Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. september 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 20142014081661

    Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2014. Afgreiðslu frestað á 1177. fundi.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.
    Fjár­mála­stjóri fór yfir og út­skýrði rekstr­ar­yf­ir­lit­ið í höf­uð­at­rið­um.

    Rekstr­ar­yf­ir­lit­ið lagt fram.

    • 2. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

      Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir staðfestingu á ákvörðun um auglýsingu á nýju svæðisskipulagi.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar.

      • 3. Fjár­hags­að­stoð 2014201409055

        Staða fjárhagsaðstoðar 2014

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri og Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs.
        Unn­ur fór yfir og út­skýrði yf­ir­lit um stöðu fjár­hags­að­stoð­ar hjá Mos­fells­bæ fyr­ir fyrstu sex mán­uði árs­ins.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra gerð við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins 2014 sem fel­ur í sér aukna fjár­veit­ingu vegna fjár­hags­að­stoð­ar um allt að 45 millj­ón­ir króna.

        • 4. Tungu­veg­ur - Skeið­holt201212187

          Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið. Ennfremur er kostnaður við verkið brotinn niður í verkþætti til frekari skýringar.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri og Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Ístak hf. um 2. áganga Tungu­veg­ar.

          • 5. Skóla­stjórastaða við leik­skól­ann Hlíð2014082000

            Skólastjóri við Leikskólann Hlíð hefur sagt starfi sínu lausu.

            Er­ind­ið lagt fram.

            • 6. Er­indi Æv­ars Að­al­steins­son­ar varð­andi ráð­stefn­una Und­ir ber­um himni2014082064

              Erindi Ævars Aðalsteinssonar varðandi ósk um styrk til að sækja ráðstefnuna Undir berum himni sem haldin verður í Sælingsdal í september 2014.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

              • 7. Ráðn­ing bæj­ar­stjóra201406078

                Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.

                Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri ósk­aði eft­ir að fá að víkja af fundi þeg­ar þessi dag­skrárlið­ur var tek­inn á dagskrá.

                Formað­ur bæj­ar­ráðs fór yfir og út­skýrði ráðn­ing­ar­samn­ing­inn sem er lagð­ur hér fram, en ráðn­ing­ar­samn­ing­ur­inn fer síð­an til af­greiðslu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.