Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­nýj­un lóð­ar­leigu­samn­inga201107175

    Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga, í eldri hverfum bæjarins, sem eru að renna út. Síðast á dagskrá 1105. fundar bæjarráðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um fram­lögð drög að nýju formi lóð­ar­leigu­samn­inga fyr­ir íbúð­ar­hús­næði með þeirri breyt­ingu sem rædd var á fund­in­um varð­andi 10. grein og jafn­framt sam­þykkt heim­ild til þess fyr­ir bygg­ing­ar­full­trúa að end­ur­nýja út­runna samn­inga á grund­velli nýja forms­ins.

    • 2. Beiðni um að­stöðu án end­ur­gjalds vegna al­þjóð­legs blak­móts Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar201212158

      Beiðni frá aðalstjórn UMFA um styrk til að halda alþjóðlegt blakmót.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

      • 3. Út­boð á tíma­gjaldi í iðn­grein­um201212024

        Um er að ræða útboð á tímavinnu verktaka í minní háttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum á vegum Eignasjóðs Mosfellsbæjar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út tíma­vinnu verktaka í minni­hátt­ar og til­fallandi við­halds­verk­efn­um í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

        • 4. Er­indi Mal­bik­un­ar­stöðv­ar­inn­ar Höfða hf. varð­andi Selja­dals­námu201301625

          Malbikunarstöðin Höfði hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um framlengingu á samningi frá 1985 um nýtingu efnis úr Seljadalsnámu.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

          • 5. Minn­ing­ar­sjóð­ur Guð­finnu Júlí­us­dótt­ur og Ág­ústínu Jóns­dótt­ur201302014

            Umsókn frá minningarsjóði Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur um mótframlag Mosfellsbæjar við styrkúthlutanir sjóðsins.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrk til minn­ing­ar­sjóðs Guð­finnu Júlí­us­dótt­ur og Ág­ústu Jóns­dótt­ur að upp­hæð kr. 433.859 vegna ár­anna 2011 og 2012 og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um milli­landa­flug um Horna­fjarð­ar­flug­völl201302035

              Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál

              Er­ind­ið lagt fram.

              • 7. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012201302068

                Þjónustukönnun Capacent 2012 er könnun á vegum fyrirtækisins þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna. Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála fylgir könnuninni úr hlaði.

                Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Aldís Stef­áns­dótt­ir (ASt) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála.

                Aldís fóru yfir þjón­ustu­könn­un­ina og út­skýrði helstu at­riði henn­ar. Könn­un­in lögð fram og jafn­framt verði könn­un­in kynnt í öll­um nefnd­um bæj­ar­ins.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um refa­veið­ar201302088

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og jafn­framt kynni fram­kvæmda­stjór­inn um­sögn sína fyr­ir um­hverf­is­nefnd.

                  • 9. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um búfjár­hald201302089

                    Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og jafn­framt kynni fram­kvæmda­stjór­inn um­sögn sína fyr­ir um­hverf­is­nefnd.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um vel­ferð dýra201302090

                      Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og jafn­framt kynni fram­kvæmda­stjór­inn um­sögn sína fyr­ir um­hverf­is­nefnd.

                      • 11. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sögn um rekstr­ar­leyfi201302093

                        Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi vegna veitingasölunnar Holunar á Hlíðarvelli.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu rekstr­ar­leyf­is hvað varð­ar opn­un­ar­tíma eða önn­ur at­riði eins og þau eru til­greind í fyr­ir­liggj­andi um­sókn, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                        • 12. Er­indi Fræðslu og for­varna varð­andi styrk­beiðni201302094

                          Erindi Fræðslu og forvarna varðandi 300 þúsund króna styrkbeiðni vegna endurútgáfu ritsins Fíkniefni og forvarnir.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30