Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. maí 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt202210483

  Tillaga að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með meiri­hluta at­kvæða fyr­ir­liggj­andi til­lögu að stjórn­kerf­is­breyt­ing­um og nýju skipu­riti Mos­fells­bæj­ar og vís­ar mál­inu til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar. Full­trú­ar D lista sitja hjá við af­greiðsl­una.

  Bók­un D lista:
  Bæj­ar­full­trú­ar D lista voru fylgj­andi óháðri út­tekt á stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar.

  Bæj­ar­full­trú­ar D lista hafa ekki kom­ið að gerð til­lögu um skipu­lags­breyt­ing­ar á stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar og breyt­ing­ar á skipu­riti sem nú liggja fyr­ir og eru byggð­ar á nið­ur­stöðu út­tekt­ar Strategíu.

  Þær breyt­ing­ar sem lagð­ar eru til eru viða­mikl­ar og end­an­leg­ur auk­inn kostn­að­ur er óljós. Það hvort breyt­ing­arn­ar séu til þess falln­ar að bæta verklag, sam­hæf­ingu og al­mennt starfs­um­hverfi inn­an stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar ligg­ur held­ur ekki fyr­ir.

  Enn frem­ur er til­lag­an lögð fram sem trún­að­ar­mál til bæj­ar­ráðs og hafa bæj­ar­full­trú­ar D lista sem ekki eiga sæti í bæj­ar­ráði því ekki feng­ið tæki­færi til að kynna sér hana.

  Á fram­an­greind­um for­send­um sitja bæj­ar­ráðs­menn D lista hjá við at­kvæða­greiðslu máls­ins.

  Bók­un B, C og S lista:
  Haldn­ir voru vinnufund­ir með kjörn­um full­trú­um minni­hluta og meiri­hluta þar sem far­ið var yfir skýrslu Strategíu og fram­komna til­lögu um breyt­ingu á skipu­lagi. Á fundi bæj­ar­stjóra með kjörn­um full­trú­um þar sem til­lag­an sem nú er til af­greiðslu var kynnt, var far­ið í efn­is­at­riði henn­ar.

  Þóra M. Hjaltested, lög­mað­ur, vék af fundi und­ir um­ræðu um embætti bæj­ar­lög­manns. Fund­ar­hlé kl. 9:04, fund­ur hófst aft­ur kl. 9:11 Fund­ar­hlé kl. 9:15, fund­ur hófst aft­ur kl. 9:23
 • 2. Regl­ur um fyr­ir­komulag ráðn­inga í stjórn­ar­stöð­ur - end­ur­skoð­un202305559

  Nýjar reglur um fyrirkomulag ráðninga í stjórnarstöður hjá Mosfellsbæ lagðar fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi regl­ur um fyr­ir­komulag ráðn­inga í stjórn­un­ar­stöð­ur hjá Mos­fells­bæ með fyr­ir­vara um af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar á til­lögu um stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar og nýs skipu­rits. Full­trú­ar D lista sátu hjá við af­greiðsl­una.

  • 3. End­ur­bæt­ur leik­skóla­lóða - Hlað­hamr­ar202305228

   Óskað er eftir að bæjaráð heimili útboð á endurnýjun leikskólalóðar Hlaðhamra

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út end­ur­nýj­un leiks­skóla­lóð­ar Hlað­hamra í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

   • 4. Al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga 2023202305270

    Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023. Bréfið er sent til að upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2023.

    Er­indi frestað vegna tíma­skorts.

   • 5. GGG veit­ing­ar ehf, Bakka­kot, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202305165

    Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingahús í flokki II (a), að Bakkakoti.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekstr­ar­leyfi fyr­ir rekst­ur veit­inga­húss í fl. II (a), að Bakka­koti, með fyr­ir­vara um já­kvæða um­sögn bygg­ing­ar­full­trúa.

   • 6. Leyfi fyr­ir rekstri á stöðvalausri deili­leigu fyr­ir raf­skút­ur í Mos­fells­bæ202305240

    Umsókn Hopp Reykjavík ehf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.

    Er­indi frestað vegna tíma­skorts.

   • 7. Skipu­lag skóg­rækt­ar - ábyrgð sveit­ar­stjórna202305115

    Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram.

    Er­indi frestað vegna tíma­skorts.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:29