Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. maí 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bakka­sel í Ell­iða­kotslandi l.nr. 125226 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201504159

  Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, sbr. meðfylgjandi athugasemdir hans. Frestað á 389. fundi.

  Nefnd­in tel­ur að for­senda þess að unnt sé að veita bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir nýtt frí­stunda­hús sé að fyr­ir liggi deili­skipu­lag sem land­eig­end­ur eru sam­þykk­ir, þar sem lóð­ar­stærð­in taki mið af við­mið­un­ar­stærð frí­stunda­lóða skv. að­al­skipu­lagi og að skil­yrði um fjar­lægð húss/bygg­ing­ar­reits frá lóð­ar­mörk­um (10 m) og Hólmsá (50 m) séu upp­fyllt.

  • 2. Leir­vogstunga 15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201504038

   Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 389. fundi.

   Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að leyfð verði breytt notk­un.

   • 3. Um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is Hvíta Ridd­ar­ans201505004

    Ólafía Hreiðarsdóttir f.h. sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu óskar 30.4.2015 eftir umsögn Mosfellsbæjar um umsókn 270 veitinga ehf. um rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann, Háholti 13-15.

    Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu rekstr­ar­leyf­is­ins.

    • 4. Ósk Al­þing­is um um­sögn um til­lögu að þings­álykt­un um lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026201504248

     Erindi Alþingis sem bæjarráð hefur vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefnda.

     Lagt fram.

    • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um vernd­ar­svæði í byggð201504249

     Erindi Alþingis sem bæjarráð hefur vísað til skipulags- og umhverfisnefnda til umsagnar og afgreiðslu.

     Skipu­lags­nefnd gef­ur ekki um­sögn um mál­ið þar sem um­sagn­ar­frest­ur er lið­inn.

    • 6. Völu­teig­ur 8, fyr­ir­spurn um notk­un lóð­ar sem geymslu­svæð­is201505047

     Gunnlaugur Bjarnason óskar 13.4.2015 f.h. Bílapartasölunnar ehf. eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess að norðurhluti lóðarinnar verði nýttur til skamms tíma sem geymslu-/sölu-/uppboðssvæði fyrir "ýmsa lausafjármuni."

     Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við um­rædda nýt­ingu lóð­ar­inn­ar, enda verði gætt ákvæð­is í gr. 4.1 í skipu­lags­skil­mál­um svæð­is­ins um að "verði lóð not­uð til geymslu á efn­um og tækj­um sem ótví­rætt valda sjón­meng­un, skal gera grein fyr­ir af­mörk­un­um með skýl­um eða skjól­veggj­um á að­alteikn­ing­um."

    • 7. Bjarg v/Varmá, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu201501793

     Tillaga að breytingum á deiliskipulagsskilmálum var grenndarkynnt 17.4.2015 með bréfi til 5 aðila auk umsækjanda og athugasemdafresti til 6. maí 2015. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum; frá JP lögmönnum f.h. Ársæls Baldurssonar og Birgittu Baldursdóttur, og frá Gunnlaugi Ó Johnson og Hjördísi Bjartmars Arnardóttur. Gunnlaugur Johnson vék af fundi undir þessum lið.

     Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa og lög­manni bæj­ar­ins að fara yfir at­huga­semd­irn­ar og gera til­lögu um um­sögn.

    • 8. Vefara­stræti 1-5 ósk um breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um201501589

     Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.

     Nefnd­in vís­ar til bæj­ar­ráðs þeim þætti sem snýr að end­ur­gjaldi vegna fjölg­un­ar íbúða á lóð­inni.

     • 9. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201410126

      Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lög­una með 4 at­kvæð­um þeim fyr­ir­vara að ekki ber­ist at­huga­semd­ir sem send­ar hafa ver­ið inn­an at­huga­semda­frests­ins, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku breyt­ing­anna.
      Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ít­rek­ar fyrri bók­un sína um mál­ið.
      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ít­rek­ar fyrri bók­un frá 17. mars 2015. Til­lag­an sýn­ir mikla fjölg­un bíla­stæða inni á suð­ur­hluta lóða hús­anna sem spill­ir veru­lega mögu­leik­um íbú­anna af notk­un þeirra og mun valda há­vaða, ónæði og ólofti og er á skjön við hug­mynd­ina bak við upp­runa­legt deili­skipu­lag lóð­anna.
      Meiri­hluti V og D lista ít­rek­ar fyrri af­stöðu sína sem markast af breytt­um að­stæð­um í sam­fé­lag­inu.

      • 10. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þró­un­ar­áætlun 2015 - 2018201504227

       Lögð fram tillaga að þróunaráætlun 2015-2018, sem svæðisskipulagsnefndin hefur lagt til við aðildarsveitarfélögin að þau taki mið af í aðgerðum sínum í skipulags- og byggingarmálum.

       Skipu­lags­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að Mos­fells­bær sam­þykki þró­un­ar­áætl­un­ina fyr­ir sitt leyti.

      • 11. Er­indi Al­efl­is vegna upp­bygg­ing­ar Há­holts 21201504263

       Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

       Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­höf­und­ar og skipu­lags­full­trúa um er­ind­ið.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.