11. apríl 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Richard Már Jónsson aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til efnilegara ungmenna 2013201302210
Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfellsbæ sem hljóta styrk til að stunda íþrótta sína, tómstund eða listir sumarið 2013.
Á fundinn mættu styrkþegar og gestir þeirra.
2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.
Lagt fram.
3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnunin lögð fram.
Valdimar Leó Friðriksson óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:
Í þjónustukönnuninni kemur fram að frá árinu 2009 er aukin óánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Mosfellsbæ. Það er í samræmi við könnun íþróttahreyfingarinnar (Rannsókn og greining 2012) þar sem fram kemur að íþróttaiðkendur í 8. - 10. bekk grunnskólanna í Mosfellsbæ eru einna óánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunnar.
Upp var lesin tillaga Jónasar Sigurðssonar frá 1109. fundi bæjarráðs. Nefndin tekur undir tillögu Jónasar enda er hún í samræmi við nýsamþykkta stefnu Mosfellsbæjar um íþrótta- og tómstundamál.
4. Samstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ201201487
Umfjöllun um reglur fyrir afreksfólk úr Mosfellsbæ.
Reglur um samstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ lagðar fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.