31. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi frá Sigfúsi Tryggva Blumenstein vegna stríðsminjasafns201209032
Umsögn menningarsviðs um erindi er varðar stríðsminjasafn. Umsögninni fylgir skýrsla ásamt fylgiskjali.
Bæjarráð er jákvætt fyrir þeirri afstöðu sem fram kemur í fyrirliggjandi umsögn og samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
2. Ljósleiðaravæðing í Mosfellsbæ201211238
Fyrir 1101. fundi bæjarráðs lá tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ og var tillögunni vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og liggur umsögnin fyrir fundinum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samkomulags við Mílu um ljósnetsvæðingu í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað, en enginn kostnaður fylgir samningnum fyrir Mosfellsbær.
3. Erindi Sækúnna, varðar styrkbeiðni vegna boðsunds yfir Ermasund201212034
Sækýrnar boðsundshópur óskar eftir styrk Mosfellsbæjar til að þreyta boðsund yfir Ermasund sumarið 2013. Fyrir liggur umsögn framkvæmdastjóra menningarsviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja verkefnið um 30 þúsund krónur og færist upphæðin af fjárveitingu menningarsviðs.
4. Samstarf Mosfellsbæjar og Eirar um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ200506184
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnarson óskar eftir að leggja fram tillögu þessa efnis að bæjarstjórn fái fundargerðir stjórnar Eirar sendar til upplýsingar.
Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs þar sem fram kemur að stjórn Eirar er að vinna að reglum varðandi málið.
5. Útboð á rekstri í Eirhömrum201212100
Rekstur fótaaðgerðarstofu og hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að gagna til samninga um leigu á aðstöðu fyrir fótaaðgerðarstofu og jafnframt samþykkt að heimila að framkvæmdastjóranum að auglýsa aftur eftir tilboðum í leigu á aðstöðu fyrir hárgreiðslustofu.
6. Tunguvegur201212187
Um er að ræða útboð á hönnun Tunguvegar en óskað er heimildar bæjarráðs til þess.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út verkhönnun Tunguvegar.
7. Ósk Hvíta riddarans um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301125
Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til frekari vinnslu.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd201301533
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis gefur Mosfellsbæ kost á að senda inn umsögn sína við frumvarp til laga um náttúruvernd, 429. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
9. Verkferlar stjórnsýslunnar hvað varðar lögfræðileg álitamál o.fl.201301553
Bæjarstjórn vísar tillögu frá 597. fundi bæjarstjórnar um verkferla o.fl. til bæjarráðs til meðferðar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna upplegg að því með hvaða hætti byggja mætti upp slíka verkferla.
10. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, nafngift201301586
Hugmyndaleit meðal íbúa Mosfellsbæjar að heiti hjúkrunarheimilis.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leitað verði eftir hugmyndum um nafngift hjá bæjarbúum.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020201301594
Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
Samþykkt með þremur atkvæðum að erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
13. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjúkraskrár201301596
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár (aðgangsheimildir).
Samþykkt með þremur atkvæðum að erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
14. Erindi Ungmennafélags Íslands, þakkir vegna Landsmóts UMFÍ 50 plús201301602
Erindi Ungmennafélags Íslands þar sem bæjartjórn Mosfellsbæjar og UMSK er þakkað fyrir góða framkvæmd, umgjörð og móttökur á 2. Landsmóti UMFÍ 50 plús í Mosfellsbæ á árinu 2012.
Erindið lagt fram.