17. maí 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt202210483
Tillaga að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með meirihluta atkvæða fyrirliggjandi tillögu að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðsluna.
Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar D lista voru fylgjandi óháðri úttekt á stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Bæjarfulltrúar D lista hafa ekki komið að gerð tillögu um skipulagsbreytingar á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og breytingar á skipuriti sem nú liggja fyrir og eru byggðar á niðurstöðu úttektar Strategíu.
Þær breytingar sem lagðar eru til eru viðamiklar og endanlegur aukinn kostnaður er óljós. Það hvort breytingarnar séu til þess fallnar að bæta verklag, samhæfingu og almennt starfsumhverfi innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar liggur heldur ekki fyrir.
Enn fremur er tillagan lögð fram sem trúnaðarmál til bæjarráðs og hafa bæjarfulltrúar D lista sem ekki eiga sæti í bæjarráði því ekki fengið tækifæri til að kynna sér hana.Á framangreindum forsendum sitja bæjarráðsmenn D lista hjá við atkvæðagreiðslu málsins.
Bókun B, C og S lista:
Haldnir voru vinnufundir með kjörnum fulltrúum minnihluta og meirihluta þar sem farið var yfir skýrslu Strategíu og framkomna tillögu um breytingu á skipulagi. Á fundi bæjarstjóra með kjörnum fulltrúum þar sem tillagan sem nú er til afgreiðslu var kynnt, var farið í efnisatriði hennar.- FylgiskjalTillaga stjórnkerfisbreytingar lagt fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.pdfFylgiskjal2023.05.02_Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Mosfellsbær.pdf
2. Reglur um fyrirkomulag ráðninga í stjórnarstöður - endurskoðun202305559
Nýjar reglur um fyrirkomulag ráðninga í stjórnarstöður hjá Mosfellsbæ lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi reglur um fyrirkomulag ráðninga í stjórnunarstöður hjá Mosfellsbæ með fyrirvara um afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögu um stjórnkerfisbreytingar og nýs skipurits. Fulltrúar D lista sátu hjá við afgreiðsluna.
3. Endurbætur leikskólalóða - Hlaðhamrar202305228
Óskað er eftir að bæjaráð heimili útboð á endurnýjun leikskólalóðar Hlaðhamra
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út endurnýjun leiksskólalóðar Hlaðhamra í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2023202305270
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023. Bréfið er sent til að upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2023.
Erindi frestað vegna tímaskorts.
5. GGG veitingar ehf, Bakkakot, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202305165
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingahús í flokki II (a), að Bakkakoti.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingahúss í fl. II (a), að Bakkakoti, með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
6. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ202305240
Umsókn Hopp Reykjavík ehf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Erindi frestað vegna tímaskorts.
7. Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna202305115
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram.
Erindi frestað vegna tímaskorts.