4. febrúar 2015 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vefarastræti 1-5 ósk um breytingar á skipulagsskilmálum201501589
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt. Frestað á 381. fundi, nú lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur. Frestað á 382. fundi.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu en felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur um aðra útfærslu á bílastæðum.
2. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða. Frestað á 381. og 382. fundi.
Nefndin heimilar umsækjendum að útfæra tillögu að breytingum á deiliskipulagi til auglýsingar í samræmi við erindið.
3. Háholt 13-15, fyrirspurn um viðbyggingu201501582
Oddur Víðisson arkitekt f.h. Festis Fasteigna ehf. spyrst 16.1.2015 fyrir um möguleika á viðbyggingu sunnan á húsið, til stækkunar á húsnæði Mosfellsbakarís, skv. meðfylgjandi teikningu. Frestað á 381. og 382. fundi.
Nefndin heimilar umsækjendum að útfæra tillögu að breytingu á deiliskipulagi til grenndarkynningar í samræmi við erindið.
4. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi201411054
Lögð fram tillaga að svörum við athugasemd frá Hjalta Steinþórssyni f.h. landeigenda, sbr. bókun á 381. fundi. Frestað á 382. fundi.
Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum og samþykkir jafnframt að hún gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi skv. fyrirliggjandi umsókn þegar hann telur hönnunargögn vera orðin fullnægjandi.
5. Laugabakki, erindi um afmörkun lóðar201405103
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi sem varðar skiptingu á lóð Laugabakka, var auglýst 23. desember 2014 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Engin athugasemd hefur borist. Frestað á 382. fundi.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Samþykktin er þó með þeim fyrirvara að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið innan athugasemdafrestsins.
6. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201411038
Stefán Hallsson f.h. lóðarhafa óskar 28.1.2015 eftir umfjöllun skipulagsnefndar um nýja tillögu að breyttu deiliskipulagi, sem felur í sér að íbúðum fjölgi um 6 miðað við gildandi skipulag og verði 9 í 2-ja hæða raðhúsum og 8 í tveimur 2-ja hæða fjölbýlishúsum. Samanber einnig fyrri umfjöllun á 380. fundi.
Nefndin er neikvæð fyrir eins mikilli fjölgun íbúða og erindið gerir ráð fyrir og felur skipulagsfulltrúa frekari viðræður við umsækjanda.
7. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu201501793
Guðjón Magnússon arkitekt f.h. Alberts Rútssonar óskar 28.1.2015 eftir að leyfilegt byggingarmagn á lóðinni verði aukið frá gildandi skipulagi, þannig að byggja megi þar 400 m2 einbýlishús á tveimur hæðum, samtengt núverandi húsi, sbr. meðfylgjandi skissutillögu. Frestað á 382. fundi.
Nefndin óskar eftir nánar útfærðum gögnum.
8. Tillaga Önnu Sigríðar Guðnadóttur um fund með "Miðbæjarskólahópi"201409246
Boðaður hefur verið fundur kjörinna fulltrúa með stjórn Foreldraráðs grunnskóla í Mosfellsbæ miðvikudaginn 4. febrúar 2015. Frestað á 382. fundi.
Umræður um málið.
9. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2015201501800
Umræða um starfsáætlun. Frestað á 382. fundi.
Umræður um málið.
10. Færsla á endastöð Strætós í Reykjahverfi201501801
Kynntar hugmyndir um endastöð Strætós á lóð OR við Reykjaveg. frestað á 382. fundi.
Frestað.
11. Miðbæjarskipulag, breyting við Þverholt vegna leiguíbúða.201501813
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum. Frestað á 382. fundi.
Frestað.
12. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015201501512
Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkalistinn verður unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Óskað er eftir því að tillögur liggi fyrir eigi síðar en 19. febrúar 2015. Frestað á 382. fundi.
Frestað.