28. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna útgáfu á sögu félagsins201211059
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Hestamannafélaginu Herði útgáfustyrk að upphæð 500 þúsund krónur og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
2. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Kynning á samkomulagi um verklok við verktaka vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis.
Bæjarstjóri greindi frá því að gerður hefði verið verklokasamningur við verktaka við nýbyggingu hjúkrunarheimilisins í anda þess sem áður hafði verið kynnt bæjarráði, en verktakinn var þess ekki umkominn að halda verkinu áfram. Lagt fram til kynningar.
3. Beiðni um aðstöðu án endurgjalds vegna alþjóðlegs blakmóts Blakdeildar Aftureldingar201212158
Beiðni frá aðalstjórn UMFA um styrk til að halda alþjóðlegt blakmót.
Samþykkt með þremur atkvæðum að forstöðumönnum Varmárskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá verði falið að vinna málið áfram, en bæjarráð verði upplýst um fjárútlát vegna þessa í kjölfar mótsins.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra201302090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um velferð dýra
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda inn umsögn á grundvelli minnisblaðs framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Tunguvegur201212187
Niðurstaða útboðs á hönnun Tunguvegar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er verkfræðistofan Hnit ehf.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda verkfræðistofuna Hnit ehf.
6. Skólaakstur og almenningssamgöngur201207112
Minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi breytingu á skólaakstri og akstri Strætó bs. í Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði og umhverfissviði að vinna að breytingum á skólaakstri og breytingu á akstri Strætó bs. í samræmi við framlagt minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs.
7. Ársreikngur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs fyrir árið 2012201302190
Ársreikningar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS fasteigna og Almannavarna höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2012.
Ársreikningarnir lagðir fram.
8. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni201302238
Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi Domino´s Pizza.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna201302251
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna að sameiginlegri umsögn.
10. Afskriftir viðskiptakrafna201302290
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Erindinu frestað.
11. Erindi Laxnes ehf. varðandi beitarmál og landnýtingu201302294
Erindi Laxnes ehf. varðandi beitarmál og landnýtingu í Laxnesi.
Fyrir fundinum lá svarpóstur Landgræðslu rikisins. Vísað er til þess svars við afgreiðslu bæjarráðs á erindinu.