6. júní 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Minnisblað bæjarritara varðandi úthlutun lóða í Krikahverfi200510131
Minnisblað bæjarritara varðandi úthlutun lóða í Krikahverfi þar sem lögð er til breyting á úthlutunarskilmálum vegna tveggja lóða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta úthlutunarskilmálum lóða í Krikahverfi í samræmi við framlagt minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
2. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi áskorun til bæjaráðs um að sendur verði fulltrúi Mosfellsbæjar á öll nauðungaruppboð í bæjarfélaginu201304271
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar. Fyrirspurn til Sýslumannsins í Reykjavík og svar hans er hjálagt.
Svarbréf Sýslumannsins í Reykjavík lagt fram. Jafnframt verði Innanríkisráðuneytinu sent svarbréfið og þar vakin athygli ráðuneytisins á því að umbeðnar upplýsingar væru ekki tiltækar.
3. Erindi Ástu Hafberg f.h. Öldu félags um sjálfbærni og lýðræði201305261
Erindi Ástu Hafberg f.h. Öldu félags um sjálfbærni og lýðræði þar sem óskað er liðsinnis vegna húsnæðis fyrir grasrótar- og félagasamtök.
Erindið kynnt og lagt fram.
4. Þriggja mánaða uppgjör skíðasvæðanna201305258
Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins kynnir þriggja mánaða uppgjör skíðasvæðanna.
Uppgjörið lagt fram.
5. Tunguvegur201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmd Tunguvegar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa og bjóða út framkvæmd Tunguvegar.