Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. apríl 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 227201303025F

    Fundargerð 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 1.1. Lund­ur 123710, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201303091

      Haf­berg þór­is­son Lambhaga­vegi 23 113 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti og fyr­ir­komu­lagi bíslags við bíl­geymslu / starfs­manna­að­stöðu að Lundi sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 1.2. Mið­dals­land 221372 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201303100

      G. Árni Sig­urðs­son Reykja­byggð 8 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja sum­ar­bú­stað og frístand­andi geymslu úr timbri á lóð nr. 221372 í Mið­dalslandi sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Mann­virkin eru inn­an ramma gild­andi deili­skipu­lags svæð­is­ins.
      Stærð: Sum­ar­bú­stað­ur 110,0 m2, 371,3 m3,
      geymsla 20,0 m2, 65,7 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 1.3. Minna - Mos­fell, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201303167

      Val­ur Þor­valds­son Minna Mos­felli sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri, kvist á suð­ur hlið húss­ins að Minna Mos­felli sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Stækk­un húss 2,7 m2, 23,5 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 1.4. Reykja­hvoll 41, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201211030

      Kristín Ólafs­dótt­ir Reykja­hvoli 41 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja bíl­geymslu úr stein­steypu á lóð­inni nr. 41 við Reykja­hvol í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð bíl­geymslu 114,2 m2, 797,1 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 1.5. Þrast­ar­höfði 28 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201303179

      Karl Gunn­laugs­son Þrast­ar­höfða 28 sæk­ir um leyfi til að breyta innra skipu­lagi húss­ins nr. 28 við Þrast­ar­höfða sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 2. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 228201304003F

      Fundargerð 228. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 2.1. Skóla­braut 2-4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201303302

        Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja við íþróttamið­stöð­ina að Varmá að Skóla­braut 2 - 4.
        Byggt verð­ur úr stein­steypu og for­steypt­um ein­ing­um sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Stærð húss: 1. hæð 1412,2 m2, 2. hæð 678,4 m2, 3. hæð 61,5 m2, sam­tals 14007,3 m3.
        Norð vest­ur­hluti bygg­ing­ar­inn­ar fer lít­ils­hátt­ar út fyr­ir bygg­ing­ar­reit. Þar sem frá­vik­ið er óveru­legt og skerð­ir í engu hags­muni ná­granna kall­ar það ekki á breyt­ingu deili­skipu­lags með grennd­arkynn­ingu sam­an­ber gr. 5.8.4 í skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

      Almenn erindi

      • 3. Mála­listi skipu­lags­nefnd­ar201303075

        Lagt fram og kynnt yfirlit yfir skipulagsmál sem komið hafa til kasta nefndarinnar á undanförnum misserum og stöðu þeirra. Frestað á 338. fundi.

        Mála­listi skipu­lags­nefnd­ar lagð­ur fram til kynn­ing­ar.
        Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
        Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir yfir mik­illi ánægju með þessi nýju vinnu­brögð sem formað­ur nefnd­ar­inn­ar hef­ur inn­leitt og hvet­ur að­r­ar nefnd­ir til að til­einka sér þessi vinnu­brögð.
        Að­r­ir nefnd­ar­menn taka und­ir bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

        • 4. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301560

          Lagður fram verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013, sem umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum og sendi skipulagsnefnd til kynningar.

          Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

          • 5. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012201302068

            Lögð fram skýrsla um Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012, þar sem könnuð var skoðun íbúa á þjónustu 16 stærstu sveitarfélaganna. Einnig lögð fram tillaga JS frá 599. fundi bæjarstjórnar.

            Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012 lögð fram til kynn­ing­ar.
            Skipu­lags­nefnd fagn­ar nið­ur­stöðu könn­un­ar Capacent hvað varð­ar stöðu skipu­lags­mála í Mos­fells­bæ. Til­laga bæj­ar­full­trúa Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar tekin til um­ræðu og verð­ur hún tekin til frek­ari um­ræðu við næsta tæki­færi.

            • 6. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

              Tillaga að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og tilheyrandi umhverfisskýrsla voru auglýstar skv. 31. gr. skipulagslaga og 7. gr laga um umhverfismat áætlana 15. febrúar 2013 með athugasemdafresti til 2. apríl 2013. Meðfylgjandi 34 athugasemdir við tillöguna bárust ásamt umsögnum Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um umhverfisskýrsluna.

              At­huga­semd­ir við aug­lýsta að­al­skipu­lagstil­lögu lagð­ar fram en alls bár­ust 34 at­huga­semd­ir. Af­greiðslu frestað.

              • 7. Leir­vogstunga og Tungu­veg­ur, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201304054

                Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Í tillögunni felst að lega Tunguvegar breytist lítillega og að reiðvegur færist vestur fyrir hann, auk ýmissa smærri breytinga á lóðarmörkum, húsgerðum og skilmálum á einstökum lóðum.

                Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst sam­kvæmt 43. gr. skipu­lagslaga.

                • 8. Spóa­höfði 17, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201301426

                  Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar.

                  Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn frá bæj­ar­rit­ara um mál­ið.

                  • 9. Fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi lóð­ar við Desjarmýri201301425

                    Lagðar fram skýringarmyndir sem sýna mögulegt fyrirkomulag geymsluhúsnæðis, alls 130 eininga á lóðinni Desjarmýri 7, sbr. bókun nefndarinnar á 337. fundi.

                    Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að láta vinna til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við fram­lögð kynn­ing­ar­gögn.

                    • 10. Lóð til bráða­birgða fyr­ir skóla sunn­an Þrast­ar­höfða201304053

                      Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu sbr. 40. gr. skipulagslaga fyrir áformað deiliskipulag skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarlundar. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir vaxandi húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ og hvernig áætlað er að mæta þeirri þörf á næstu árum.

                      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir verk­efn­is­lýs­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna hana í sam­ræmi við 40. gr. skipu­lagslaga.

                      • 11. Völu­teig­ur 23, fyr­ir­spurn um leyfi fyr­ir fjar­skipta­m­astri201302070

                        Lagt fram bréf frá Hirti Líndal f.h. Nova dags. 20.3.2013, þar sem óskað er eftir því að veitt verði tímabundið leyfi til þess að hafa stagfestingu fyrir fjarskiptamastur utan lóðarmarka Völuteigs 23. Leyfið verði með því skilyrði að stagfestan skuli fjarlægð ef og þegar nauðsyn krefur, s.s. vegna stígagerðar um svæðið. Sjá einnig bókun á 337. fundi.

                        Frestað.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00