23. maí 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Herdís Kristín Sigurðardóttir (HKS) 3. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga - beiðni um umsögn201905106
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til nýrra heildarlaga um skráningu einstaklinga.
Lagt fram.
2. Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. - beiðni um umsögn201905247
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Lagt fram.
3. Grænbók - stefna um málefni sveitarfélaga201905192
Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Samþykkt að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að veita umsögn um málið.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar nr.100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál - beiðni um umsögn201905235
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.
Lagt fram.
5. Þingsályktun um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál201905236
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.
Lagt fram.
6. Þingsályktun um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál201905237
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.
Samþykkt að fela öldungaráði að veita umsögn um málið.
7. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Drög að húsnæðisáætlun endurbætt að fengnum athugasemdum
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar og samþykkir að vísa henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir
8. Ljósleiðari í dreifbýli201802204
Lögð eru fyrir bæjarráð drög að samningi við Fjarskiptasjóð um styrkúthlutun á árinu 2019-2021 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli Mosfellsbær (Ísland ljóstengt)ásamt minnisblaði umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU.
Samþykkt að heimila umhverfissviði að undirrita samkomulag við fjarskiptasjóð og hefja undirbúning útboðs haustið 2019 til samræmis við efni fyrirliggjandi minnisblaðs.
9. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024201905254
Minnisblað fjármálastjóra um þingsályktun um fjármálaáætlun 2020-2024.
Samþykkt að fela fjármálastjóra Mosfellsbæjar að senda inn umsögn til samræmis við framlagt minnisblað.
10. Rekstur deilda janúar til mars 2019201905244
Rekstraryfirlit janúar til mars lagt fram.
Lagt fram.
11. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018201903440
Yfirferð ábendinga endurskoðenda í árlegu bréfi til bæjarstjóra.
Lagt fram.
Gestir
- Pétur J. Lockton
12. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2019201905255
Minnisblað frá tómstundafulltrúa með tillögum að stykjum til félaga til greiðslu fasteignagjalda skv. reglum nr. 200712053.
Samþykkt að veita styrki skv. reglum nr. 200712053 þannig að veittur sé styrkur fyrir 90% af fasteignaskatti, þó að hámarki kr. 850.000 til hvers félags. Þau félög sem veitt verði styrkur á árinu 2019 eru Flugklúbbur Mos, Rauði krossinn í Mosfellsbæ, Kiwanisklúbburinn Geysir og skátafélagið Skjöldungur.
13. Atvinnusvæði í landi Blikastaða201805153
Óskað eftir heimild til handa bæjarstjóra til undirritunar viljayfirlýsingar.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á nýju atvinnuhverfi í landi Blikastaða í Mosfellsbæ.