Mál númer 202002147
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar - loftgæðamælingar
Bókun M-lista
Í ljósi fyrirliggjandi gagna og úttektar telur fulltrúi Miðflokksins rétt að skoða það alvarlega að loka Brúarlandi sem skólahúsnæði og hætta starfsemi þar þangað til það húsnæði verði tekið út af óháðum aðila, tryggt að það sé fullnægjandi sem skólahúsnæði og alls ekki heilsuspillandi. Einnig skal óska eftir því að sérstök úttekt Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis fari fram áður og ef halda á áfram rekstri skóla að Brúarlandi. Það er ábyrgðarhluti að hafa haft þarna rekstur skóla og áður leikskóla um árabil svo lengi sem raun ber vitni í húsnæði sem var heilsuspillandi skv. úttekt Eflu sem hér liggur fyrir. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður fræðslunefndar, sem stuðlað hafa að rekstri skóla í heilsuspillandi húsnæði, ættu að sjá sóma sinn í því að biðja foreldra þeirra barna sem þarna hafa stundað nám um árabil, afsökunar enda komið í ljós að börn þeirra stunduðu nám í heilsuspillandi húsnæði um langa hríð.Bókun D- og V- lista
Verkfræðistofunni EFLU var falið að gera úttekt á hugsanlegum rakaskemdum í Brúarlandi. Í kjölfar sýnatöku vöknuðu grunsemdir Eflu um að rakaskemmdir gætu verið á afmörkuðum stöðum í húsnæðinu. Í beinu framhaldi eða þann 16. ágúst var haldinn stöðufundur EFLU með fulltrúum Mosfellsbæjar um úttekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveðið að bíða ekki eftir niðurstöðum sýnatöku heldur að ráðast strax í lagfæringar á þeim atriðum sem grunsemdir voru uppi með rakaskemmdir. Viðgerðum í kennslurýmum lauk 27. ágúst. Samkvæmt skýrslu EFLU sem nú er til umfjöllunar þá er Brúarlandshúsið í eins góðu ástandi og búast má við af húsnæði almennt og eftir viðgerðir í ágúst staðfestu sérfræðingar Eflu að öllum þeim framkvæmdum sem þeir höfðu lagt til væri lokið og húsnæðið því tækt til kennslu.Hvað varðar kynningar á á framkvæmdum við húsnæði Varmárskóla/Brúarlands þá voru haldnir 13 kynningarfundir þar á meðal í Brúarlandi þar sem gengið var um húsnæðið ásamt sérfræðingum EFLU þar sem lagfæringar á húsnæðinu voru kynntar foreldrum. Sá fundur var haldinn 13. september sl. Þar gafst foreldrum tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal og samskipti við sérfræðinga Eflu.
Í ljósi ofangreindra upplýsinga vísa fulltrúar D- og V- lista málflutningi bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ Sveins Óskars Sigurðssonar í þessu máli alfarið á bug. Hún er til þess fallin að gefa ranga mynd af ástandi Brúarlands og senda vísvitandi röng skilaboð til skólasamfélagsins sem eiga að vera til þess fallinn að valda ótta og óöryggi um velferð barna og starfsfólks Brúarlands sem er mjög alvarlegt þegar kjörinn fultrúi á í hlut.Bæjarfulltrúi Miðflokksins ræðst einnig gróflega að heiðri Bæjarstjóra Mosfellsbæjar og þá um leið starfsfólk Mosfellsbæjar og vænir það um að hafa ekki verlferð barna og starfsfólks Brúarlands í hávegum.
Auk þess vegur bæjarfulltrúi Miflokksins Sveinn Óskar Sigurðsson gróflega að heiðri Verkfræðistofunar Eflu með málflutningi sínum, en Verfræðistofan Efla nýtur mikillar virðingar fyrir fagmennsku sína sem ráðgjafi varðandi málefni um rakaskemmdir í húsum og viðbrögð og aðgerðir gegn þeim.Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1432
Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar - loftgæðamælingar
Minnisblað um rakamælingar og sýnatöku innanúss í Brúarlandi kynnt og rædd.
Bókun V- og D- lista:
Verkfræðistofunni EFLU var falið að gera úttekt á hugsanlegum rakaskemdum í Brúarlandi. Í kjölfar sýnatöku vöknuðu grunsemdir Eflu um að rakaskemmdir gætu verið á afmörkuðum stöðum í húsnæðinu. Í beinu framhaldi eða þann 16. ágúst var haldinn stöðufundur EFLU með fulltrúum Mosfellsbæjar um úttekt þeirra. Á þeim stöðufundi var ákveðið að bíða ekki eftir niðurstöðum sýnatöku heldur að ráðast strax í lagfæringar á þeim atriðum sem grunsemdir voru uppi með rakaskemmdir. Viðgerðum í kennslurýmum lauk 27. ágústb. Samkvæmt skýrslu EFLU sem nú er til umfjöllunar þá er Brúarlandshúsið í eins góðu ástandi og búast má við af húsnæði almennt og eftir viðgerðir í ágúst staðfestu sérfræðingar Eflu að öllum þeim framkvæmdum sem þeir höfðu lagt til væri lokið og húsnæðið því tækt til kennslu. Hvað varðar kynningar á á framkvæmdum við húsnæði Varmárskóla/Brúarlands þá voru haldnir 13 kynningarfundir þar á meðal í Brúarlandi þar sem gengið var um húsnæðið ásamt sérfræðingum EFLU þar sem lagfæringar á húsnæðinu voru kynntar foreldrum. Sá fundur var haldinn 13. September sl. Þar gafst foreldrum tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal og samskipti við sérfræðinga Eflu.