Mál númer 201506102
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Borist hefur frá Reykjavíkurborg útskrift úr gerðabók, dags. 07.07.2020. Reykjavíkurborg hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingu á Esjumelum og svarar hér með athugasemdum Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 520. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 765. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #520
Borist hefur frá Reykjavíkurborg útskrift úr gerðabók, dags. 07.07.2020. Reykjavíkurborg hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingu á Esjumelum og svarar hér með athugasemdum Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Borist hefur ósk frá nefndarmönnunum Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa Vina Mosfellsbæjar, og Jóni Péturssyni, fulltrúa Miðflokksins, um umræður vegna stöðu máls Reykjavíkurborgar vegna deiliskipulagsbreytingar á athafnarsvæði Esjumela.
Afgreiðsla 513. fundar skipurlagsnefndar samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #513
Borist hefur ósk frá nefndarmönnunum Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa Vina Mosfellsbæjar, og Jóni Péturssyni, fulltrúa Miðflokksins, um umræður vegna stöðu máls Reykjavíkurborgar vegna deiliskipulagsbreytingar á athafnarsvæði Esjumela.
Málið kynnt og rætt, lögð fram sameiginleg bókun skipulagsnefndar:
Á 510 fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 28. febrúar s.l. voru bókuð mótmæli skipulagsnefndar Mosfellsbæjar við áformum Reykjavíkur um mengandi iðnaðarstarfsemi sem fyrirhuguð er í landi Reykjavíkur á Esjumelum.
Skipulagsnefnd óskaði eftir því að bæjarstjóri og formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar myndu eiga fund með borgarstjóra og skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur til þess að koma mótmælum Mosfellsbæjar varðandi fyrirhugaða iðnaðarstarfsemi á framfæri við Reykjavíkurborg. Eftir ítrekaðar beiðnir fór fundur með fyrrgreindum aðilum fram föstudaginn 17. apríl þar sem bæjarstjóri, formaður skipulagsnefndar, lögmaður og skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar áttu viðræður um málið við borgarstjóra og fulltrúa Reykjavíkurborgar á skipulagssviði. Fulltrúar Mosfellsbæjar ítrekuðu mótmæli Mosfellsbæjar gegn þessum áformum harðlega á fundinum.
Málið er enn í fullri vinnslu á umhverfissviði Mosfellsbæjar með aðkomu bæjarstjóra og formanns skipulagsnefndar. Sú vinnsla fellst meðal annars í frekari fundum með skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og fundum með Skipulagsstofnun vegna mótmæla Mosfellsbæjar um skipulagsþátt málsins.
Bæjarstjórn og skipulagsnefnd Mosfellsbæjar verða upplýst um gang mála, og bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ munu hér eftir sem hingað til gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að fyrrgreind áform Reykjavíkur um mengandi iðnaðarstarfsemi á Esjumelum verði að veruleika. - 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Reykjavíkurborg auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi. Frestur til athugasemda er til 14. mars 2020.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins vill benda á að meirihlutinn, sem hér ríkti í Mosfellsbæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2018, tók sambærilegt mál til afgreiðslu um mengandi starfsemi við Esjumela og óskað eftir að umsögn og mótmæli yrðu send Reykjavíkurborg. Þann 8. janúar 2018 barst Mosfellsbæ erindi frá Reykjavíkurborg varðandi breytingar á deiliskipulagi Esjumela sbr. fund skipulagsnefndar nr. 453 en sá fundur átti sér stað 19. janúar 2018. Þann 22. janúar 2018 sendi starfsmaður bæjarins Reykjavíkurborg erindi þar sem fram kemur bókun undir dagskrárlið 6 framangreinds fundar skipulagsnefndar. Það vekur sérstaka undrun að þann 2. mars 2018 sat þáverandi formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Bryndís Haraldsóttir, fund svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þar sem framangreind áform Reykjavíkur voru til afgreiðslu og samþykkti eftirfarandi bókun: ,, Niðurstaða: Svæðisskipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við verklýsinguna enda verði horft til greiningar svæðisskipulagsnefndar um landþörf iðnaðar- og athafnasvæða á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mikilvægt er að viðhafa gott samstarf allra sveitarfélaganna þegar kemur að staðsetningu á starfsemi sem hefur ónæði í för með sér.".
