Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201909031

 • 4. mars 2020

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #755

  Er­indi Sorpu bs. til borg­ar­ráðs og bæj­ar­ráða eig­enda­sveit­ar­fé­lag­anna.

  Bók­un C- og S- lista
  Bæj­ar­full­trú­ar ít­reka bók­un C- og S- lista frá bæj­ar­ráðs­fundi nr. 1433 að ekki séu fyr­ir­liggj­andi nægj­an­lega gögn til að taka upp­lýsta ákvörð­un í mál­inu. Rétt er að benda á að skv. 7. mgr. 94. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 eiga ein­staka sveit­ar­stjórn­ir og end­ur­skoð­end­ur að­ild­ar­sveit­ar­fé­laga rétt á að­gangi að öll­um gögn­um um stjórn­sýslu byggða­sam­lags. Þrátt fyr­ir þetta ákvæði og ít­rek­að­ar beiðn­ir um frek­ari gögn hef­ur ein­ung­is borist eitt minn­is­blað ásamt bréfi fram­kvæmda­stjóra Sorpu þar sem kem­ur fram að ekki sé hægt veita að­g­ang að gögn­un­um fyrr en að nokkr­um mán­uð­um liðn­um. Fyr­ir fund­in­um ligg­ur að taka ákvörð­un í dag en ekki eft­ir nokkra mán­uði þeg­ar gögn­in munu liggja fyr­ir sam­kvæmt bréfi fram­kvæmda­stjóra. Því er aug­ljóst að ekki er hægt að taka upp­lýsta af­stöðu til máls­ins í dag.
  For­saga máls­ins sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag er með þeim hætti að enn rík­ari ástæða er til þess að vanda vinnu­brögð hafa öll gögn upp á borð­un­um þeg­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar.

  Bók­un M-lista

  Ný ráð­inn for­stjóri Sorpu þurfti að hefja störf sín á því að leið­rétta bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar í frétt­um RÚV ný­lega varð­andi meint ,,greiðslu­þrot" byggð­ar­sam­lags­ins. For­stjór­inn árétt­aði að ,,gjald­færni Sorpu væri alltaf tryggð". Ekki er séð að bæj­ar­stjór­inn hafi beðist af­stök­un­ar á orð­um sín­um varð­andi Sorpu sem féllu á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi. Það eru skatt­greið­end­ur, þ.e. íbú­ar Mos­fells­bæj­ar (sem eiga ca. 4-5%), ásamt skatt­greið­end­um ann­arra sveit­ar­fé­laga, sem munu bera tap Sorpu við bygg­ingu Gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­inn­ar (GAJA). Ekki er séð að stjórn Sorpu, sér­stak­lega þeir stjórn­ar­menn sem hafa þar set­ið síð­ustu 2 til 3 árin, ætli að bera þá ábyrgð sem þeim ber. Þeir ættu að segja sig úr stjórn Sorpu nú þeg­ar enda ekki trú­verð­ugt að þeir séu við stjórn byggð­ar­sam­lags­ins leng­ur. Full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur að ekki liggi nægj­an­leg gögn og upp­lýs­ing­ar fyr­ir til að veita þess­ari af­greiðslu braut­ar­gengi. Að auki virð­ist sem áform Sorpu um samn­ingskaup haldi áfram en slíkt fyr­ir­komulag eyk­ur áhættu í rekstri og við fram­kvæmd­ir GAJA.

  Bók­un D- og V- lista
  Bók­un bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ um mál­efni Sorpu er al­far­ið vísað á bug, þær að­drótt­an­ir sem þar koma fram eru ekki svara­verð­ar.

  Varð­andi bók­un full­trúa S- og C-lista er rétt að ít­reka það að hald­inn var fund­ur mánu­dag­inn 24. fe­brú­ar um mál­efni Sorpu þar sem all­ir bæj­ar­full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar og ann­arra sveit­ar­fé­laga sem eiga að­ild að Sorpu fengu kynn­ingu á fjár­hags­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins hjá sér­fræð­ing­um sem vinna að mál­inu.
  Sú kynn­ing var svo end­ur­tekin á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar þar sem full­trú­ar bæj­ar­ráðs gátu spurt frek­ari spurn­inga um mál­ið.
  Full­trú­ar V- og D- lista telja að full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir í mál­inu til ákvörð­un­ar­töku.

  Af­greiðsla 1433. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með fimm at­kvæð­um. Full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn sam­þykkt. Full­trú­ar C-, L- og S- lista sátu hjá.

  • 27. febrúar 2020

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1433

   Er­indi Sorpu bs. til borg­ar­ráðs og bæj­ar­ráða eig­enda­sveit­ar­fé­lag­anna.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 2 at­kvæð­um ósk stjórn­ar SORPU bs. að fá að auka tíma­bund­ið skamm­tíma­lán­töku um allt að 600 mkr. um­fram for­send­ur fjár­hags­áætl­un­ar 2020 til þess að skapa stjórn­end­um fé­lags­ins nauð­syn­legt oln­boga­rými til að und­ir­búa end­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar og leggja grunn að traustri fjár­mála­stjórn fé­lags­ins. Full­trúi C- lista sit­ur hjá.

