Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. maí 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Herdís Kristín Sigurðardóttir (HKS) 3. varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frum­varp til laga um skrán­ingu ein­stak­linga - beiðni um um­sögn201905106

    Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til nýrra heildarlaga um skráningu einstaklinga.

    Lagt fram.

    • 2. Frum­varp til laga um mat­væli (sýkla­lyfja­notk­un), 753. mál. - beiðni um um­sögn201905247

      Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.

      Lagt fram.

      • 3. Græn­bók - stefna um mál­efni sveit­ar­fé­laga201905192

        Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

        Sam­þykkt að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að veita um­sögn um mál­ið.

      • 4. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar nr.100/2007 (hækk­un líf­eyr­is), 844. mál - beiðni um um­sögn201905235

        Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.

        Lagt fram.

      • 5. Þings­álykt­un um stöðu barna 10 árum eft­ir hrun, 256. mál201905236

        Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.

        Lagt fram.

      • 6. Þings­álykt­un um hags­muna­full­trúa aldr­aðra, 825. mál201905237

        Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.

        Sam­þykkt að fela öld­unga­ráði að veita um­sögn um mál­ið.

      • 7. Hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar201701243

        Drög að húsnæðisáætlun endurbætt að fengnum athugasemdum

        Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hef­ur ver­ið í hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar og sam­þykk­ir að vísa henni til bæj­ar­stjórn­ar til af­greiðslu.

        Gestir
        • Unnur V. Ingólfsdóttir
        • 8. Ljós­leið­ari í dreif­býli201802204

          Lögð eru fyrir bæjarráð drög að samningi við Fjarskiptasjóð um styrkúthlutun á árinu 2019-2021 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli Mosfellsbær (Ísland ljóstengt)ásamt minnisblaði umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU.

          Sam­þykkt að heim­ila um­hverf­is­sviði að und­ir­rita sam­komulag við fjar­skipta­sjóð og hefja und­ir­bún­ing út­boðs haust­ið 2019 til sam­ræm­is við efni fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs.

          • 9. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um fjár­mála­áætlun 2020-2024201905254

            Minnisblað fjármálastjóra um þingsályktun um fjármálaáætlun 2020-2024.

            Sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra Mos­fells­bæj­ar að senda inn um­sögn til sam­ræm­is við fram­lagt minn­is­blað.

            • 10. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2019201905244

              Rekstraryfirlit janúar til mars lagt fram.

              Lagt fram.

            • 11. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2018201903440

              Yfirferð ábendinga endurskoðenda í árlegu bréfi til bæjarstjóra.

              Lagt fram.

              Gestir
              • Pétur J. Lockton
              • 12. Styrk­ir til greiðslu fast­eigna­skatts 2019201905255

                Minnisblað frá tómstundafulltrúa með tillögum að stykjum til félaga til greiðslu fasteignagjalda skv. reglum nr. 200712053.

                Sam­þykkt að veita styrki skv. regl­um nr. 200712053 þann­ig að veitt­ur sé styrk­ur fyr­ir 90% af fast­eigna­skatti, þó að há­marki kr. 850.000 til hvers fé­lags. Þau fé­lög sem veitt verði styrk­ur á ár­inu 2019 eru Flug­klúbb­ur Mos, Rauði kross­inn í Mos­fells­bæ, Kiw­anis­klúbbur­inn Geys­ir og skáta­fé­lag­ið Skjöld­ung­ur.

                • 13. At­vinnusvæði í landi Blikastaða201805153

                  Óskað eftir heimild til handa bæjarstjóra til undirritunar viljayfirlýsingar.

                  Sam­þykkt að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu á nýju at­vinnu­hverfi í landi Blikastaða í Mos­fells­bæ.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58