Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. febrúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um skil­yrð­is­lausa grunn­fram­færslu (borg­ara­laun), 9. mál201802018

    Óskað er umsagnar um erindið eigi síðar en 2. mars nk.

    Lagt fram.

  • 2. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um þjóð­arsátt um bætt kjör kvenna­stétta201801346

    Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir þá álykt­un sem fram kem­ur í til­lögu til þings­álykt­un­ar um þjóð­arsátt um bætt kjör kvenna­stétta.

  • 3. Ljós­leið­ara­teng­ing í Helga­dal201801287

    Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um ljósleiðaratengingu í Helgadal lögð fyrir bæjarráð

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara er­ind­inu.

  • 4. Upp­sögn á samn­ingi um rekst­ur.201703001

    Uppsögn á samningi um rekstur Hamra.

    Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, og Ás­geir Sig­ur­gests­s­son (ÁS), verk­efna­stjóri gæða og þró­un­ar, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að draga til baka upp­sögn á samn­ingi um rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is þar sem ráðu­neyt­ið hef­ur fall­ist á skil­yrði Mos­fell­bæj­ar og Eir­ar fyr­ir því.

    • 5. Hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar201701243

      Á 708. fundi bæjarstjórnar gerði M-listinn eftirfarandi tillögu: "Nú liggja fyrir drög að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar til næstu fjögurra ára og fyrirsjáanlegt að vinnunni er ekki lokið. Stjórnsýslan er enn að störfum og starfshópur innan stjórnsýslunnar í burðarliðnum. Það sem upp á vantar er hin pólitíska sýn fjölskipaðrar bæjarstjórnar, sérstaklega hvað varðar félagsleg úrræði í húsnæðismálum í Mosfellsbæ. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur því til að fulltrúar framboðanna fundi um stefnuna til að leggja pólitískar línur og gefa stjórnsýslunni veganesti til að ljúka sinni vinnu." Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um húsnæðisáætlunina.

      Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, og Ás­geir Sig­ur­gests­s­son (ÁS), verk­efna­stjóri gæða og þró­un­ar, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt að bæj­ar­full­trú­ar sendi at­huga­semd­ir við hús­næð­isáætl­un­ina til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs fyr­ir lok næstu viku. Í kjöl­far­ið verði unn­ið úr at­huga­semd­un­um og mál­ið lagt aft­ur fyr­ir bæj­ar­ráð til um­ræðu.

      • 6. Regl­ur um frí­stunda­greiðsl­ur í Mos­fells­bæ200909840

        Umræður um frístundagreiðslur.

        Linda Udengard (LU), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að frí­stunda­á­vís­un fyr­ir fjöl­skyld­ur sem eiga þrjú börn eða fleiri hækki í sam­ræmi við til­lög­ur í fram­lögðu minn­is­blaði.

        • 7. Krafa um við­ur­kenn­ingu á bóta­skyldu vegna bygg­ing­ar­fram­kvæmda við Gerplustræti 1-5.2017081177

          Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.

          Ólaf­ur Mel­steð (ÓM), skipu­lags­full­trúi, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

          Far­ið var yfir stöðu mála vegna fram­kvæmda við Gerplustræti 1-5.

        • 8. Ósk um að af­staða verði tekin til for­kaups­rétt­ar201802027

          Ósk um að afstaða verði tekin til nýtingu forkaupsréttar vegna sumarbústaðalands.

          Frestað.

        • 9. Sam­göngustyrk­ur201802021

          Reglur um samgöngustyrki til starfsmanna lagðar fyrir til samþykktar.

          Frestað.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20