4. september 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rekstur deilda janúar til júní 20142014081661
Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2014. Afgreiðslu frestað á 1177. fundi.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Fjármálastjóri fór yfir og útskýrði rekstraryfirlitið í höfuðatriðum.Rekstraryfirlitið lagt fram.
2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir staðfestingu á ákvörðun um auglýsingu á nýju svæðisskipulagi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
3. Fjárhagsaðstoð 2014201409055
Staða fjárhagsaðstoðar 2014
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri og Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.
Unnur fór yfir og útskýrði yfirlit um stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Mosfellsbæ fyrir fyrstu sex mánuði ársins.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014 sem felur í sér aukna fjárveitingu vegna fjárhagsaðstoðar um allt að 45 milljónir króna.
4. Tunguvegur - Skeiðholt201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið. Ennfremur er kostnaður við verkið brotinn niður í verkþætti til frekari skýringar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri og Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um 2. áganga Tunguvegar.
5. Skólastjórastaða við leikskólann Hlíð2014082000
Skólastjóri við Leikskólann Hlíð hefur sagt starfi sínu lausu.
Erindið lagt fram.
6. Erindi Ævars Aðalsteinssonar varðandi ráðstefnuna Undir berum himni2014082064
Erindi Ævars Aðalsteinssonar varðandi ósk um styrk til að sækja ráðstefnuna Undir berum himni sem haldin verður í Sælingsdal í september 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs.
7. Ráðning bæjarstjóra201406078
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri óskaði eftir að fá að víkja af fundi þegar þessi dagskrárliður var tekinn á dagskrá.
Formaður bæjarráðs fór yfir og útskýrði ráðningarsamninginn sem er lagður hér fram, en ráðningarsamningurinn fer síðan til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.