8. febrúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál201802018
Óskað er umsagnar um erindið eigi síðar en 2. mars nk.
Lagt fram.
2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta201801346
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir þá ályktun sem fram kemur í tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta.
3. Ljósleiðaratenging í Helgadal201801287
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um ljósleiðaratengingu í Helgadal lögð fyrir bæjarráð
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu.
4. Uppsögn á samningi um rekstur.201703001
Uppsögn á samningi um rekstur Hamra.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, og Ásgeir Sigurgestssson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að draga til baka uppsögn á samningi um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis þar sem ráðuneytið hefur fallist á skilyrði Mosfellbæjar og Eirar fyrir því.
5. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Á 708. fundi bæjarstjórnar gerði M-listinn eftirfarandi tillögu: "Nú liggja fyrir drög að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar til næstu fjögurra ára og fyrirsjáanlegt að vinnunni er ekki lokið. Stjórnsýslan er enn að störfum og starfshópur innan stjórnsýslunnar í burðarliðnum. Það sem upp á vantar er hin pólitíska sýn fjölskipaðrar bæjarstjórnar, sérstaklega hvað varðar félagsleg úrræði í húsnæðismálum í Mosfellsbæ. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur því til að fulltrúar framboðanna fundi um stefnuna til að leggja pólitískar línur og gefa stjórnsýslunni veganesti til að ljúka sinni vinnu." Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um húsnæðisáætlunina.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, og Ásgeir Sigurgestssson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að bæjarfulltrúar sendi athugasemdir við húsnæðisáætlunina til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs fyrir lok næstu viku. Í kjölfarið verði unnið úr athugasemdunum og málið lagt aftur fyrir bæjarráð til umræðu.
6. Reglur um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ200909840
Umræður um frístundagreiðslur.
Linda Udengard (LU), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að frístundaávísun fyrir fjölskyldur sem eiga þrjú börn eða fleiri hækki í samræmi við tillögur í framlögðu minnisblaði.
7. Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna byggingarframkvæmda við Gerplustræti 1-5.2017081177
Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Ólafur Melsteð (ÓM), skipulagsfulltrúi, mætti á fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir stöðu mála vegna framkvæmda við Gerplustræti 1-5.
8. Ósk um að afstaða verði tekin til forkaupsréttar201802027
Ósk um að afstaða verði tekin til nýtingu forkaupsréttar vegna sumarbústaðalands.
Frestað.
9. Samgöngustyrkur201802021
Reglur um samgöngustyrki til starfsmanna lagðar fyrir til samþykktar.
Frestað.