3. apríl 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1114201303022F
Fundargerð 1114. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 602. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu 200612242
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka.
Bæjarstjórnar vísaði erindinu aftur til umræðu í bæjarráði.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin telur áætlun um að kostnaður við að klára götur, veitur og göngustíga í Leirvogstungu upp á 192 millj. Ótrúverðuga.$line$$line$Samkvæmt samningi 2006 átti Tunguvegur að kosta 230 milljónir. $line$Uppreiknað samkvæmt byggingarvísitölu gerir það 385 milljónir 2012.$line$Sé miðað við áætlun Mosfellsbæjar 2012 kosta 1200 lm 245 milljónir en þar er aðeins reiknað með um 60% af veginum samkvæmt samningi. $line$Miðað við það kostar allur vegurinn 408 milljónir, en ekki 230 eins og fram kemur í skýrslunni. $line$$line$Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um að hætt við byggingu grunnskóla í Leirvogstungu, þrátt fyrir þetta hefur bæjarstjóri samið við Íslandsbanka án þess að gert sé ráð fyrir grunnsóla í hverfinu. Skólabyggingar eru ekki eitthvað sem bæjarstjóri semur um við Íslandsbanka. Okkar mat er að í samanburðinn vanti kostnað Mosfellsbæjar upp á einn milljarð króna vegna þessa.$line$$line$30 viðbótarlóðir í hverfinu var mótmælt af íbúum og þá fallið frá hugmyndinni og því vart hægt að gera áætlanir um sölu þeirra. $line$Okkar mat er að bæjarstjóri vanáætli kostnað við yfirtöku á Leirvogstungu um a.m.k. einn milljarð króna.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa V- og D lista.$line$Hluti af minnisblaði bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs er kostnaðarmat vegna frágangs í Leirvogstunguhverfi unnið af sérfræðingum umhverfisviðs sem hafa ára langa reynslu við slíka vinnu. Bæjarfulltrúar V og D-lista telja af og frá að draga trúverðugleika útreikninganna í efa.$line$$line$Hvað varðar samning Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna uppbyggingar í Leirvogstungu var sá samningur afgreiddur og samþykktur í bæjarstjórn en ekki af bæjarstjóra einum.$line$$line$Hvað varðar viðbótarlóðir í hverfinu er það rangt að fallið hafi verið frá hugmyndinni.$line$Bæjarfulltrúar V og D lista vísa því alfarið á bug að kostnaður vegna samnings Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna Leirvogstungu hafi verið vanáætlaður.$line$$line$$line$Íbúahreyfingin vekur athygli á að umræddur bæjarstjórnarfundur var boðaður í sumarfríi bæjarstjórnar og haldinn kl. 7:30 á fimmtudagsmorgni.$line$$line$Eins og bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar ætti að vera kunnugt um eru fundir bæjarráðs haldnir á hverjum fimmtudagsmorgni kl 7:30, í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með fullnaðarafgreiðluheimild bæjarstjórnar samkvæmt sveitarstjórnarlögum 138/2011. En þar sem efasemdir komu fram frá fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um lfullnaðarafgreiðluheimild bæjarráðs í þessu tiltekna máli var boðað sérstaklega til bæjarstjórnarfundar. Það vekur því undrun að bæjarfulltrúinn skuli nú gera athugsemd við bæjarstjórnarfund sem haldinn var sérstaklega vegna athugasemda hans.
1.2. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi viðhald á keppnisvöllum félagsins 201211128
Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla. Frestað á 1112. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin er andvíg því að styrkja Hestamannafélagið Hörð fyrr en full ljóst er að styrkir bæjarfélagsins séu ekki notaðir til þess að niðurgreiða starfsemi annarra rekstaraðila sem nýta aðstöðu félagsins.
