Mál númer 201909031
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Erindi Sorpu bs. til borgarráðs og bæjarráða eigendasveitarfélaganna.
Bókun C- og S- lista
Bæjarfulltrúar ítreka bókun C- og S- lista frá bæjarráðsfundi nr. 1433 að ekki séu fyrirliggjandi nægjanlega gögn til að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Rétt er að benda á að skv. 7. mgr. 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eiga einstaka sveitarstjórnir og endurskoðendur aðildarsveitarfélaga rétt á aðgangi að öllum gögnum um stjórnsýslu byggðasamlags. Þrátt fyrir þetta ákvæði og ítrekaðar beiðnir um frekari gögn hefur einungis borist eitt minnisblað ásamt bréfi framkvæmdastjóra Sorpu þar sem kemur fram að ekki sé hægt veita aðgang að gögnunum fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Fyrir fundinum liggur að taka ákvörðun í dag en ekki eftir nokkra mánuði þegar gögnin munu liggja fyrir samkvæmt bréfi framkvæmdastjóra. Því er augljóst að ekki er hægt að taka upplýsta afstöðu til málsins í dag.
Forsaga málsins sem við stöndum frammi fyrir í dag er með þeim hætti að enn ríkari ástæða er til þess að vanda vinnubrögð hafa öll gögn upp á borðunum þegar ákvarðanir eru teknar.Bókun M-lista
Ný ráðinn forstjóri Sorpu þurfti að hefja störf sín á því að leiðrétta bæjarstjóra Mosfellsbæjar í fréttum RÚV nýlega varðandi meint ,,greiðsluþrot" byggðarsamlagsins. Forstjórinn áréttaði að ,,gjaldfærni Sorpu væri alltaf tryggð". Ekki er séð að bæjarstjórinn hafi beðist afstökunar á orðum sínum varðandi Sorpu sem féllu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Það eru skattgreiðendur, þ.e. íbúar Mosfellsbæjar (sem eiga ca. 4-5%), ásamt skattgreiðendum annarra sveitarfélaga, sem munu bera tap Sorpu við byggingu Gas- og jarðgerðarstöðvarinnar (GAJA). Ekki er séð að stjórn Sorpu, sérstaklega þeir stjórnarmenn sem hafa þar setið síðustu 2 til 3 árin, ætli að bera þá ábyrgð sem þeim ber. Þeir ættu að segja sig úr stjórn Sorpu nú þegar enda ekki trúverðugt að þeir séu við stjórn byggðarsamlagsins lengur. Fulltrúi Miðflokksins telur að ekki liggi nægjanleg gögn og upplýsingar fyrir til að veita þessari afgreiðslu brautargengi. Að auki virðist sem áform Sorpu um samningskaup haldi áfram en slíkt fyrirkomulag eykur áhættu í rekstri og við framkvæmdir GAJA.
Bókun D- og V- lista
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ um málefni Sorpu er alfarið vísað á bug, þær aðdróttanir sem þar koma fram eru ekki svaraverðar.
Varðandi bókun fulltrúa S- og C-lista er rétt að ítreka það að haldinn var fundur mánudaginn 24. febrúar um málefni Sorpu þar sem allir bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar og annarra sveitarfélaga sem eiga aðild að Sorpu fengu kynningu á fjárhagsstöðu fyrirtækisins hjá sérfræðingum sem vinna að málinu.
Sú kynning var svo endurtekin á síðasta fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þar sem fulltrúar bæjarráðs gátu spurt frekari spurninga um málið.
Fulltrúar V- og D- lista telja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir í málinu til ákvörðunartöku.Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt. Fulltrúar C-, L- og S- lista sátu hjá.
- 27. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1433
Erindi Sorpu bs. til borgarráðs og bæjarráða eigendasveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum ósk stjórnar SORPU bs. að fá að auka tímabundið skammtímalántöku um allt að 600 mkr. umfram forsendur fjárhagsáætlunar 2020 til þess að skapa stjórnendum félagsins nauðsynlegt olnbogarými til að undirbúa endurskoðun fjárhagsáætlunar og leggja grunn að traustri fjármálastjórn félagsins. Fulltrúi C- lista situr hjá.
Bókun C- og S- lista:
Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem eiga og reka Sorpu bs. bera endanlega ábyrgð ábyrgð á rekstri byggðasamlagsins. Eðlilegt að bæjarfulltrúar fái að sjá og leggja mat á þær áætlanir sem liggja til grundvallar þeirri lánveitingu sem er til afgreiðslu. Ef bæjarfulltrúar eiga að bera ábyrgð á rekstri Sorpu þá er nauðsynlegt við kringumstæður eins og félagið er í núna að þeir fái að sjá þær áætlanir sem byggt er á. - 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi C- lista, óskar eftir að málið, sem var til meðferðar á síðasta fundi bæjarráðs, verði tekið aftur á dagskrá.
Afgreiðsla 1412. fundar bæjarráðs samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Vegna endurskoðaðrar fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar SORPU bs. er óskað eftir staðfestingu á lántöku hjá Lánasóði sveitarfélaga.
Afgreiðsla 1411. fundar bæjarráðs samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi L- lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun L- lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar situr hjá við afgreiðslu þessa máls um auknar ábyrgðir vegna viðbótarlántöku Sorpu bs.
Ástæðan er sú að ég hefði kosið að strax hefði verið brugðist við og það skoðað nákvæmlega hvað fór úrskeiðis, hvers vegna og hver/hverjir í framkvæmdastjórn Sorpu bs. beri ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin.Stefán Ómar Jónsson
bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar - 12. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1412
Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi C- lista, óskar eftir að málið, sem var til meðferðar á síðasta fundi bæjarráðs, verði tekið aftur á dagskrá.
Bæjarfulltrúi C- lista leggur til að skipuð verði stjórn sérfræðinga á sviðið fjármála og mannvirkjagerðar á vegum SORPU. Meginhlutverk hennar verði að yfirfara þær áætlanir sem til eru um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og öllum þeim framkvæmdum sem þeirri starfsemi fylgja. Komi með raunhæfar fjármögnunar og rekstraráætlanir til langstíma, fylgi eftir framvindu verkefnisins og leggi fyrir stjórn SORPU, SSH og borgarstjórn og bæjarstjórnir með reglubundum hætti. Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að visa tillögunni til stjórnar Sorpu bs.
- 5. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1411
Vegna endurskoðaðrar fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar SORPU bs. er óskað eftir staðfestingu á lántöku hjá Lánasóði sveitarfélaga.
Bæjarráð harmar þau mistök sem voru gerð við áætlun fjármögnunar gas- og jarðgerðarstöðvar við Álfsnes og styður þá ákvörðun stjórnar Sorpu bs. að framkvæmd verði óháð úttekt á málinu og verkferlum því tengdu.
***
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1411. fundi 5. september 2019 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 990.000.000,- til 15 ára.Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarráðs jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Lánið er tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, ásamt nauðsynlegum tækjabúnaði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð samþykkir einnig að skuldbinda hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Mosfellsbær selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ofangreinda ábyrgð.
Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar kt. 141261-7119, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning Sorpu bs. við Lánasjóð sveitarfélaga um ofangreinda ábyrgð og/eða sjálfstæða ábyrgðaryfirlýsingu sama efnis og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast veitingu ábyrgðarinnar.