21. ágúst 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tunguvegur - Skeiðholt201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. um verkið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
2. Ósk um fullnaðarfrágang gatna í Leirvogstungu norður201406124
Umsögn umhverfissviðs um erindi LT-lóða vegna gatnagerðar á norðursvæði Leirvogstungu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs verði falið að ræða áfangaskiptingu við LT lóðir og leggja niðurstöðu viðræðna fyrir bæjarráð.
3. Erindi Samtaka ferðaþjónustunnar varðandi umferð á Úlfarsfelli201407074
Erindi Samtaka ferðaþjónustunnar varðandi umferð á Úlfarsfelli þar sem óskað er eftir samstarfi við Mosfellsbæ um skilgreiningu akstursleiða uppá fellið. Hjálögð er umsögn umhverfisnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða ekki við ósk Samtaka ferðaþjónustunnar um umferð á Úlfarsfelli.
Umhverfisstjóra verði jafnframt falið að ræða við Reykjavíkurborg um ákveðna málamiðlun á akstri uppá Úlfarsfell sem þá jafnframt fæli í sér að öllum öðrum akstursleiðum á fjallinu verði lokað.4. Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi raddþjálfunarnámskeið201408414
Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi styrkbeiðni kr. 100 þús til þess að halda raddþjálfunarnámskeið á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.