19. júní 2019 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Í lok fundarins gerði deildarstjóri barnaverndar- og ráðgjafardeildar grein fyrir stöðu barnaverndarmáls. Ennfremur kynnti deildarstjórinn neyðarráðstöfun í máli barns sbr. málsnúmer 201906239, sjá bókun í máli.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Notendaráð um málefni fatlaðs fólks201806289
Samþykkt um notendaráð fatlaðs fólks kynnt.
Samþykkt fyrir notendaráð fatlaðs fólks er lögð fram til kynningar.
2. Kosning í nefndir og ráð201806075
Skipun fulltrúa í notendaráð fatlaðs fólks.
Skipun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á fulltrúum í notendaráð fatlaðs fólks er lögð fram til kynningar.
3. Ungt fólk 2019 niðurstöður201905109
Ungt fólk 2019- niðurstöður Mosfellsbæjar á vínumefnanotkun 8.-10. bekkjar.
Niðurstöður könnunar Rannsóknar & greiningar ehf. vegna vímuefnanotkunar 8. -10. bekkjar lagðar fram. Fjölskyldunefnd lýsir yfir áhyggjum af því hversu sýnilegar rafrettur eru hjá söluaðilum í Mosfellsbæ. Nefndin, sem fer með barnaverndarmál lögum samkvæmt samþykkir með fimm atkvæðum að beina tilmælum til söluaðila rafretta að virða ákvæði 7. gr. laga nr. 87/2018 um aldurstakmörk.
4. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Lagt fram til kynningar og umfjöllunar í fjölskyldunefnd skv. bókun 740. fundi bæjarstjórnar 29.5.2019.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta umfjöllun um málið þar til frekari upplýsinga hefur verið aflað.
5. Aðalfundur 2019201906214
Gögn frá aðalfundi Skálatúns 12.6.2019
Gögn frá aðalfundi Skálatúns 2019 eru lögð fram til kynningar og málefni Skálatúns rædd.
Gestir
- Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir
- Eva Rós Ólafsdóttir
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir
6. Styrkumsókn 2019201906215
Umsókn um styrk 2019.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að synja umsókn Rauða krossins í Mosfellsbæ um styrk þar sem úthlutun styrkja fyrir árið 2019 hefur þegar farið fram.
Fjölskyldunefnd auglýsir árlega í byrjun nóvember eftir umsóknum um styrki á sviði fjölskyldumála vegna úthlutunar næsta árs á eftir. Úthlutun vegna ársins 2020 fer fram fyrir lok marsmánaðár 2020. Með hliðsjón af fyrrgreindu er umsækjandi hvattur til að sækja um styrk á næsta ári.Gestir
- Vieke Þ. Þorbjörnsdóttir
- Eva Rós Ólafsdóttir
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir
7. Ósk velferðarráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti flóttamönnum201710100
Skýrsla um móttöku flóttafólks frá Úganda
Skýrsla verkefnisins um móttöku flóttafólks er lögð fram til kynningar og umfjöllunar. Fjölskyldunefnd vill þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og sjálfboðaliðum sem komu að verkefninu fyrir einstaklega vel unnin störf. Það er sérstaklega ánægjulegt að tekist hafi að halda fjárhagsáætlun og verkefnið var innan þess fjárframlags sem ríkið lagði til þess.
Gestir
- Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir
- Eva Rós Ólafsdóttir
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir
Fundargerðir til staðfestingar
8. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1272201906019F
Fundargerð 1272. trúnaðarmálafundar 2018-2022 lögð fram til afgreiðslu.
Gestir
- Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir
- Eva Rós Ólafsdóttir
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir