12. maí 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bakkasel í Elliðakotslandi l.nr. 125226 - Umsókn um byggingarleyfi201504159
Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, sbr. meðfylgjandi athugasemdir hans. Frestað á 389. fundi.
Nefndin telur að forsenda þess að unnt sé að veita byggingarleyfi fyrir nýtt frístundahús sé að fyrir liggi deiliskipulag sem landeigendur eru samþykkir, þar sem lóðarstærðin taki mið af viðmiðunarstærð frístundalóða skv. aðalskipulagi og að skilyrði um fjarlægð húss/byggingarreits frá lóðarmörkum (10 m) og Hólmsá (50 m) séu uppfyllt.
2. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 389. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að leyfð verði breytt notkun.
3. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Hvíta Riddarans201505004
Ólafía Hreiðarsdóttir f.h. sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu óskar 30.4.2015 eftir umsögn Mosfellsbæjar um umsókn 270 veitinga ehf. um rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann, Háholti 13-15.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
4. Ósk Alþingis um umsögn um tillögu að þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026201504248
Erindi Alþingis sem bæjarráð hefur vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefnda.
Lagt fram.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um verndarsvæði í byggð201504249
Erindi Alþingis sem bæjarráð hefur vísað til skipulags- og umhverfisnefnda til umsagnar og afgreiðslu.
Skipulagsnefnd gefur ekki umsögn um málið þar sem umsagnarfrestur er liðinn.
6. Völuteigur 8, fyrirspurn um notkun lóðar sem geymslusvæðis201505047
Gunnlaugur Bjarnason óskar 13.4.2015 f.h. Bílapartasölunnar ehf. eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess að norðurhluti lóðarinnar verði nýttur til skamms tíma sem geymslu-/sölu-/uppboðssvæði fyrir "ýmsa lausafjármuni."
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda nýtingu lóðarinnar, enda verði gætt ákvæðis í gr. 4.1 í skipulagsskilmálum svæðisins um að "verði lóð notuð til geymslu á efnum og tækjum sem ótvírætt valda sjónmengun, skal gera grein fyrir afmörkunum með skýlum eða skjólveggjum á aðalteikningum."
7. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu201501793
Tillaga að breytingum á deiliskipulagsskilmálum var grenndarkynnt 17.4.2015 með bréfi til 5 aðila auk umsækjanda og athugasemdafresti til 6. maí 2015. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum; frá JP lögmönnum f.h. Ársæls Baldurssonar og Birgittu Baldursdóttur, og frá Gunnlaugi Ó Johnson og Hjördísi Bjartmars Arnardóttur. Gunnlaugur Johnson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að fara yfir athugasemdirnar og gera tillögu um umsögn.
8. Vefarastræti 1-5 ósk um breytingar á skipulagsskilmálum201501589
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Nefndin vísar til bæjarráðs þeim þætti sem snýr að endurgjaldi vegna fjölgunar íbúða á lóðinni.
9. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með 4 atkvæðum þeim fyrirvara að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið innan athugasemdafrestsins, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku breytinganna.
Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar fyrri bókun sína um málið.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar fyrri bókun frá 17. mars 2015. Tillagan sýnir mikla fjölgun bílastæða inni á suðurhluta lóða húsanna sem spillir verulega möguleikum íbúanna af notkun þeirra og mun valda hávaða, ónæði og ólofti og er á skjön við hugmyndina bak við upprunalegt deiliskipulag lóðanna.
Meirihluti V og D lista ítrekar fyrri afstöðu sína sem markast af breyttum aðstæðum í samfélaginu.10. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2015 - 2018201504227
Lögð fram tillaga að þróunaráætlun 2015-2018, sem svæðisskipulagsnefndin hefur lagt til við aðildarsveitarfélögin að þau taki mið af í aðgerðum sínum í skipulags- og byggingarmálum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Mosfellsbær samþykki þróunaráætlunina fyrir sitt leyti.
11. Erindi Aleflis vegna uppbyggingar Háholts 21201504263
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulagshöfundar og skipulagsfulltrúa um erindið.