14. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjun lóðarleigusamninga201107175
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga, í eldri hverfum bæjarins, sem eru að renna út. Síðast á dagskrá 1105. fundar bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum framlögð drög að nýju formi lóðarleigusamninga fyrir íbúðarhúsnæði með þeirri breytingu sem rædd var á fundinum varðandi 10. grein og jafnframt samþykkt heimild til þess fyrir byggingarfulltrúa að endurnýja útrunna samninga á grundvelli nýja formsins.
2. Beiðni um aðstöðu án endurgjalds vegna alþjóðlegs blakmóts Blakdeildar Aftureldingar201212158
Beiðni frá aðalstjórn UMFA um styrk til að halda alþjóðlegt blakmót.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
3. Útboð á tímagjaldi í iðngreinum201212024
Um er að ræða útboð á tímavinnu verktaka í minní háttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum á vegum Eignasjóðs Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út tímavinnu verktaka í minniháttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. varðandi Seljadalsnámu201301625
Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
5. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur201302014
Umsókn frá minningarsjóði Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur um mótframlag Mosfellsbæjar við styrkúthlutanir sjóðsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrk til minningarsjóðs Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústu Jónsdóttur að upphæð kr. 433.859 vegna áranna 2011 og 2012 og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll201302035
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál
Erindið lagt fram.
7. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent 2012 er könnun á vegum fyrirtækisins þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna. Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála fylgir könnuninni úr hlaði.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Aldís fóru yfir þjónustukönnunina og útskýrði helstu atriði hennar. Könnunin lögð fram og jafnframt verði könnunin kynnt í öllum nefndum bæjarins.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um refaveiðar201302088
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og jafnframt kynni framkvæmdastjórinn umsögn sína fyrir umhverfisnefnd.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um búfjárhald201302089
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og jafnframt kynni framkvæmdastjórinn umsögn sína fyrir umhverfisnefnd.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra201302090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og jafnframt kynni framkvæmdastjórinn umsögn sína fyrir umhverfisnefnd.
11. Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi201302093
Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi vegna veitingasölunnar Holunar á Hlíðarvelli.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
12. Erindi Fræðslu og forvarna varðandi styrkbeiðni201302094
Erindi Fræðslu og forvarna varðandi 300 þúsund króna styrkbeiðni vegna endurútgáfu ritsins Fíkniefni og forvarnir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.