27. júní 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Minnisblað frá LEX vegna tryggingarmála.
Bæjarráð felur LEX að halda málinu áfram fyrir hönd Mosfellsbæjar.
2. Trúnaðarmál201306078
Starfsmannamál Gögn send til bæjarráðsmanna.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri.
Bæjarstjóra heimilað að ganga frá samkomulagi til þess að ljúka málinu í samræmi við tillögu framkvæmdastjóra fræðslusviðs og mannauðsstjóra.Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
3. Tunguvegur201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda ÍSTAK hf.
Jón Jósef Bjarnason lagði fram tillögu um að málinu verði frestað fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu.Bæjarráð heimilar umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda ÍSTAK hf.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
4. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, samningur um rekstur við Eir hjúkrunarheimili201301578
Um er að ræða samstarfssamning við ríkið um rekstur Hjúkrunarheimilisins Hamra.
Jón Jósef Bjarnason lagði fram tillögu um að málinu verði frestað.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu.Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá fyrirliggjandi samkomulagi við ríkið um rekstur Hjúkrunarheimilisins Hamra.
Samþykkt með tveimur atkvæðum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum201306070
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum þar sem óskað er styrks til kaupa á búnaðinum. 1125. fundur bæjarráðs vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.6. Leikskóli sunnan Þrastarhöfða201304386
Óskað er heimildar bæjaráðs til útboðs/verðkönnunar vegna lóðar í kringum leikskóla sunnan Þrastarhöfða.
Bæjarráð heimilar umhverfissviði að fara í verðkannanir vegna lóðar í kringum nýjan leikskóla sunnan Þrastarhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum.7. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017201305165
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá samningi við Aftureldingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum.