16. júlí 2019 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Máli frestað frá 284. fundi fjölskyldunefndar 19. júní 2019 sbr. 4. mál.
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Bókun S-lista:
Fulltrúi S- lista átelur þau vinnubrögð að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 2019-2020 sé núna fyrst að koma inn í Fjölskyldunefnd og þá bara til kynningar og umfjöllunar eftir að hún hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Eðliðlegra hefði verið að virkja nefndina til þátttöku við gerð hennar á vinnslustigi þar sem margt í þessari áætlun heyrir undir hana. Einnig tekur fulltrúi S- lista undir bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um efnisatriði húsnæðisáætlunarinnar við samþykkt hennar á 740 fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.Bókun D og V lista:
Á fundi bæjarráðs 24. apríl 2019 var bókað eftirfarandi um drög að húsnæðisáætlun: Bæjarráði kynnt drög að húsnæðisáætlun og hún rædd. Óskað verður eftir ábendingum frá öllum bæjarfulltrúum og að því loknu verði áætlunin lögð fram að nýju í bæjarráði til afgreiðslu.Í pósti til bæjarfulltrúa sama dag var óskað eftir athugasemdum í síðasta lagi í lok fyrstu viku maí þar sem stefnt var að fjalla um málið aftur 9. maí. Það lá því fyrir að málið yrði til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn og öllum framboðum gert jafnt undir höfði að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um málið og kynna það hver á sínum vettvangi, og þar með fyrir fulltrúum sínum í nefndum bæjarins.
2. Ósk félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttafólks árið 2019201905018
Fyrirspurn félagsmálaráðuneytisins til Mosfellsbæjar um móttöku flóttafólks á árinu 2019. Lagt fram til kynningar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með þremur atkvæðum að lýsa yfir ánægju með að Mosfellsbær taki aftur á móti kvótaflóttafólki í ljósi góðrar reynslu.
3. GEF Ársskýrsla 2018201907172
Ársskýrsla 2018 lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
4. Ársreikningur 2018 og ársskyrsla NPA miðstöðvarinnar201907126
Ársreikningur og skýrsla NPA miðstöðvarinnar árið 2018 lagður fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1277201907013F
Fundargerð 1277. trúnaðarmálafundar tekin fyrir á 283. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.