Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202002147

  • 4. mars 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #755

    Út­tekt og heild­ar­skimun á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar - loft­gæða­mæl­ing­ar

    Bók­un M-lista
    Í ljósi fyr­ir­liggj­andi gagna og út­tekt­ar tel­ur full­trúi Mið­flokks­ins rétt að skoða það al­var­lega að loka Brú­ar­landi sem skóla­hús­næði og hætta starf­semi þar þang­að til það hús­næði verði tek­ið út af óháð­um að­ila, tryggt að það sé full­nægj­andi sem skóla­hús­næði og alls ekki heilsu­spill­andi. Einn­ig skal óska eft­ir því að sér­stök út­tekt Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjósa­svæð­is fari fram áður og ef halda á áfram rekstri skóla að Brú­ar­landi. Það er ábyrgð­ar­hluti að hafa haft þarna rekst­ur skóla og áður leik­skóla um ára­bil svo lengi sem raun ber vitni í hús­næði sem var heilsu­spill­andi skv. út­tekt Eflu sem hér ligg­ur fyr­ir. Bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og formað­ur fræðslu­nefnd­ar, sem stuðlað hafa að rekstri skóla í heilsu­spill­andi hús­næði, ættu að sjá sóma sinn í því að biðja for­eldra þeirra barna sem þarna hafa stundað nám um ára­bil, af­sök­un­ar enda kom­ið í ljós að börn þeirra stund­uðu nám í heilsu­spill­andi hús­næði um langa hríð.

    Bók­un D- og V- lista
    Verk­fræði­stof­unni EFLU var fal­ið að gera út­tekt á hugs­an­leg­um raka­skemd­um í Brú­ar­landi. Í kjöl­far sýna­töku vökn­uðu grun­semd­ir Eflu um að raka­skemmd­ir gætu ver­ið á af­mörk­uð­um stöð­um í hús­næð­inu. Í beinu fram­haldi eða þann 16. ág­úst var hald­inn stöðufund­ur EFLU með full­trú­um Mos­fells­bæj­ar um út­tekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveð­ið að bíða ekki eft­ir nið­ur­stöð­um sýna­töku held­ur að ráð­ast strax í lag­fær­ing­ar á þeim at­rið­um sem grun­semd­ir voru uppi með raka­skemmd­ir. Við­gerð­um í kennslu­rým­um lauk 27. ág­úst. Sam­kvæmt skýrslu EFLU sem nú er til um­fjöll­un­ar þá er Brú­ar­lands­hús­ið í eins góðu ástandi og bú­ast má við af hús­næði al­mennt og eft­ir við­gerð­ir í ág­úst stað­festu sér­fræð­ing­ar Eflu að öll­um þeim fram­kvæmd­um sem þeir höfðu lagt til væri lok­ið og hús­næð­ið því tækt til kennslu.

    Hvað varð­ar kynn­ing­ar á á fram­kvæmd­um við hús­næði Varmár­skóla/Brú­ar­lands þá voru haldn­ir 13 kynn­ing­ar­fund­ir þar á með­al í Brú­ar­landi þar sem geng­ið var um hús­næð­ið ásamt sér­fræð­ing­um EFLU þar sem lag­fær­ing­ar á hús­næð­inu voru kynnt­ar for­eldr­um. Sá fund­ur var hald­inn 13. sept­em­ber sl. Þar gafst for­eldr­um tæki­færi til að eiga milli­liða­laust sam­tal og sam­skipti við sér­fræð­inga Eflu.
    Í ljósi of­an­greindra upp­lýs­inga vísa full­trú­ar D- og V- lista mál­flutn­ingi bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar í þessu máli al­far­ið á bug. Hún er til þess fallin að gefa ranga mynd af ástandi Brú­ar­lands og senda vís­vit­andi röng skila­boð til skóla­sam­fé­lags­ins sem eiga að vera til þess fall­inn að valda ótta og óör­yggi um vel­ferð barna og starfs­fólks Brú­ar­lands sem er mjög al­var­legt þeg­ar kjör­inn ful­trúi á í hlut.

    Bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins ræðst einn­ig gróf­lega að heiðri Bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar og þá um leið starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar og væn­ir það um að hafa ekki ver­lferð barna og starfs­fólks Brú­ar­lands í há­veg­um.
    Auk þess veg­ur bæj­ar­full­trúi Miflokks­ins Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son gróf­lega að heiðri Verk­fræði­stof­un­ar Eflu með mál­flutn­ingi sín­um, en Verfræði­stof­an Efla nýt­ur mik­ill­ar virð­ing­ar fyr­ir fag­mennsku sína sem ráð­gjafi varð­andi mál­efni um raka­skemmd­ir í hús­um og við­brögð og að­gerð­ir gegn þeim.

    Af­greiðsla 1432. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 755. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 20. febrúar 2020

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1432

      Út­tekt og heild­ar­skimun á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar - loft­gæða­mæl­ing­ar

      Minn­is­blað um raka­mæl­ing­ar og sýna­töku innanúss í Brú­ar­landi kynnt og rædd.

      Bók­un V- og D- lista:
      Verk­fræði­stof­unni EFLU var fal­ið að gera út­tekt á hugs­an­leg­um raka­skemd­um í Brú­ar­landi. Í kjöl­far sýna­töku vökn­uðu grun­semd­ir Eflu um að raka­skemmd­ir gætu ver­ið á af­mörk­uð­um stöð­um í hús­næð­inu. Í beinu fram­haldi eða þann 16. ág­úst var hald­inn stöðufund­ur EFLU með full­trú­um Mos­fells­bæj­ar um út­tekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveð­ið að bíða ekki eft­ir nið­ur­stöð­um sýna­töku held­ur að ráð­ast strax í lag­fær­ing­ar á þeim at­rið­um sem grun­semd­ir voru uppi með raka­skemmd­ir. Við­gerð­um í kennslu­rým­um lauk 27. ág­ústb. Sam­kvæmt skýrslu EFLU sem nú er til um­fjöll­un­ar þá er Brú­ar­lands­hús­ið í eins góðu ástandi og bú­ast má við af hús­næði al­mennt og eft­ir við­gerð­ir í ág­úst stað­festu sér­fræð­ing­ar Eflu að öll­um þeim fram­kvæmd­um sem þeir höfðu lagt til væri lok­ið og hús­næð­ið því tækt til kennslu. Hvað varð­ar kynn­ing­ar á á fram­kvæmd­um við hús­næði Varmár­skóla/Brú­ar­lands þá voru haldn­ir 13 kynn­ing­ar­fund­ir þar á með­al í Brú­ar­landi þar sem geng­ið var um hús­næð­ið ásamt sér­fræð­ing­um EFLU þar sem lag­fær­ing­ar á hús­næð­inu voru kynnt­ar for­eldr­um. Sá fund­ur var hald­inn 13. Sept­em­ber sl. Þar gafst for­eldr­um tæki­færi til að eiga milli­liða­laust sam­tal og sam­skipti við sér­fræð­inga Eflu.