9. apríl 2013 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Elín Gunnarsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
4. Trúnaðarmálafundur - 767201303019F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar
5. Trúnaðarmálafundur - 768201303024F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.
6. Trúnaðarmálafundur - 769201303028F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.
7. Trúnaðarmálafundur - 770201304005F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerðin er staðfest eins og einstök mál bera með sér.
8. Trúnaðarmálafundur - 771201304006F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.
Almenn erindi
9. Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013201301222
Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013, tillaga um breytingu á umfjöllun um málaflokka.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu um breytingu á umfjöllun málaflokka í samræmi við tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
10. Félag aldraðra í Mosfellsbæ, ósk um samning við Mosfellsbæ.201302008
Samstarfssamningur Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni.
Fjölskyldunefnd leggur til að gengið verði til samninga við FaMos í samræmi við framlögð drög að samningi.
15. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Niðurstöður þjónustukönnunar Capacent lagðar fram til kynningar.
Að mati meirihluta fjölskyldunefndar er ánægjulegt hvað Mosfellsbær raðast hátt í könnuninni borið saman við önnur sveitarfélög sem könnunin tekur til.
Mosfellsbær tók eins og önnur sveitarfélög í landinu við félagsþjónustu ríkisins við fatlað fólk í byrjun árs 2011. Þó að margt hafi áunnist frá þeim tíma eru einnig fjölmörg verkefni framundan. Sem dæmi um það má nefna verkefni sem eru á framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fram til ársins 2014, svo sem bætt aðgengi upplýsinga um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðu sveitarfélagsins, endurskipulagning ferðaþjónustu með það að markmiði að þjónustan verði betur löguð að þörfum notenda og skipun notendaráðs í málaflokknum. Þá hefur í ár verið ráðinn ráðgjafaþroskaþjálfi í hlutastarf á fjölskyldusvið með það að markmiði að bæta þjónustu við fatlað fólk.
Fjölskyldunefnd telur ástæðu til þess að kanna viðhorf þeirra fötluðu einstaklinga sem njóta þjónustunnar og er framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs falið að útfæra verkefnið nánar.
16. Heimilisofbeldi, framlenging á verkefni201303094
Beiðni Barnaverndarstofu um framlengingu umboðs barnaverndarnefndar vegna framlengingu tilraunaverkefnsis vegna heimilisofbeldis til 1. júní 2013.
Fjölskyldunefnd samþykkir framlengingu umboðs stafsmanns verkefnsins.
17. Ný reglugerð um framlög vegna þjónustu við fatlað fólk201207037
Úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna NPA árið 2012.
Lagt fram.
18. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til fjölskyldunefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.
Lagt fram. Fjölskyldunefnd leggur til að nefndin fái kynningu á stöðu framkvæmda verkefnanna.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnalög201302027
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál.
Lagt fram.
12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning201303230
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál.
Lagt fram.
13. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga201303229
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál.
Lagt fram.
14. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um útlendinga201303030
Alþingi óskar umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga
Lagt fram.