6. mars 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1110201302015F
Fundargerð 1110. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 600. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Skipulagsnefnd samþykkti umsögnina á 336. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu 200612242
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Hjálögð er greinargerðin.
Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu aftur til umræðu í bæjarráði.
1.3. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi 201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska eftir búsetuleyfi vegna fasteignarinnar og þar með lögheimilisskráningu. Fyrir liggja umsagnir skipulagsnefndar og byggingarfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11 201302095
Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11, þar sem óskað er heimildar til þess að leggja bráðabirgða heimtaug rafmagns og staðsetja vinnuskúr á lóðinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Vatnsveita Mosfellsbæjar - Guddulaug 201302158
Um er að ræða tillögu að afmörkun á vatnsbóli Guddulaugar samkvæmt útreikningum Vatnaskila. Farið er fram á það við bæjarráð að gengið verði frá afmörkun og framtíðar vatnstöku við landeigendur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi Nordic Built sáttmálann 201302165
Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi Nordic Built sáttmálann þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær verði aðili að sáttmálanum um stefnu í umhverfismálum sem tengjast mannvirkjagerð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1111201302019F
Fundargerð 1111. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 600. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna útgáfu á sögu félagsins 201211059
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar:$line$Hér er ekki um neyðartilfelli að ræða, því ber að vísa beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar.$line$Íbúahreyfingin lýsir einnig yfir áhyggjum af því að styrkir til hestamannafélagsins renni að einhverjum hluta til rekstraraðila með sjálfstæða starfsemi í húsnæðinu $line$með því að félagið innheimti ekki eðlilegt gjald fyrir afnot af því. Þetta þarf að liggja ljóst fyrir að mati Íbúahreyfingarinnar áður en til frekari styrkveitinga komi. $line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
2.2. Hjúkrunarheimili nýbygging 201101392
Kynning á samkomulagi um verklok við verktaka vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
2.3. Beiðni um aðstöðu án endurgjalds vegna alþjóðlegs blakmóts Blakdeildar Aftureldingar 201212158
Beiðni frá aðalstjórn UMFA um styrk til að halda alþjóðlegt blakmót.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra 201302090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Tunguvegur 201212187
Niðurstaða útboðs á hönnun Tunguvegar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er verkfræðistofan Hnit ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum, hjá sátu bæjarfulltrúar Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar.
2.6. Skólaakstur og almenningssamgöngur 201207112
Minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi breytingu á skólaakstri og akstri Strætó bs. í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Ársreikngur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs fyrir árið 2012 201302190
Ársreikningar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS fasteigna og Almannavarna höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
2.8. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni 201302238
Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi Domino´s Pizza.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna 201302251
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.10. Afskriftir viðskiptakrafna 201302290
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
2.11. Erindi Laxnes ehf. varðandi beitarmál og landnýtingu 201302294
Erindi Laxnes ehf. varðandi beitarmál og landnýtingu í Laxnesi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 337201302018F
Fundargerð 337. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 600. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030 201301589
Umræður í framhaldi af kynningarfundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar 19. febrúar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.2. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Ákvörðun um stað og stund fyrir almennan kynningarfund á auglýsingartíma tillögu að aðalskipulagi 2011-2030.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.3. Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi 201211054
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 31. janúar 2013, sbr. bókun á 333. fundi. Frestað á 336. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar, að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og jafnframt kynnt sérstaklega fyrir nágrönnum, þ.e. eigendum húsa nr. 12-22 og 25, 27 og 39 við Stórakrika, samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.$line$$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar bókun síns fulltrúa frá 337. fundi skipulagsnefndar.$line$$line$Bæjarfulltrúar V- og D- lista ítreka bókun sinna fulltrúa frá 337. fundi skipulagsnefndar.
3.4. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2013 201302069
Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012. Frestað á 336. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
3.5. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna Desjamýri 1 201301425
Karl Emilsson f.h. Oddsmýrar ehf. óskar með bréfi 17. janúar 2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmyndar um breytingar á deiliskipulagi skv. meðf. skýringarmyndum. Í hugmyndinni felst að á lóðina komi geymsluhúsnæði í samtals 108 einingum, 26 m2 hver. Frestað á 336. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.6. Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri 201302070
Ari Hermann Oddsson f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils óskar 28. janúar 2013 eftir því að leyfi verði veitt fyrir fjarskiptamastri, sem þegar hefur verið komið fyrir á lóðinni. Frestað á 336. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.7. Strætó bs., leiðakerfi 2014 201302039
Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskar Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum fyrir 10. júní 2013 um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar eru. Frestað á 337. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.8. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis 200803137
Gerð verður grein fyrir fundum með ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla, þar sem fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi voru kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
3.9. Hulduhólasvæði, breytingar á deiliskipulagi 2013 201302234
Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
3.10. Leirvogstunga, umsókn um breytingar á deiliskipulagi 200801206
Vegna áforma um hönnun og lagningu Tunguvegar er nauðsynlegt að auglýsa að nýju breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu að því er varðar veginn og reiðleið vestan hans. Breytingin var áður auglýst í janúar 2009 ásamt nokkrum öðrum breytingum á deiliskipulagi hverfisins, sem ekki fengu endanlega afgreiðslu, en voru síðast á dagskrá nefndarinnar á 249. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 119. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201302235
Fundargerð 119. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. febrúar 2013.
Fundargerðin lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn fagnar þeirri ákvörðun sem fram kemur í fundargerðinni þess efnis að heimila slökkviliðsstjóra að fara í útboð vegna byggingar nýrrar slökkviliðsstöðvar í Mosfellsbæ.
5. Fundargerð 385. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins201302236
Fundargerð 385. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 7. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 386. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins201302237
Fundargerð 386. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 11. febrúar 2013.
Framlagningu fundargerðarinnar frestað.