25. mars 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnun kynnt.
2. Umsóknir - fjárveiting til lista og menningarmála 2013201302174
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2013.
Alls bárust 20 umsóknir.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthlutun úr Lista- og menningarsjóði árið 2013 verði samtals 2 milljónir. Það verði gert með eftirfarandi hætti:
Kvennakórinn Stöllurnar, Ljósakórinn, Álafosskórinn, Reykjalundarkórinn, Mosfellskórinn, Kammerkór Mosfellsbæjar, Kvennakórinn Heklurnar og Kirkjukór Lágafellssóknar hljóti starfstyrk að upphæð 70.000, Einar Aron Fjalarsson 100.000 vegna töfrasýningar, Sigrún Harðardóttir og Halldór Sveinsson 200.000 til tónleikahalds, Sigfús Tryggvi Blumenstein 300.000 til skráningar á Stríðsminjasafni, Ari Trausti Guðmundsson 370.000 til heimasíðugerðar um Guðmund frá Miðdal, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 210.000 vegna tónleikaferðar til Danmerkur og Brúarsmiðjan ehf.260.000 til kortlagningar og merkingar gönguleiða.