Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. mars 2013 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301560

    Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013

    Drög að verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir árið 2013 lögð fram en þau eru unn­in í sam­ráði við fram­kvæmda­stjóra sviða bæj­ar­ins.
    Til­laga um að taka breyt­inga­til­lög­ur full­trúa S-lista til um­ræðu felld með 4 at­kvæð­um.
    Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 sam­þykkt­ur með 4 at­kvæð­um

    Bók­un full­trúa M- og S-lista:
    Full­trú­ar M og S-lista harma að full­trú­ar D- og V-lista skuli hafna breyt­ing­ar­til­lög­um við "Verk­efna­lista Stað­ar­dagskrá 21" fyr­ir árið 2013. Til­lög­ur að breyt­ing­um eru sett­ar fram í því skyni að betr­um­bæta verk­efna­list­ann.
    Ástæð­an fyr­ir breyt­ing­un­um er sú að list­inn end­ur­spegl­ar ekki þau verk­efni sem ver­ið er að vinna að sveit­ar­fé­lag­inu og því óheppi­legt að leggja hann fram til sam­þykkt­ar.

    Bók­un full­trúa V- og D-lista:
    Full­trú­ar V- og D-lista benda á að frest­ur nefnd­ar­manna til að leggja fram breyt­inga­ti­lög­ur við verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 rann út þann 1. mars síð­ast­lið­inn eins og sam­þykkt var á síð­asta nefnd­ar­fundi. Eng­ar til­lög­ur bár­ust fyr­ir þann tíma og ekki ósk­ir um fram­leng­ingu frests­ins.

    • 2. Er­indi beit­ar­nefnd­ar Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar um breyt­ingu á út­lín­um vernd­ar­lands við Varmárósa201303173

      Lagt fram erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.

      Er­indi beit­ar­nefnd­ar Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar um breyt­ingu á af­mörk­un friðlands við Varmárósa lagt fram.
      Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir að kanna vett­vang við Leiru­vogi í sam­ráði við full­trúa beit­ar­nefnd­ar Harð­ar, jafn­framt verði leitað eft­ir um­sögn full­trúa Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar um mál­ið.

      • 3. Frum­vörp til laga um vel­ferð dýra, búfjár­hald og refa­veið­ar201303169

        Umsagnir umhverfissviðs við frumvörp til laga um dýravelferð, búfjárhald og refaveiðar sendar til umhverfisnefndar til kynningar að ósk bæjarráðs.

        Um­sagn­ir um­hverf­is­sviðs um frum­vörp til laga um vel­ferð dýra, búfjár­hald og refa­veið­ar lagð­ar fram til kynn­ing­ar að ósk bæj­ar­ráðs.
        Um­hverf­is­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við um­sagn­ir um­hverf­is­sviðs um um­rædd þing­frum­vörp.

        • 4. Út­boð á sorp­hirðu 2013201301469

          Kynning á útboðsgögnum varðandi sorphirðu í Mosfellsbæ. Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.

          Út­boðs­gögn vegna sorp­hirðu í Mos­fells­bæ lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 5. Frið­lýs­ing­ar fossa í Mos­fells­bæ201208014

            Lögð fram lokadrög friðlýsingaskilmála, umsjónarsamnings og hnitasetts korts vegna friðlýsinga Álafoss og Tungufoss, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar að vinna við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar.

            Loka­drög frið­lýs­inga­skil­mála, um­sjón­ar­samn­inga og hnita­settra korta vegna frið­lýs­inga Ála­foss og Tungu­foss lögð fram.
            Gögn­in hafa ver­ið til skoð­un­ar hjá Um­hverf­is­stofn­un og Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu og eru send til um­hverf­is­nefnd­ar til sam­þykkt­ar.
            Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir sam­hljóða að taka út ákvæði um notk­un skot­vopna.
            Breyt­inga­til­laga full­trúa S-lista felld með 3 at­kvæð­um.
            Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að að Ála­foss í Varmá og Tungu­foss í Köldu­kvísl verði frið­lýst­ir ásamt nærum­hverfi sínu í sam­ræmi við þá frið­lýs­ing­ar skil­mála sem gerð­ir hafa ver­ið.

            Full­trú­ar S- og M-lista bóka breyt­inga­til­lögu sína sem er svohljóð­andi:
            Varmá er á nátt­úru­m­inja­skrá frá upp­tök­um til ósa þar sem hún er ein af varma­ám lands­ins en vegna nýt­ing­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur hef­ur vatn­ið kóln­að. Áin og foss­inn tengjast ríku­lega at­vinnu- og íþrótta­sögu Mos­fells­bæj­ar.

            • 6. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012201302068

              Lögð fram til kynningar niðurstaða þjónustukönnunar Capacent fyrir árið 2012 þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna.

              Nið­ur­stöð­ur þjón­ustu­könn­un­ar Capacent hjá 16 sveit­ar­fé­lög­um á Ís­landi lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

              Almenn erindi - umsagnir og vísanir

              • 7. Er­indi Land­græðslu rík­is­ins varð­andi upp­græðslu í beit­ar­hólfi á Mos­fells­heiði201211042

                Bæjarráð vísar erindi Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði, til umhverfisnefndar til umsagnar.

                Er­indi Land­græðslu rík­is­ins um styrk vegna upp­græðslu­verk­efn­is á Mos­fells­heiði við Lykla­fell, sem bæj­ar­ráð ósk­ar um­sagn­ar um, lagt fram.
                Um­hverf­is­nefnd er hlynnt styrk­umsókn frá Land­græðslu rík­is­ins um upp­græðslu á Mos­fells­heiði.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00