Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. júní 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Minn­is­blað bæj­ar­rit­ara varð­andi út­hlut­un lóða í Krika­hverfi200510131

    Minnisblað bæjarritara varðandi úthlutun lóða í Krikahverfi þar sem lögð er til breyting á úthlutunarskilmálum vegna tveggja lóða.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að breyta út­hlut­un­ar­skil­mál­um lóða í Krika­hverfi í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs.

    • 2. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar varð­andi áskor­un til bæja­ráðs um að send­ur verði full­trúi Mos­fells­bæj­ar á öll nauð­ung­ar­upp­boð í bæj­ar­fé­lag­inu201304271

      Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar. Fyrirspurn til Sýslumannsins í Reykjavík og svar hans er hjálagt.

      Svar­bréf Sýslu­manns­ins í Reykja­vík lagt fram. Jafn­framt verði Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu sent svar­bréf­ið og þar vakin at­hygli ráðu­neyt­is­ins á því að um­beðn­ar upp­lýs­ing­ar væru ekki til­tæk­ar.

      • 3. Er­indi Ástu Haf­berg f.h. Öldu fé­lags um sjálf­bærni og lýð­ræði201305261

        Erindi Ástu Hafberg f.h. Öldu félags um sjálfbærni og lýðræði þar sem óskað er liðsinnis vegna húsnæðis fyrir grasrótar- og félagasamtök.

        Er­ind­ið kynnt og lagt fram.

        • 4. Þriggja mán­aða upp­gjör skíða­svæð­anna201305258

          Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins kynnir þriggja mánaða uppgjör skíðasvæðanna.

          Upp­gjör­ið lagt fram.

          • 5. Tungu­veg­ur201212187

            Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmd Tunguvegar.

            Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að und­ir­búa og bjóða út fram­kvæmd Tungu­veg­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30