1.3. Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar o.fl. 201303128
Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl. 201303171
Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Erindi Berglindar Björgúlfsdóttur varðandi styrkbeiðni 201303215
Erindi Berglindar Björgúlfsdóttur varðandi styrkbeiðni til Ljósakórsins vegna fyrirhugaðar kórferðar til Færeyja í aprílmánuði nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum o.fl. 201303227
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum og lögum um nýtingu á auðlindum í jörðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga 201303229
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning 201303230
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.9. Erindi Golfklúbbsins Bakkakots vegna styrkbeiðni 201303252
Erindi Golfklúbbsins Bakkakots vegna styrkbeiðni til niðurrifs á eldri golfskálahúsi, fegrunar á núverandi golfskála og svæðinu þar í kring.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 169201303023F
Fundargerð 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 602. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Umsókn um styrk 201302171
Umsókn um styrk vegna keppnisferðar frá Mörtu Carrasco.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Umsókn um styrk 201302167
Umsókn um styrk vegna keppnisferða Kristjáns Carrasco á ma. Norðurlandameistaramót, Heimsmeistaramót og Evrópumót í karate.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Tómstundasmábýli fyrir börn 201303251
Hugmynd um tómstundasmábýli í þéttbýli fyrir börn kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
2.4. Ósk Hvíta riddarans um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301125
Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk. Íþrótta- og tómstundanefnd fól íþróttafulltrúa að afla hjá félaginu Hvíta Riddaranum frekari upplýsingar um rekstur og stefnu félagsins. Þau gögn eru lögð fram og íþróttafulltrúi kynnir þau frekar á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin telur að takmarkað fé bæjarfélagsins til styrktar Íþrótta- og tómstundastarfa eigi að renna til barna- og unglingastarfs.
2.5. Samstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ 201201487
Umfjöllun um reglur fyrir afreksfólk úr Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Samstarfssamningar íþrótta- og tómstundafélaga við Mosfellsbæ - 2013 201303031
Samningar við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ árið 2013. Staða samninga við íþrótta og tómstundafélög rædd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
2.7. Styrkir til efnilegara ungmenna 2013 201302210
íþrótta- og tómstundanefnd hafa borist 24 umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna vegna úthlutunar styrkja fyrir sumarið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 169. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 174201303026F
Fundargerð 174. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 602. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 174. fundar menningarmálanefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Umsóknir - fjárveiting til lista og menningarmála 2013 201302174
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin telur rétt að umsóknir um styrki úr Lista- og menningarsjóði sé vísað frá ef tilskilin gögn vantar svo sem starfsáætlun og rekstaryfirlit og leggur til að nefndin endurskoði úthlutunina með tilliti til þess.$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkir á 602. fundi sínum með sex atkvæðum, tillögu menningarmálanefndar frá 174. fundi nefndarinnar varðandi, úthlutun úr Lista- og menningarsjóði árið 2013 samtals að upphæð 2 milljónir króna.$line$$line$Vegna framkominna athugasemda bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar beinir bæjastjórn því til menningarmálanefndar að hún kanni verklag vegna úthutunar úr Lista- og menningarsjóði.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 139201303020F
Fundargerð 139. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 602. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301560
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.2. Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á útlínum verndarlands við Varmárósa 201303173
Lagt fram erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.3. Frumvörp til laga um velferð dýra, búfjárhald og refaveiðar 201303169
Umsagnir umhverfissviðs við frumvörp til laga um dýravelferð, búfjárhald og refaveiðar sendar til umhverfisnefndar til kynningar að ósk bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
4.4. Útboð á sorphirðu 2013 201301469
Kynning á útboðsgögnum varðandi sorphirðu í Mosfellsbæ. Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Friðlýsingar fossa í Mosfellsbæ 201208014
Lögð fram lokadrög friðlýsingaskilmála, umsjónarsamnings og hnitasetts korts vegna friðlýsinga Álafoss og Tungufoss, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar að vinna við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$Bæjarstjórn samþykkir á 602. fundi sínum með sjö atkvæðum, að tillögu umhverfisnefndar, friðlýsingu Álafoss í Varmá og Tungufoss í Köldukvísl ásamt nærumhverfi sínu í samræmi við þá friðlýsingarskilmála sem gerðir hafa verið.
4.6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 201302068
Lögð fram til kynningar niðurstaða þjónustukönnunar Capacent fyrir árið 2012 þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
4.7. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu í beitarhólfi á Mosfellsheiði 201211042
Bæjarráð vísar erindi Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði, til umhverfisnefndar til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
5. Fundargerð 120. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201303231
.
Fundargerð 120. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. mars 2013 lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 2. fundar Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis201303345
.
Fundargerð 2. fundar Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis frá 25. mars 2013 lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 316. fundar Sorpu bs.201303344
.
Fundargerð 316. fundar Sorpu bs. frá 25. mars 2013 lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
8. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi201301426
Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu aftur til skipulagsnefndar til frekari skoðunar.