24. apríl 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Frestað frá síðasta fundi. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram.
Bæjarráði kynnt drög að húsnæðisáætlun og hún rædd. Óskað verður eftir ábendingum frá öllum bæjarfulltrúum og að því loknu verði áætlunin lögð fram að nýju í bæjarráði til afgreiðslu.
2. Vegtenging Mosfellsdal201812133
Frestað frá síðasta fundi. Tilboð um makaskipti á landi
Samþykkt með 3 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar. Lögmanni falið að kanna aðkomu ríkisins sérstaklega.
3. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar201902109
Frestað frá síðasta fundi. Ósk um stækkun lóðar að Kvíslártungu 84. Á 479. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu."
Erindið samþykkt með 3 atkvæðum og lögmanni Mosfellsbæjar falið að vinna að afgreiðslu þess.
4. Styrkur til friðlýstra svæða í Landsáætlun um uppbyggingu innviða201904088
Frestað frá síðasta fundi. Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingu til friðlýstra svæða í Mosfellsbæ í verkefnaáætlun 2019-2021 í Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Lagt fram. Bæjaráð lýsir ánægju með að styrkur hafi fengist.
- FylgiskjalEndurskodun verkefnaaaetlun landsaaetlunar 2019-2021 mars 2019 (1).pdfFylgiskjalStyrkveiting til friðlýstra svæða í mosfellsbæ 2019 - minnisblað.pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_Framkvæmdir_tillogur.pdfFylgiskjalTungufoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdf
5. Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl (innflutningur búfjárafurða) - beiðni um umsögn201904125
Frestað frá síðasta fundi. Beiðni um umsögn.
Lagt fram.
6. Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa201903541
Frestað frá síðasta fundi. Bæjarstjórn vísar erindi til afgreiðslu bæjarráðs.Nýverið kynnti mennta- og menningarmálaráðherra hugmyndir sínar, Sambands ísl. Sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands o.fl., um að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Í tilefni þessa er því neðangreind tillaga lögð fram til umræðu og afgreiðslu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar framkvæmdarstjóra Fræðslusviðs.
7. Úttekt á húsnæði Mosfellsbæjar201904288
Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kynnir á fundinum úttekt á húsnæði Mosfellsbæjar.
Úttekt á húsnæði Mosfellsbæjar kynnt og rædd.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs
8. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Eykt ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fresta málinu.
9. Lagning jarðstrengja og rekstur smádreifistöðvar í landi Laxnes 1201904225
Beiðni Orkuveitunnar um samþykkt kvaðar vegna lagningar jarðstrengja og spennistöðvar í landinu Laxnes 1 sem Mosfellsbær á 25% hlut í.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi gögn.
10. Starfskjör og aðstæður leikskólakennara201904256
Starfskjör og aðstæður leikskólakennara - undirskriftarlisti
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og úrvinnslu framkvæmdastjóra fræðslusviðs sem m.a. fundi með bréfriturum. Málið verði tekið fyrir að nýju í framhaldinu.
Gestir
- Linda Udengard framkvæmdastjóri fræðslusviðs
11. Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða - beiðni um umsögn201904250
Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða - beiðni um umsögn fyrir 9. maí
Frestað vegan tímaskorts
12. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir ofl) - beiðni um umsögn201904249
Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir ofl)- beiðni um umsögn fyrir 26. apríl
Frestað vegan tímaskorts
13. Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - beiðni um umsögn201904240
Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - beiðni um umsögn fyrir 2. maí
Frestað vegan tímaskorts
14. Frumvarp til laga um lýðskóla - beiðni um umsögn201904232
Frumvarp til laga um lýðskóla - beiðni um umsögn fyrir 3. maí
Frestað vegan tímaskorts
15. Frumvarp til laga um menntun skólastarfsmanna - beiðni um umsögn201904229
Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla - beiðni um umsögn fyrir 2. maí
Frestað vegan tímaskorts
16. Frumvarptil laga um breytingu á raforkulögum - beiðni um umsögn201904251
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)- beiðni um umsögn fyrir 2. maí
Frestað vegan tímaskorts
17. Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann - beiðni um umsögn201904221
Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann - beiðni um umsögn fyrir 29. apríl
Frestað vegan tímaskorts
18. Öflun gagna vegna fjármála og reksturs Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM)201902393
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ leggur fram gögn og úttektir ásamt fyrirspurn um hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi frá áramótum. Óskað er eftir umræðum um málið og framtíðarsýn varðandi Golfklúbb Mosfellsbæjar og hlutverk hans, styrki og aðbúnað.
Frestað vegan tímaskorts
19. Styrkir til stjórnmálasamtaka skv. 5. gr. laga um um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra201806341
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ óskar eftir umræðum um framlög og styrki Mosfellsbæjar til stjórnmálasamtaka það sem af er þessu kjörtímabili. Óskað er eftir því að lögð verði fram gögn um þegar greidd framlög og styrki og lagðar fram þær reglur sem um þetta gilda.
Frestað vegan tímaskorts
20. Fyrirspurn tengd fjölnota íþróttahúsi við Varmá201904284
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ óskar eftir upplýsingum um stöðu mála og hvaða breytingar hafi átt sér stað varðandi verð, stærð og breytingar á hönnun og staðsetningu frá því sem áformað var í upphafi og eftir að skipulagsnefnd hefur veitt byggingarleyfi sbr. fund nr. 481 í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Frestað vegan tímaskorts