Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. júlí 2019 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar201701243

    Máli frestað frá 284. fundi fjölskyldunefndar 19. júní 2019 sbr. 4. mál.

    Hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar lögð fram til kynn­ing­ar.

    Bók­un S-lista:
    Full­trúi S- lista átel­ur þau vinnu­brögð að hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2020 sé núna fyrst að koma inn í Fjöl­skyldu­nefnd og þá bara til kynn­ing­ar og um­fjöll­un­ar eft­ir að hún hef­ur ver­ið sam­þykkt af bæj­ar­stjórn. Eðlið­legra hefði ver­ið að virkja nefnd­ina til þátt­töku við gerð henn­ar á vinnslu­stigi þar sem margt í þess­ari áætlun heyr­ir und­ir hana. Einn­ig tek­ur full­trúi S- lista und­ir bók­un bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um efn­is­at­riði hús­næð­isáætl­un­ar­inn­ar við sam­þykkt henn­ar á 740 fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

    Bók­un D og V lista:
    Á fundi bæj­ar­ráðs 24. apríl 2019 var bókað eft­ir­far­andi um drög að hús­næð­isáætlun: Bæj­ar­ráði kynnt drög að hús­næð­isáætlun og hún rædd. Óskað verð­ur eft­ir ábend­ing­um frá öll­um bæj­ar­full­trú­um og að því loknu verði áætl­un­in lögð fram að nýju í bæj­ar­ráði til af­greiðslu.

    Í pósti til bæj­ar­full­trúa sama dag var óskað eft­ir at­huga­semd­um í síð­asta lagi í lok fyrstu viku maí þar sem stefnt var að fjalla um mál­ið aft­ur 9. maí. Það lá því fyr­ir að mál­ið yrði til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn og öll­um fram­boð­um gert jafnt und­ir höfði að koma sjón­ar­mið­um sín­um á fram­færi um mál­ið og kynna það hver á sín­um vett­vangi, og þar með fyr­ir full­trú­um sín­um í nefnd­um bæj­ar­ins.

    • 2. Ósk fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins um mót­töku flótta­fólks árið 2019201905018

      Fyrirspurn félagsmálaráðuneytisins til Mosfellsbæjar um móttöku flóttafólks á árinu 2019. Lagt fram til kynningar.

      Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að lýsa yfir ánægju með að Mos­fells­bær taki aft­ur á móti kvóta­flótta­fólki í ljósi góðr­ar reynslu.

    • 3. GEF Árs­skýrsla 2018201907172

      Ársskýrsla 2018 lögð fram til kynningar

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 4. Árs­reikn­ing­ur 2018 og árs­skyrsla NPA mið­stöðv­ar­inn­ar201907126

      Ársreikningur og skýrsla NPA miðstöðvarinnar árið 2018 lagður fram til kynningar

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 5. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 1277201907013F

      Fund­ar­gerð 1277. trún­að­ar­mála­fund­ar tekin fyr­ir á 283. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar eins og ein­stök mál bera með sér.

      • 6. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 610201907016F

        Fund­ar­gerð 610. barna­mála­fund­ar af­greidd á 284. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar eins og ein­stök mál bera með sér.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00