Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
 • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
 • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar vegna út­gáfu á sögu fé­lags­ins201211059

  Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Hesta­manna­fé­lag­inu Herði út­gáfustyrk að upp­hæð 500 þús­und krón­ur og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

  • 2. Hjúkr­un­ar­heim­ili ný­bygg­ing201101392

   Kynning á samkomulagi um verklok við verktaka vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis.

   Bæj­ar­stjóri greindi frá því að gerð­ur hefði ver­ið verkloka­samn­ing­ur við verktaka við ný­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins í anda þess sem áður hafði ver­ið kynnt bæj­ar­ráði, en verktak­inn var þess ekki um­kom­inn að halda verk­inu áfram. Lagt fram til kynn­ing­ar.

   • 3. Beiðni um að­stöðu án end­ur­gjalds vegna al­þjóð­legs blak­móts Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar201212158

    Beiðni frá aðalstjórn UMFA um styrk til að halda alþjóðlegt blakmót.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að for­stöðu­mönn­um Varmár­skóla og Íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar að Varmá verði fal­ið að vinna mál­ið áfram, en bæj­ar­ráð verði upp­lýst um fjár­út­lát vegna þessa í kjöl­far móts­ins.

    • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um vel­ferð dýra201302090

     Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda inn um­sögn á grund­velli minn­is­blaðs fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

     • 5. Tungu­veg­ur201212187

      Niðurstaða útboðs á hönnun Tunguvegar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er verkfræðistofan Hnit ehf.

      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda verk­fræði­stof­una Hnit ehf.

      • 6. Skóla­akst­ur og al­menn­ings­sam­göng­ur201207112

       Minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi breytingu á skólaakstri og akstri Strætó bs. í Mosfellsdal.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fræðslu­sviði og um­hverf­is­sviði að vinna að breyt­ing­um á skóla­akstri og breyt­ingu á akstri Strætó bs. í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs.

       • 7. Árs­reikng­ur Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs fyr­ir árið 2012201302190

        Ársreikningar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS fasteigna og Almannavarna höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2012.

        Árs­reikn­ing­arn­ir lagð­ir fram.

        • 8. Er­indi Lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi um­sagn­ar­beiðni201302238

         Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi Domino´s Pizza.

         Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu rekstr­ar­leyf­is hvað varð­ar opn­un­ar­tíma eða önn­ur at­riði eins og þau eru til­greind í fyr­ir­liggj­andi um­sókn, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

         • 9. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna201302251

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að vinna að sam­eig­in­legri um­sögn.

          • 10. Af­skrift­ir við­skiptakrafna201302290

           Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.

           Er­ind­inu frestað.

           • 11. Er­indi Lax­nes ehf. varð­andi beit­ar­mál og land­nýt­ingu201302294

            Erindi Laxnes ehf. varðandi beitarmál og landnýtingu í Laxnesi.

            Fyr­ir fund­in­um lá svar­póst­ur Land­græðslu rikis­ins. Vísað er til þess svars við af­greiðslu bæj­ar­ráðs á er­ind­inu.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30