lýðræðisnefnd­ar er að:

 1. Gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um stefnu í menn­ing­amálum og hafa eft­ir­lit með að stefnu bæj­ar­yf­ir­valda á hverj­um tíma sé fram­fylgt.
 2. Gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um stefnu í lýðræðismálum og hafa eft­ir­lit með að stefnu bæj­ar­yf­ir­valda á hverj­um tíma sé fram­fylgt.
 3. Gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um ný verk­efni, sem stuðla að upp­bygg­ingu á sviði menn­ing­ar- og lýðræðismála.
 4. Hafa eft­ir­lit með starf­semi stofn­ana sem vinna að menn­ing­ar­mál­um og fylgj­ast með að þær vinni að sett­um mark­mið­um í sam­ræmi við lög og stefnu sveitarfélagsins og veiti góða þjón­ustu.
 5. Leggja mat á þá þjón­ustu sem veitt er á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins á sviði menn­ing­ar­mála.
 6. Leggja reglu­bund­ið mat á stöðu lýð­ræð­is-  hjá Mos­fells­bæ og gera til­lög­ur að um­bót­um þeg­ar þess þarf með. Einnig að fjalla um þær ábend­ing­ar sem ber­ast nefnd­inni vegna þeirra við­fangs­efna sem nefnd­in hef­ur með hönd­um.
 7. Að þróa og út­færa lýð­ræð­is­verk­efn­ið „Okk­ar Mosó“ í sam­vinnu við starfs­menn bæj­ar­ins og íbúa.
 8. Fara yfir til­lög­ur for­stöðu­manna að fjár­hags­áætl­un hvers árs hvað varð­ar þá liði sem falla und­ir verksvið nefnd­ar­inn­ar.
 9. Fjalla um er­indi sem ber­ast nefnd­inni.
 10. Hafa eft­ir­lit með rekstri Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar og Hér­aðs­skjala­safns Mos­fells­bæj­ar.
 11. Hafa um­sjón með vina­bæj­ar­sam­skipt­um bæj­ar­ins.
 12. Hafa um­sjón með Iista­verka­eign bæj­ar­ins og útil­ista­verk­um og gera til­lögu um stað­setn­ingu hvers kon­ar mynd­verka á al­manna­færi.
 13. Hafa um­sjón með húsa­frið­un og frið­lýst­um forn­minj­um.
 14. Efla menn­ing­ar­starf­semi i Mos­fells­bæ og hafa um það sam­starf við fé­lög og að­ila sem starfa á því sviði.
 15. Fylgj­ast með starf­semi fé­laga er starfa að menn­ing­ar­mál­um og njóta styrks úr bæj­ar­sjóði.
 16. Hafa um­sjón með Lista- og menn­ing­ar­sjóði og gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um styrki úr sjóðn­um.
 17. Vera bæj­ar­stjórn að öðru leyti til ráðu­neyt­is á sviði menn­ing­ar- og lýðræðismála og vinna að þeim verk­efn­um sem bæj­ar­stjórn fel­ur nefnd­inni á hverj­um tíma.

4. gr.

Bæjarstjóri  tilnefnir starfsmann nefndarinnar. Starfsmaðurinn situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Viðkomandi er ráðgjafi nefndarinnar og sér  að jafnaði um ritun fundargerða, nema nefndin ákveði annað.  Starfsmaður nefndarinnar undirbýr fundi í samstarfi við formann og fylgir eftir ákvörðunum nefndarinnar í samráði við bæjarstjóra eftir að bæjarstjórn hefur staðfest þær.

5. gr.

Sé ákvæði í lög­um eða sam­starfs­samn­ing­um um setu­rétt að­ila utan nefnd­ar­inn­ar, þeg­ar um mál þeim tengd er fjall­að, skal þess gætt að þau ákvæði séu upp­fyllt. Nefnd­in skal gæta ákvæða stjórn­sýslu­laga við með­ferð mála.

Sam­þykkt á 816. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæjar þann 23. nóvember 2022.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00