Hér virðist fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Mosfellbæjar ekki setja sig upp á móti áformum Reykjavíkur á Esjumelum eftir að hafa mótmælt áformunum sem bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Mótmæli núverandi meirihluta í Mosfellsbæ eru ekki trúverðug í þessu ljósi enda þegar búið að hleypa málinu að sé vísað í núverandi deiliskipulags á svæðinu sem fékkst samþykki í borgarráði 20. júní 2019. Rétt er að árétta að fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar er alfarið á móti áformum Reykjavíkurborgar þrátt fyrir að málið hafi þróast með framangreindum hætti.Fulltrúar V og D lista í bæjarstjórn ítreka mótmæli sín við áform um breytingar á deilskipulagi á Esjumelum sem hafa aldrei verið samþykkt í stjórnkerfi Mosfellsbæjar. Tekið er heilshugar undirítarlega bókun skipulagsnefndar á fundi nr 510 28.febrúar 2020 um málið. Óskað hefur verið eftir fundi með fulltrúm Reykjavíkur til að koma mótmælum á framfæri með skýrum hætti, og allt gert til þess að koma í veg fyrir þessi áform.
Bókun D- og V- lista
Fulltrúar V og D lista í bæjarstjórn ítreka mótmæli sín við áform um breytingar á deilskipulagi á Esjumelum sem hafa aldrei verið samþykkt í stjórnkerfi Mosfellsbæjar. Tekið er heilshugar undirítarlega bókun skipulagsnefndar á fundi nr 510 28.febrúar 2020 um málið. Óskað hefur verið eftir fundi með fulltrúm Reykjavíkur til að koma mótmælum á framfæri með skýrum hætti, og allt gert til þess að koma í veg fyrir þessi áform.Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. febrúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #510
Reykjavíkurborg auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi. Frestur til athugasemda er til 14. mars 2020.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar mótmælir áformum Reykjavíkurborgar um mengandi iðnaðarstarfsemi sem fyrirhuguð er á Esjumelum í fallegri náttúru við Mosfellsbæ.
Skipulagið er á sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í næsta nágrenni við fjölmenna byggð í Leirvogstunguhverfi og í ásýnd allra Mosfellinga. Í umhverfismati sem fylgir deiliskipulaginu kemur fram að búast megi við neikvæðum áhrifum á lýðheilsu, ásýnd, fráveitu og loft. Loft- og hávaðamengun fylgir óhjákvæmilega grófum og mengandi iðnaði og skerðir lífsgæði íbúa. Enn fremur munu 20 m háir skorsteinar á Esjumelum breyta varanlega ásýnd Esjunnar til hins verra.
Rangt er að eftir aðalskipulagsbreytingu hafi þetta svæði verið ætlað malbikunarstöð eins og lesa má í inngangi uppdráttar. Svæðið á Esjumelum á að vera hefðbundið athafnasvæði, en í aðalskipulagi svæðisins stendur "ekki sé ætlunin að breyta athafnasvæðinu á Esjumelum í iðnaðarsvæði, í heild sinni eða að hluta.". "Fyrst og fremst iðnaður og önnur starfsemi sem ekki hefur teljandi mengunarhættu í för með sér, s.s. verkstæði, gagnaver og vörugeymslur." Ekki er hægt að túlka áform um malbikunarstöð sem annað en grófan mengandi iðnað. Ljóst er að fyrirhuguð starfsemi í auglýstri tillögu hefur í för með sér neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif, sem skerða mun gæði útivistar fyrir nærliggjandi svæði sem margir Mosfellingar og höfuðborgarbúar nýta sér.
