28. maí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Birta Jóhannesdóttir (BJó)
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tunguvegur - Skeiðholt201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 2. áfanga Tunguvegar ásamt hringtorgi á mótum Skeiðholts og Þverholts.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út 2. áfanga Tunguvegar milli Kvíslartungu og Vogatungu/Tungubökkum ásamt að bjóða út framkvæmdir við hringtorg á mótum Skeiðholts og Þverholts.
Jafnframt verði stofnaður starfshópur íbúa næst Skeiðholti til þess að vinna í samráði við hönnuði og Mosfellsbæ að útfærslum á hljóðvörnum og endanlegu útliti framkvæmda við Skeiðholt.
2. Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla201311298
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út endurgerð lóðar við Lágafellsskóla.
Samþykkt með þremur atkæðum að heimila umhverfissvið að bjóða út 1. áfanga lóðarframkvæmda við Lágafellsskóla samkvæmt tillögu Landslags.
3. Endurgerð lóðar við Varmárskóla201405291
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 1. áfanga lóðar við Varmárskóla skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að að bjóða út endurgerð 1. áfanga lóðar við Varmárskóla í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
4. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um hreinsun ofanvatns í Mosfellsbæ201403460
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Samþykkt með þremur atkvæðum, í samræmi við minnisblað framkæmdastjóra umhverfissviðs, að heimila að útbúið verði fræðsluefni sem íbúar fái sent heim til sín. Þá verði unnin áætlun um útskiptingu rotþróa í hreinsivirki og unnar tillögur að hreinsun ofanvatns þar sem talin er þörf á því.
Framangreint verði unnið af hálfu samstarfsnefndar Heilbrigðiseftirlits og umhverfissviðs sem nú þegar er að störfum og hafa látið þessi mál til sín taka með góðum árangri.5. Erindi Snarks ehf varðandi gerð tónlistarmyndbands201405018
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Snarks ehf varðandi gerð tónlistarmyndbands sem hefur það að markmiði að auka umhverfisvitund ungs fólks á aldrinum 15-25 ára og auka áhuga þeirra á flokkun og endurvinnslu á sorpi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja gerð tónlistarmyndbands um flokkun og endurvinnslu á sorpi um 150 þúsund krónur.
6. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi lýsingu á reiðleið201405260
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp lýsingu á reiðleið við Leiruvog.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
7. Atvinnuátak201405281
Atvinnuátak þar sem tiltekinn fjöldi atvinnulausra einstaklinga fær boð um starfstengd úrræði í þrjá mánuði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að ganga til samstarfs við fræðslusvið og umhverfissvið um ráðningu framfærsluþega í fimm stöðugildi í þrjá mánuði. Kostnaður vegna verkefnisins er 1.600 þúsund krónur og verður færður til gjalda á fjölskyldusviðs undir liðnum fjárhagsaðstoð.