21. mars 2013 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013
Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 lögð fram en þau eru unnin í samráði við framkvæmdastjóra sviða bæjarins.
Tillaga um að taka breytingatillögur fulltrúa S-lista til umræðu felld með 4 atkvæðum.
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 samþykktur með 4 atkvæðumBókun fulltrúa M- og S-lista:
Fulltrúar M og S-lista harma að fulltrúar D- og V-lista skuli hafna breytingartillögum við "Verkefnalista Staðardagskrá 21" fyrir árið 2013. Tillögur að breytingum eru settar fram í því skyni að betrumbæta verkefnalistann.
Ástæðan fyrir breytingunum er sú að listinn endurspeglar ekki þau verkefni sem verið er að vinna að sveitarfélaginu og því óheppilegt að leggja hann fram til samþykktar.Bókun fulltrúa V- og D-lista:
Fulltrúar V- og D-lista benda á að frestur nefndarmanna til að leggja fram breytingatilögur við verkefnalista Staðardagskrár 21 rann út þann 1. mars síðastliðinn eins og samþykkt var á síðasta nefndarfundi. Engar tillögur bárust fyrir þann tíma og ekki óskir um framlengingu frestsins.2. Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á útlínum verndarlands við Varmárósa201303173
Lagt fram erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa lagt fram.
Umhverfisnefnd samþykkir að kanna vettvang við Leiruvogi í samráði við fulltrúa beitarnefndar Harðar, jafnframt verði leitað eftir umsögn fulltrúa Náttúrufræðistofnunar um málið.3. Frumvörp til laga um velferð dýra, búfjárhald og refaveiðar201303169
Umsagnir umhverfissviðs við frumvörp til laga um dýravelferð, búfjárhald og refaveiðar sendar til umhverfisnefndar til kynningar að ósk bæjarráðs.
Umsagnir umhverfissviðs um frumvörp til laga um velferð dýra, búfjárhald og refaveiðar lagðar fram til kynningar að ósk bæjarráðs.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsagnir umhverfissviðs um umrædd þingfrumvörp.4. Útboð á sorphirðu 2013201301469
Kynning á útboðsgögnum varðandi sorphirðu í Mosfellsbæ. Um er að ræða útboð 2013, en útboðið er sameiginlegt með Garðabæ og auglýsa þarf útboðið á EES-svæðinu.
Útboðsgögn vegna sorphirðu í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
5. Friðlýsingar fossa í Mosfellsbæ201208014
Lögð fram lokadrög friðlýsingaskilmála, umsjónarsamnings og hnitasetts korts vegna friðlýsinga Álafoss og Tungufoss, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar að vinna við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar.
Lokadrög friðlýsingaskilmála, umsjónarsamninga og hnitasettra korta vegna friðlýsinga Álafoss og Tungufoss lögð fram.
Gögnin hafa verið til skoðunar hjá Umhverfisstofnun og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og eru send til umhverfisnefndar til samþykktar.
Umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að taka út ákvæði um notkun skotvopna.
Breytingatillaga fulltrúa S-lista felld með 3 atkvæðum.
Umhverfisnefnd leggur til að að Álafoss í Varmá og Tungufoss í Köldukvísl verði friðlýstir ásamt nærumhverfi sínu í samræmi við þá friðlýsingar skilmála sem gerðir hafa verið.Fulltrúar S- og M-lista bóka breytingatillögu sína sem er svohljóðandi:
Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa þar sem hún er ein af varmaám landsins en vegna nýtingar Orkuveitu Reykjavíkur hefur vatnið kólnað. Áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar.6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Lögð fram til kynningar niðurstaða þjónustukönnunar Capacent fyrir árið 2012 þar sem könnuð er og borin saman þjónustu sextán stærstu sveitarfélaganna.
Niðurstöður þjónustukönnunar Capacent hjá 16 sveitarfélögum á Íslandi lagðar fram til kynningar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu í beitarhólfi á Mosfellsheiði201211042
Bæjarráð vísar erindi Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði, til umhverfisnefndar til umsagnar.
Erindi Landgræðslu ríkisins um styrk vegna uppgræðsluverkefnis á Mosfellsheiði við Lyklafell, sem bæjarráð óskar umsagnar um, lagt fram.
Umhverfisnefnd er hlynnt styrkumsókn frá Landgræðslu ríkisins um uppgræðslu á Mosfellsheiði.