Skipulagsnefnd efast um að deiliskipulagstillagan rúmast innan fyrri breytingar aðalskipulags og vill láta reyna á lögmæti þess. Skipulagsnefnd vekur enn fremur athygli á að breytingin á deiliskipulaginu og fyrirhuguð starfsemi á Esjumelum hefur í för með sér aukna þungaflutninga til og frá svæðinu, eins og fram kemur í gögnum Reykjavíkurborgar sem unnin voru af VSÓ-Ráðgjöf. Efni og afurðir munu verða fluttar langar leiðir um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir að bæjarstjóri og formannaður skipulagsnefndar fundi með borgarstjóra og formanni skipulagsráð Reykjavíkur til þess að koma mótmælum á framfæri við Reykjavíkurborg.Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir framangreinda bókun fundarins. Árétta verður að hvatinn að baki þessum áformum Reykjavíkurborgar virðist byggjast á þeirri grunnforsendu að byggð verði iðnaðarhöfn á Álfsnesi fyrir starfsemi iðnaðar er styður við þessi áform um þungan iðnað eins og malbikunarstöð við rætur Esjunnar, þ.e. við Esjumela. Í því samhengi samþykkti svæðisskipulagsnefnd SSH nýlega, gegn athugasemdum fulltrúa Miðflokksins í þeirri nefnd á vettvangi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stækkun vaxtamarka svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til að koma framangreindri iðnaðarhöfn fyrir á Álfsnesi ofan í fornar minjar og í næsta nágrenni við Mosfellsbæ.
Sveinn Óskar Sigurðsson - 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 8. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi.
Afgreiðsla 453. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi á Esjumelum á Kjalarnesi. Erindið sent Mosfellsbæ til umsagnar þann 9. janúar 2018. Auglýsingin stendur til og með 16. febrúar 2018.
Afgreiðsla 185. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. janúar 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #453
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 8. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Nefndin mótmælir því ef koma skal mengandi iðnaður með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa í Mosfellsbæ og nágrenni. Slík starfsemi væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Reykjavíkur því svæðið er skipulagt sem athafnasvæði en ekki iðnaðarsvæði. Upplýst hefur verið að starfsemi fyrirtækis, sem vinnur að úrgangsmálum og moltugerð, verði á þessu landsvæði og hafa íbúar í Mosfellsbæ lýst yfir andstöðu sinni við þá fyrirætlun.
Nefndin mótmælir því einnig harðlega að ofanvatn verði leitt frá Esjumelum í Leirvogsá sem er dýrmæt laxveiðiá og útivistarperla.
Í ljósi þess að ekki er ljóst hvaða starfsemi eigi að koma á Esjumela felur nefndin umhverfissviði Mosfellsbæjar að óska eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar um málið.Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda umrædda umsögn til Reykjavíkurborgar vegna málsins.
- 18. janúar 2018
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #185
Tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi á Esjumelum á Kjalarnesi. Erindið sent Mosfellsbæ til umsagnar þann 9. janúar 2018. Auglýsingin stendur til og með 16. febrúar 2018.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Nefndin mótmælir því ef koma skal mengandi iðnaður með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa í Mosfellsbæ og nágrenni. Slík starfsemi væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Reykjavíkur því svæðið er skipulagt sem athafnasvæði en ekki iðnaðarsvæði. Upplýst hefur verið að starfsemi fyrirtækis, sem vinnur að úrgangsmálum og moltugerð, verði á þessu landsvæði og hafa íbúar í Mosfellsbæ lýst yfir andstöðu sinni við þá fyrirætlun.
Nefndin mótmælir því einnig harðlega að ofanvatn verði leitt frá Esjumelum í Leirvogsá sem er dýrmæt laxveiðiá og útivistarperla.
Í ljósi þess að ekki er ljóst hvaða starfsemi eigi að koma á Esjumela felur nefndin umhverfissviði Mosfellsbæjar að óska eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar um málið.Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að senda umrædda umsögn til Reykjavíkurborgar vegna málsins.
- FylgiskjalTillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi.pdfFylgiskjalUppdráttur að breyttu deiliskipulagi.pdfFylgiskjalSkýrsla-Meðhöndlun ofanvatns ? Esjumelum -útg0.02.pdfFylgiskjalkjalarnes_esjumelar-varmidalur_greinargerd.pdfFylgiskjalkjalarnes_esjumelar-varmidalur_skyringaruppdrattur.pdfFylgiskjalDeiliskipulag Esjumela - minnisblað umhverfissviðs.pdf
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Með bréfi dagsettu 4.06.2015 sendir skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar til umsagnar verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Óskað er eftir umsögn fyrir 25. júní.
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #392
Með bréfi dagsettu 4.06.2015 sendir skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar til umsagnar verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Óskað er eftir umsögn fyrir 25. júní.
Lagt fram.