Mál númer 202002126
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Vaka hf Starfsleyfi - Umgengni Leirvogstungumelum
Afgreiðsla 1451.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Vaka hf Starfsleyfi - Umgengni Leirvogstungumelum
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur áherslu á að þær áætlanir sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur uppi í þessu máli gangi eftir innan þeirra tímamarka sem fram koma.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna umgengni á Leirvogstungumelum
Afgreiðsla 209. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #209
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna umgengni á Leirvogstungumelum
Umhverfisnefnd vísar í fyrri bókun sína um þetta mál frá 20.febrúar 2020, hvetur Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis til að taka á málinu af fullum þunga, og minnir á að hvers kyns leyfisskyld starfsemi þurfi að standast umhverfissjónarmið.
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Minnisblað umhverfisstjóra vegna umgengi á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum.
Bókun M-lista:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ áréttar að í bókun bæjarráðs Mosfellsbæjar er farið með ósannindi. Heilbrigðisnefnd hefur þegar brugðist við og aðgerðir eru þegar áformaðar. Rekja má langt aftur að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis, þ.e. í júlí 2018, gerði athugasemdir við starfsemi Vöku með erindi þess efnis á þeim tíma. Bæjarráð synjaði erindi Vöku á sínum tíma á fundi sínum 18. júlí 2019. Á fundi bæjarráðs nr. 1432 þann 20. febrúar 2020 er bókað: ,,Samþykkt með 3 atkvæðum að stöðva frekari samningaviðræður við Vöku um nýtingu landsvæðis á Leirvogstungumelum þar til brugðist hefur verið með fullnægjandi hætti við athugasemdum umhverfisstjóra frá 7. febrúar 2020.?. Þá eru liðnir um 7 mánuðir frá því að bæjaráð Mosfellsbæjar synjaði erindi Vöku 18. júlí 2019 og um 22 mánuðir frá því að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis stöðvaði starfsemi Vöku. Það sem er öllu alvarlega er að hér er bókun ekki sannleikanum samkvæmt enda fundaði heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis 19. maí 2020, þ.e. daginn áður en þessi bókun var ferð í fundargerð.Bókun D- og V-lista:
Meirihluti D og V lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar stendur að fullu við bókun bæjarráðs frá fundi númer 1444 um málefni Vöku á Leirvogstungumelum.Samkvæmt fundargerðum heilbrigðisnefndar stöðvaði heilbrigðiseftirlitið ekki neina starfsemi Vöku í júlí árið 2018 enda var Vaka ekki með starfsemi á þeim tíma á svæðinu. Mosfellsbær hefur verið í samskiptum við fulltrúa Vöku vegna brota þeirra á umgengni og nýtingu á landi í þeirra eigu á Leirvogstungumelum.
Þrátt fyrir loforð frá Vöku um hreinsun á svæðinu hefur ekki verið brugðist við athugasemdum Mosfellsbæjar og er úrbóta krafist tafarlaust.
Málið hefur verið unnið í samráði og samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, en án árangurs hingað til.
Þess vegna fór Bæjarráð Mosfellsbæjar fram á að Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis myndi bregðast hart við í málinu. Eftirlitið myndi beita tiltækum heimildum sem eftirlitið hefur til þess að sjá til þess að fyrirtækið bregðist við athugasemdum og hætti brotum sínum um umgengni og óleyfilega nýtingu landsins tafarlaust.
Bæjarráð skoraði einnig á heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis að fylgja málinu eftir af fullum þunga.
Bókun fulltrúa M lista í þessu máli stenst enga skoðun, og fullyrðingum í bókun hans um rangfærslur í bókun bæjarráðs í málinu er vísað á bug.
Bókun S- og C-lista:
Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga og reglugerða sem settar eru skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að verða falið að annast um framkvæmd á.Bæjarráð áréttaði þetta hlutverk eftirlitsins í bókun sinni á fundi að morgni 20. maí, enda hafi eftirlitið ekki brugðist við endurteknum beiðnum bæjaryfirvalda um aðgerðir gegn óþolandi framgöngu fyrirtækisins varðandi umgengni sem mengunarhætta stafar af. Heilbrigðisnefnd fól síðan Heilbrigðiseftirlitinu að setja málið í forgang á fundi sínum kvöldið 19. maí sem er vel.
Við vísum á bug tilraunum Miðflokksins til að þyrla upp pólitísku ryki og að reyna að setja þetta mál í flokkspólitískar skotgrafir.
Afgreiðsla 1443. fundar bæjarráðs samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1444
Minnisblað umhverfisstjóra vegna umgengi á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum.
Samþykkt með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun:
Mosfellsbær hefur verið í samskiptum við fulltrúa Vöku vegna brota þeirra á umgengni og nýtingu á landi í þeirra eigu á Leirvogstungumelum.
Þrátt fyrir loforð frá Vöku um hreinsun á svæðinu hefur ekki verið brugðist við athugasemdum Mosfellsbæjar og er úrbóta krafist tafarlaust.
Málið hefur verið unnið í samráði og samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, en án árangurs hingað til.Bæjarráð Mosfellsbæjar fer fram á að heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis bregðist hart við í málinu og beiti tiltækum heimildum sem eftirlitið hefur til þess að sjá til þess að fyrirtækið bregðist við athugasemdum og hætti brotum sínum um umgengi og óleyfilega nýtingu landsins tafarlaust.
Bæjarráð skorar einnig á heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis að fylgja málinu eftir af fullum þunga. - 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Erindi um umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelur í kjölfar kvartana.
Afgreiðsla 207. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Bréf umhverfissviðs vegna eftirlits og staða viðræðna.
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1432
Bréf umhverfissviðs vegna eftirlits og staða viðræðna.
Samþykkt með 3 atkvæðum að stöðva frekari samningaviðræður við Vöku um nýtingu landsvæðis á Leirvogstungumelum þar til brugðist hefur verið með fullnægjandi hætti við athugasemdum umhverfisstjóra frá 7. febrúar 2020.
- 20. febrúar 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #207
Erindi um umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelur í kjölfar kvartana.
Umhverfisnefnd fordæmir og lýsir yfir áhyggjum af umgengni Vöku á Leirvogstungumelum og vekur jafnframt athygli á mikilvægi þess að virða gildandi skipulag.