21. maí 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm vara áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir fræðslusvið
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) fræðslusvið
- Jóhanna S Hermannsdóttir fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarútgáfa aðalnámskrár grunnskóla - lok.201304419
Bréf ráðuneytis um heildarútgáfu aðalnámskrár grunnskóla.
Lagt fram.
2. Úthlutun leikskólarýma vor 2013201304322
Upplýsingar um úthlutun leikskólarýma 2013 lagðar fram, þegar úthlutun er að mestu um garð gengin.
Lagt fram.
3. Áætlanir um mat á skólastarfi leik- og grunnskóla201305127
Lagðar fram áætlanir leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar um mat á skólastarfi
Áætlanir leik- og grunnskóla um mat á skólastarfi yfirfarnar. Skólastjórar leik- og grunnskóla fóru yfir áætlanir um mat á skólastarfi og aðferðarfræði og gerð mats á viðhorfi starfsmanna, foreldra, leikskólabarna og grunnskólanemenda til hvers og eins skóla.
4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent tekin til umfjöllunar vegna tillögu um kannanir sem beinist að þjónustuþegum, sbr. 279. fundur fræðslunefndar.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að leita leiða til að afla samræmdra tölulegra upplýsinga til að leggja fram í fræðslunefnd, svo nefndin geti betur lagt mat á þá þjónustu sem veitt er á vegum sveitarfélagsins í leik- og grunnskólum.
5. Stefnumót við framtíð - Skólaþing201305149
Farið yfir áætlun um samráð vegna uppbyggingar skólamannvirkja og væntanlegt Skólaþing.
Stefnumót um framtíð í skólamálum í Mosfellsbæ var kynnt og verður haldið nk. laugardag.