18. apríl 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands varðandi ræktun lúpínu201212035
Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands varðandi ræktun skóga í lúpínubreiðum lögð fram til kynningar.
Ályktun Skógræktarfélags Íslands lögð fram til kynningar og tekin til umræðu.
2. Eyðing ágengra plöntutegunda201206227
Garðyrkjustjóri kynnir mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela umhverfissviði að vinna að kortlagningu á komandi sumri á útbreiðslu ágengra plöntutegunda í Mosfellsbæ. Ennfremur verði unnið að eyðingu ágengra tegunda á litlum afmörkuðum svæðum innan Mosfellsbæjar.
3. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2012201304239
Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um starfsemi félagsins í Mosfellsbæ árið 2012 lögð fram til kynningar
Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um starfsemi félagsins árið 2012 tekin til umræðu. Umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum frá félaginu um áætlanir ársins 2013 um útplöntun og skipulag skógræktarsvæða innan Mosfellsbæjar í samræmi við 3. gr. samstarfssamnings milli Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012. Málsmeðferðartillögu vegna tillögu Jónasar Sigurðssonar á 599. fundi bæjarstjórnar vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að taka til skoðunar tillögu Jónasar Sigurðssonar um þjónustukannanir sem samþykkt var á 599. fundi bæjarstjórnar.