   Bók­un C- og S- lista:
   Sveit­ar­stjórn­ir þeirra sveit­ar­fé­laga sem eiga og reka Sorpu bs. bera end­an­lega ábyrgð ábyrgð á rekstri byggða­sam­lags­ins. Eðli­legt að bæj­ar­full­trú­ar fái að sjá og leggja mat á þær áætlan­ir sem liggja til grund­vall­ar þeirri lán­veit­ingu sem er til af­greiðslu. Ef bæj­ar­full­trú­ar eiga að bera ábyrgð á rekstri Sorpu þá er nauð­syn­legt við kring­um­stæð­ur eins og fé­lag­ið er í núna að þeir fái að sjá þær áætlan­ir sem byggt er á.

  • 18. september 2019

   Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #745

   Valdi­mar Birg­is­son, bæj­ar­full­trúi C- lista, ósk­ar eft­ir að mál­ið, sem var til með­ferð­ar á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs, verði tek­ið aft­ur á dagskrá.

   Af­greiðsla 1412. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 745. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 18. september 2019

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #745

    Vegna end­ur­skoð­aðr­ar fjár­fest­inga- og fjár­mögn­un­ar­áætl­un­ar SORPU bs. er óskað eft­ir stað­fest­ingu á lán­töku hjá Lána­sóði sveit­ar­fé­laga.

    Af­greiðsla 1411. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 745. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi L- lista sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

    Bók­un L- lista:

    Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar sit­ur hjá við af­greiðslu þessa máls um aukn­ar ábyrgð­ir vegna við­bót­ar­lán­töku Sorpu bs.
    Ástæð­an er sú að ég hefði kos­ið að strax hefði ver­ið brugð­ist við og það skoð­að ná­kvæm­lega hvað fór úr­skeið­is, hvers vegna og hver/hverj­ir í fram­kvæmda­stjórn Sorpu bs. beri ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin.

    Stefán Ómar Jóns­son
    bæj­ar­full­trúi L lista Vina Mos­fells­bæj­ar

    • 12. september 2019

     Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1412

     Valdi­mar Birg­is­son, bæj­ar­full­trúi C- lista, ósk­ar eft­ir að mál­ið, sem var til með­ferð­ar á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs, verði tek­ið aft­ur á dagskrá.

     Bæj­ar­full­trúi C- lista legg­ur til að skip­uð verði stjórn sér­fræð­inga á svið­ið fjár­mála og mann­virkja­gerð­ar á veg­um SORPU. Meg­in­hlut­verk henn­ar verði að yf­ir­fara þær áætlan­ir sem til eru um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar í Álfs­nesi og öll­um þeim fram­kvæmd­um sem þeirri starf­semi fylgja. Komi með raun­hæf­ar fjár­mögn­un­ar og rekstr­aráætlan­ir til langs­tíma, fylgi eft­ir fram­vindu verk­efn­is­ins og leggi fyr­ir stjórn SORPU, SSH og borg­ar­stjórn og bæj­ar­stjórn­ir með reglu­bund­um hætti. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að visa til­lög­unni til stjórn­ar Sorpu bs.

     • 5. september 2019

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1411

      Vegna end­ur­skoð­aðr­ar fjár­fest­inga- og fjár­mögn­un­ar­áætl­un­ar SORPU bs. er óskað eft­ir stað­fest­ingu á lán­töku hjá Lána­sóði sveit­ar­fé­laga.

      Bæj­ar­ráð harm­ar þau mistök sem voru gerð við áætlun fjár­mögn­un­ar gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar við Álfsnes og styð­ur þá ákvörð­un stjórn­ar Sorpu bs. að fram­kvæmd verði óháð út­tekt á mál­inu og verk­ferl­um því tengdu.


      ***


      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1411. fundi 5. sept­em­ber 2019 að veita ein­falda ábyrgð og veð­setja til trygg­ing­ar ábyrgð­inni tekj­ur sín­ar í sam­ræmi við hlut­fall eign­ar­halds, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, til trygg­ing­ar láns SORPU bs hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að fjár­hæð allt að kr. 990.000.000,- til 15 ára.

      Ábyrgð­in tek­ur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostn­að­ar sem hlýst af van­skil­um. Nær sam­þykki bæj­ar­ráðs jafn­framt til und­ir­rit­un­ar lána­samn­ings og að sveit­ar­fé­lag­ið beri þær skyld­ur sem þar grein­ir.

      Lán­ið er tek­ið til að fjár­magna við­bót­ar­kostn­að við bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar í Álfs­nesi, ásamt nauð­syn­leg­um tækja­bún­aði sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir einn­ig að skuld­binda hér með sveit­ar­fé­lag­ið sem eig­anda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði sam­þykkta fé­lags­ins sem legg­ur höml­ur á eign­ar­hald að fé­lag­inu að því leyti að fé­lag­ið megi ekki fara að neinu leyti til einka­að­ila. Fari svo að Mos­fells­bær selji eign­ar­hlut í SORPU bs til ann­arra op­in­berra að­ila, skuld­bind­ur Mos­fells­bær sig til að sjá til þess að jafn­framt yf­ir­taki nýr eig­andi of­an­greinda ábyrgð.

      Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar kt. 141261-7119, er veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. sveit­ar­fé­lags­ins að und­ir­rita láns­samn­ing Sorpu bs. við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga um of­an­greinda ábyrgð og/eða sjálf­stæða ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingu sama efn­is og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út og af­henda hvers kyns skjöl fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar sem tengjast veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar.