6. mars 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tunguvegur201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um gerð undirganga undir Skólabraut
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Ístak um undirgöng við Skólabraut í aukaverktöku í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Erindi Veritas lögmanna varðandi beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1201402294
Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um uppkaup á landi201402297
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.
Erindið lagt fram.
4. Erindi Guðjóns Jenssonar varðandi verkefnisstyrk201403011
Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til menningarmálanefndar til umsagnar.
5. Erindi UMFÍ varðandi landsmótshald201403013
Erindi UMFÍ varðandi landsmót 6. landsmót UMFÍ 50 árið 2016 og 20. unglingalandsmót UMFÍ 2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
6. Minnisblað tómstundafulltrúa v/ sumarátaksstarfa hjá Mosfellsbæ sumarið 2014201403023
Minnisblað tómstundafulltrúa vegna sumarátaksstarfa hjá Mosfellsbæ sumarið 2014
Samþykkt með þremur atkvæðum að fyrirkomulag sumarátaksstarfa verði í samræmi við framlagt minnisblað tómstundafulltrúa.