Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. maí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Birta Jóhannesdóttir (BJó)
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Tungu­veg­ur - Skeið­holt201212187

    Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 2. áfanga Tunguvegar ásamt hringtorgi á mótum Skeiðholts og Þverholts.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út 2. áfanga Tungu­veg­ar milli Kvísl­artungu og Voga­tungu/Tungu­bökk­um ásamt að bjóða út fram­kvæmd­ir við hringtorg á mót­um Skeið­holts og Þver­holts.

    Jafn­framt verði stofn­að­ur starfs­hóp­ur íbúa næst Skeið­holti til þess að vinna í sam­ráði við hönn­uði og Mos­fells­bæ að út­færsl­um á hljóð­vörn­um og end­an­legu út­liti fram­kvæmda við Skeið­holt.

    • 2. End­ur­gerð lóð­ar við Lága­fells­skóla201311298

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út endurgerð lóðar við Lágafellsskóla.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kæð­um að heim­ila um­hverf­is­svið að bjóða út 1. áfanga lóð­ar­fram­kvæmda við Lága­fells­skóla sam­kvæmt til­lögu Lands­lags.

      • 3. End­ur­gerð lóð­ar við Varmár­skóla201405291

        Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 1. áfanga lóðar við Varmárskóla skv. meðfylgjandi uppdráttum.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að að bjóða út end­ur­gerð 1. áfanga lóð­ar við Varmár­skóla í sam­ræmi við með­fylgj­andi upp­drætti.

        • 4. Er­indi Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is um hreins­un of­an­vatns í Mos­fells­bæ201403460

          Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um, í sam­ræmi við minn­is­blað fram­kæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs, að heim­ila að út­bú­ið verði fræðslu­efni sem íbú­ar fái sent heim til sín. Þá verði unn­in áætlun um út­skipt­ingu rot­þróa í hreinsi­virki og unn­ar til­lög­ur að hreins­un of­an­vatns þar sem talin er þörf á því.
          Fram­an­greint verði unn­ið af hálfu sam­starfs­nefnd­ar Heil­brigðis­eft­ir­lits og um­hverf­is­sviðs sem nú þeg­ar er að störf­um og hafa lát­ið þessi mál til sín taka með góð­um ár­angri.

          • 5. Er­indi Snarks ehf varð­andi gerð tón­list­ar­mynd­bands201405018

            Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Snarks ehf varðandi gerð tónlistarmyndbands sem hefur það að markmiði að auka umhverfisvitund ungs fólks á aldrinum 15-25 ára og auka áhuga þeirra á flokkun og endurvinnslu á sorpi.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að styrkja gerð tón­list­ar­mynd­bands um flokk­un og end­ur­vinnslu á sorpi um 150 þús­und krón­ur.

            • 6. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar varð­andi lýs­ingu á reið­leið201405260

              Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp lýsingu á reiðleið við Leiruvog.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

              • 7. At­vinnu­átak201405281

                Atvinnuátak þar sem tiltekinn fjöldi atvinnulausra einstaklinga fær boð um starfstengd úrræði í þrjá mánuði.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjöl­skyldu­sviði að ganga til sam­starfs við fræðslu­svið og um­hverf­is­svið um ráðn­ingu fram­færslu­þega í fimm stöðu­gildi í þrjá mán­uði. Kostn­að­ur vegna verk­efn­is­ins er 1.600 þús­und krón­ur og verð­ur færð­ur til gjalda á fjöl­skyldu­sviðs und­ir liðn­um fjár­hags­að­stoð.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.