Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. apríl 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Álykt­un að­al­fund­ar Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands varð­andi rækt­un lúpínu201212035

    Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands varðandi ræktun skóga í lúpínubreiðum lögð fram til kynningar.

    Álykt­un Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands lögð fram til kynn­ing­ar og tekin til um­ræðu.

    • 2. Eyð­ing ágengra plöntu­teg­unda201206227

      Garðyrkjustjóri kynnir mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í sveitarfélaginu.

      Sam­þykkt að fela um­hverf­is­sviði að vinna að kort­lagn­ingu á kom­andi sumri á út­breiðslu ágengra plöntu­teg­unda í Mos­fells­bæ. Enn­frem­ur verði unn­ið að eyð­ingu ágengra teg­unda á litl­um af­mörk­uð­um svæð­um inn­an Mos­fells­bæj­ar.

      • 3. Skýrsla Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012201304239

        Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um starfsemi félagsins í Mosfellsbæ árið 2012 lögð fram til kynningar

        Skýrsla Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar um starf­semi fé­lags­ins árið 2012 tekin til um­ræðu. Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um frá fé­lag­inu um áætlan­ir árs­ins 2013 um út­plönt­un og skipu­lag skóg­rækt­ar­svæða inn­an Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við 3. gr. sam­starfs­samn­ings milli Mos­fells­bæj­ar og Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar.

        Almenn erindi - umsagnir og vísanir

        • 4. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012201302068

          Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012. Málsmeðferðartillögu vegna tillögu Jónasar Sigurðssonar á 599. fundi bæjarstjórnar vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.

          Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að taka til skoð­un­ar til­lögu Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar um þjón­ustukann­an­ir sem sam­þykkt var á 599. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00