Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. apríl 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Högni Snær Hauksson varaformaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Richard Már Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Styrk­ir til efni­leg­ara ung­menna 2013201302210

    Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfellsbæ sem hljóta styrk til að stunda íþrótta sína, tómstund eða listir sumarið 2013.

    Á fund­inn mættu styrk­þeg­ar og gest­ir þeirra.

    • 2. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301560

      Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.

      Lagt fram.

      • 3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012201302068

        Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.

        Þjón­ustu­könn­un­in lögð fram.

        Valdi­mar Leó Frið­riks­son ósk­aði eft­ir að leggja fram eft­ir­far­andi bók­un:

        Í þjón­ustu­könn­un­inni kem­ur fram að frá ár­inu 2009 er aukin óánægja með að­stöðu til íþrótta­ið­kunn­ar í Mos­fells­bæ. Það er í sam­ræmi við könn­un íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar (Rann­sókn og grein­ing 2012) þar sem fram kem­ur að íþrótta­ið­k­end­ur í 8. - 10. bekk grunn­skól­anna í Mos­fells­bæ eru einna óánægð­ast­ir með að­stöðu til íþrótta­ið­kunn­ar.

        Upp var les­in til­laga Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar frá 1109. fundi bæj­ar­ráðs. Nefnd­in tek­ur und­ir til­lögu Jóna­s­ar enda er hún í sam­ræmi við ný­sam­þykkta stefnu Mos­fells­bæj­ar um íþrótta- og tóm­stunda­mál.

        • 4. Sam­st­arf við ÍSÍ um af­reks­fólk úr Mos­fells­bæ201201487

          Umfjöllun um reglur fyrir afreksfólk úr Mosfellsbæ.

          Regl­ur um sam­st­arf við ÍSÍ um af­reks­fólk úr Mos­fells­bæ lagð­ar fram.

          Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að regl­urn­ar verði sam­þykkt­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00