Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi frá Sig­fúsi Tryggva Blu­men­stein vegna stríðs­minja­safns201209032

    Umsögn menningarsviðs um erindi er varðar stríðsminjasafn. Umsögninni fylgir skýrsla ásamt fylgiskjali.

    Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir þeirri af­stöðu sem fram kem­ur í fyr­ir­liggj­andi um­sögn og sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu menn­ing­ar­mála­nefnd­ar.

    • 2. Ljós­leið­ara­væð­ing í Mos­fells­bæ201211238

      Fyrir 1101. fundi bæjarráðs lá tillaga Íbúahreyfingarinnar þess efnis að bæjarráð geri áætlun um ljósleiðaravæðingu í Mosfellsbæ og var tillögunni vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og liggur umsögnin fyrir fundinum.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga til sam­komu­lags við Mílu um ljósnet­svæð­ingu í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað, en eng­inn kostn­að­ur fylg­ir samn­ingn­um fyr­ir Mos­fells­bær.

      • 3. Er­indi Sæk­únna, varð­ar styrk­beiðni vegna boðsunds yfir Erma­sund201212034

        Sækýrnar boðsundshópur óskar eftir styrk Mosfellsbæjar til að þreyta boðsund yfir Ermasund sumarið 2013. Fyrir liggur umsögn framkvæmdastjóra menningarsviðs.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að styrkja verk­efn­ið um 30 þús­und krón­ur og færist upp­hæð­in af fjár­veit­ingu menn­ing­ar­sviðs.

        • 4. Sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar og Eir­ar um upp­bygg­ingu öldrun­ar­set­urs í Mos­fells­bæ200506184

          Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnarson óskar eftir að leggja fram tillögu þessa efnis að bæjarstjórn fái fundargerðir stjórnar Eirar sendar til upplýsingar.

          Fram er lagt minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs þar sem fram kem­ur að stjórn Eir­ar er að vinna að regl­um varð­andi mál­ið.

          • 5. Út­boð á rekstri í Eir­hömr­um201212100

            Rekstur fótaaðgerðarstofu og hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að gagna til samn­inga um leigu á að­stöðu fyr­ir fóta­að­gerð­ar­stofu og jafn­framt sam­þykkt að heim­ila að fram­kvæmda­stjór­an­um að aug­lýsa aft­ur eft­ir til­boð­um í leigu á að­stöðu fyr­ir hár­greiðslu­stofu.

            • 6. Tungu­veg­ur201212187

              Um er að ræða útboð á hönnun Tunguvegar en óskað er heimildar bæjarráðs til þess.

              Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út verk­hönn­un Tungu­veg­ar.

              • 7. Ósk Hvíta ridd­ar­ans um fjár­hags­styrk frá Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301125

                Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til frek­ari vinnslu.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um nátt­úru­vernd201301533

                  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis gefur Mosfellsbæ kost á að senda inn umsögn sína við frumvarp til laga um náttúruvernd, 429. mál.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

                  • 9. Verk­ferl­ar stjórn­sýsl­unn­ar hvað varð­ar lög­fræði­leg álita­mál o.fl.201301553

                    Bæjarstjórn vísar tillögu frá 597. fundi bæjarstjórnar um verkferla o.fl. til bæjarráðs til meðferðar.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að vinna upp­legg að því með hvaða hætti byggja mætti upp slíka verk­ferla.

                    • 10. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ, nafn­gift201301586

                      Hugmyndaleit meðal íbúa Mosfellsbæjar að heiti hjúkrunarheimilis.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að leitað verði eft­ir hug­mynd­um um nafn­gift hjá bæj­ar­bú­um.

                      • 11. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um vel­ferð­ar­stefnu - heil­brigð­isáætlun til árs­ins 2020201301594

                        Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                        • 12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um fram­kvæmda­áætlun í barna­vernd til 2014201301595

                          Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                          • 13. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um sjúkra­skrár201301596

                            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár (aðgangsheimildir).

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                            • 14. Er­indi Ung­menna­fé­lags Ís­lands, þakk­ir vegna Lands­móts UMFÍ 50 plús201301602

                              Erindi Ungmennafélags Íslands þar sem bæjartjórn Mosfellsbæjar og UMSK er þakkað fyrir góða framkvæmd, umgjörð og móttökur á 2. Landsmóti UMFÍ 50 plús í Mosfellsbæ á árinu 2012.

                              Er­ind­ið lagt fram.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30