9. apríl 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 227201303025F
Fundargerð 227. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
1.1. Lundur 123710, umsókn um byggingarleyfi 201303091
Hafberg þórisson Lambhagavegi 23 113 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti og fyrirkomulagi bíslags við bílgeymslu / starfsmannaaðstöðu að Lundi samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
1.2. Miðdalsland 221372 umsókn um byggingarleyfi 201303100
G. Árni Sigurðsson Reykjabyggð 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sumarbústað og frístandandi geymslu úr timbri á lóð nr. 221372 í Miðdalslandi samkvæmt framlögðum gögnum.
Mannvirkin eru innan ramma gildandi deiliskipulags svæðisins.
Stærð: Sumarbústaður 110,0 m2, 371,3 m3,
geymsla 20,0 m2, 65,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
1.3. Minna - Mosfell, umsókn um byggingarleyfi 201303167
Valur Þorvaldsson Minna Mosfelli sækir um leyfi til að stækka úr timbri, kvist á suður hlið hússins að Minna Mosfelli samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 2,7 m2, 23,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
1.4. Reykjahvoll 41, umsókn um byggingarleyfi. 201211030
Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 41 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bílgeymslu 114,2 m2, 797,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
1.5. Þrastarhöfði 28 umsókn um byggingarleyfi 201303179
Karl Gunnlaugsson Þrastarhöfða 28 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi hússins nr. 28 við Þrastarhöfða samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 228201304003F
Fundargerð 228. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
2.1. Skólabraut 2-4, umsókn um byggingarleyfi 201303302
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja við íþróttamiðstöðina að Varmá að Skólabraut 2 - 4.
Byggt verður úr steinsteypu og forsteyptum einingum samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss: 1. hæð 1412,2 m2, 2. hæð 678,4 m2, 3. hæð 61,5 m2, samtals 14007,3 m3.
Norð vesturhluti byggingarinnar fer lítilsháttar út fyrir byggingarreit. Þar sem frávikið er óverulegt og skerðir í engu hagsmuni nágranna kallar það ekki á breytingu deiliskipulags með grenndarkynningu samanber gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
Almenn erindi
3. Málalisti skipulagsnefndar201303075
Lagt fram og kynnt yfirlit yfir skipulagsmál sem komið hafa til kasta nefndarinnar á undanförnum misserum og stöðu þeirra. Frestað á 338. fundi.
Málalisti skipulagsnefndar lagður fram til kynningar.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar lýsir yfir mikilli ánægju með þessi nýju vinnubrögð sem formaður nefndarinnar hefur innleitt og hvetur aðrar nefndir til að tileinka sér þessi vinnubrögð.
Aðrir nefndarmenn taka undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Lagður fram verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013, sem umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum og sendi skipulagsnefnd til kynningar.
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 lagður fram til kynningar.
5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Lögð fram skýrsla um Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012, þar sem könnuð var skoðun íbúa á þjónustu 16 stærstu sveitarfélaganna. Einnig lögð fram tillaga JS frá 599. fundi bæjarstjórnar.
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 lögð fram til kynningar.
Skipulagsnefnd fagnar niðurstöðu könnunar Capacent hvað varðar stöðu skipulagsmála í Mosfellsbæ. Tillaga bæjarfulltrúa Jónasar Sigurðssonar tekin til umræðu og verður hún tekin til frekari umræðu við næsta tækifæri.6. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Tillaga að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og tilheyrandi umhverfisskýrsla voru auglýstar skv. 31. gr. skipulagslaga og 7. gr laga um umhverfismat áætlana 15. febrúar 2013 með athugasemdafresti til 2. apríl 2013. Meðfylgjandi 34 athugasemdir við tillöguna bárust ásamt umsögnum Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um umhverfisskýrsluna.
Athugasemdir við auglýsta aðalskipulagstillögu lagðar fram en alls bárust 34 athugasemdir. Afgreiðslu frestað.
7. Leirvogstunga og Tunguvegur, breytingar á deiliskipulagi201304054
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Í tillögunni felst að lega Tunguvegar breytist lítillega og að reiðvegur færist vestur fyrir hann, auk ýmissa smærri breytinga á lóðarmörkum, húsgerðum og skilmálum á einstökum lóðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga.
8. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi201301426
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn frá bæjarritara um málið.
9. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðar við Desjarmýri201301425
Lagðar fram skýringarmyndir sem sýna mögulegt fyrirkomulag geymsluhúsnæðis, alls 130 eininga á lóðinni Desjarmýri 7, sbr. bókun nefndarinnar á 337. fundi.
Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við framlögð kynningargögn.
10. Lóð til bráðabirgða fyrir skóla sunnan Þrastarhöfða201304053
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu sbr. 40. gr. skipulagslaga fyrir áformað deiliskipulag skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarlundar. Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir vaxandi húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ og hvernig áætlað er að mæta þeirri þörf á næstu árum.
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
11. Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri201302070
Lagt fram bréf frá Hirti Líndal f.h. Nova dags. 20.3.2013, þar sem óskað er eftir því að veitt verði tímabundið leyfi til þess að hafa stagfestingu fyrir fjarskiptamastur utan lóðarmarka Völuteigs 23. Leyfið verði með því skilyrði að stagfestan skuli fjarlægð ef og þegar nauðsyn krefur, s.s. vegna stígagerðar um svæðið. Sjá einnig bókun á 337. fundi.
Frestað.