Mál númer 202001186
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Kynning á niðurstöðu útboðs strætó bs. á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla 1449.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 25. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1449
Kynning á niðurstöðu útboðs strætó bs. á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður útboðs strætó bs. á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lagðar fram til kynningar.
- FylgiskjalHópbílar - Tilkynning.pdfFylgiskjal14799 - Viðauki 2.pdfFylgiskjal14799 - Viðauki 1.pdfFylgiskjal14799 - Útboðsgögn.pdfFylgiskjal2020-06-19 Mat á tilboðum útboðs Strætó bs. nr. 14799_Minnisblað með yfirstrikunum.pdfFylgiskjalFundargerð opnunarfundar dags. 7.5.2020 _útboð nr.14799 Sameiginleg akstursþjónusta fatlaðs fólks á höf_.pdf
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Drög að sameiginlegum reglum um grunnskólaakstur fatlaðra barna og þjónustulýsingu lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu.
Afgreiðsla 373. fundar fræðslunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Gögn vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lögð fyrir að nýju.
Afgreiðsla 291. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.
Bókun C- og S- lista
Bæjarfulltrúar C- og S-lista samþykkja afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á útboði akstursþjónustu fyrir fatlað fólk enda þjónustan þeim afar nauðsynleg. Hins vegar ítrekum þá skoðun okkar sem kom fram í bókun C- og S-lista í fjölskyldunefnd þann 18. febrúar að einstaklingar sem fatlast eftir 67 ára aldur ættu að geta nýtt þjónustuna óháð því hvort þeir hafi átt rétt á henni fyrir þann aldur. Við tökum því undir það sem segir í umsögn ÖBÍ að fólk getur fatlast óháð aldri og við teljum því óeðlilegt að skilyrða þessa þjónustu við ákveðinn aldur.
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks, samkomulag við Strætó bs., samkomulag sveitarfélaga, þjónustulýsingu og erindisbréf stjórnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á 371. fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1433
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.
Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks, samkomulag við Strætó bs., samkomulag sveitarfélaga, þjónustulýsingu og erindisbréf stjórnar samþykkt með 2 atkvæðum með fyrirvara um samþykki allra annarra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Fulltrúi C- lista situr hjá.
- 26. febrúar 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #373
Drög að sameiginlegum reglum um grunnskólaakstur fatlaðra barna og þjónustulýsingu lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við reglur um akstursþjónustu fatlaðra skólabarna. Reglurnar samþykktar.
- 19. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #754
Drög að nýjum sameiginlegum reglum og þjónustulýsingu um akstursþjónustu fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 6. fundar notendaráði fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 754. fundi bæjarstjórnar.
- 18. febrúar 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #291
Gögn vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lögð fyrir að nýju.
Fjölskyldunefnd afgreiðir framlögð drög að þjónustulýsingu og drög að sameiginlegum reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks með tveimur atkvæðum D-lista gegn tveimur atkvæðum C- og S- lista.
Bókun C- og S-lista
Fyrir liggur að velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur þegar samþykkt breytingatillögur á fyrirliggjandi drögum, því teljum við okkur ekki unnt að samþykkja drögin eins og þau liggja fyrir nefndinni enda ljóst að ekki er um endanlega lýsingu að ræða.
Þá ítrekum við fyrri athugasemdir um aldursviðmið í 1. gr. í sameiginlegum reglum fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Í greininni er miðað við að einstaklingar yfir 67 ára aldri geti einungis nýtt þjónustuna hafi þeir átt rétt á henni fyrir þann aldur. Við fyrri endurskoðun á reglunum árið 2019 þá felldi fjölskyldunefnd út aldursviðmiðið og gerði athugasemdir við að það væri komið inn aftur á fundi nefndarinnar í janúar 2020. Þrátt fyrir þetta hefur ákvæðinu ekki verið breytt til samræmis við athugasemdir nefndarinnar. Við tökum einnig undir það sem segir í umsögn ÖBÍ að fólk getur fatlast óháð aldri og við teljum því óeðlilegt að skilyrða þessa þjónustu við ákveðinn aldur.- FylgiskjalAkstursþjónusta fatlaðs fólks -bréf Mosfellsbær.pdfFylgiskjalDrög að samkomulagi um akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.pdfFylgiskjalDrög að samningi milli Strætó og sveitarfélaga um framkvæmd akstursþjónustu.pdfFylgiskjalDrög sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalDrög þjónustulýsing.pdfFylgiskjalErindisbréf stjórnar.pdfFylgiskjalFylgiskjal 1 - Yfirlit yfir ábendingar og athugasemdir.pdfFylgiskjalFylgiskjal 2 - Minnisblað, svör við ábendingum og athugasemdum.pdfFylgiskjalMinnisblað vegna hugbúnaðar.pdf
- 6. febrúar 2020
Notendaráð fatlaðs fólks #6
Drög að nýjum sameiginlegum reglum og þjónustulýsingu um akstursþjónustu fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.
Notendaráð fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjós fer fram á að við komandi samninga við akstursþjónustu fatlaðs fólks að sveitarfélögin geti samið við aðra aðila um fólksflutninga fatlaðs fólks eða einstakra hópa, svo sem Blindrafélagið.
- FylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - þjónustulýsing.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalMinnisblað til fjölskyldunefndar vegna breytinga á reglum og þjónustulýsingu.pdf
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks. Drög að reglum og Þjónustulýsingu.
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Drög að sameiginlegum reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks og sameiginlegri þjónustulýsingu lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. janúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1429
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks. Drög að reglum og Þjónustulýsingu.
Málinu frestað þar til afgreiðsla Fjölskyldunefndar liggur fyrir.
- FylgiskjalErindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegum reglum um akstur fatlaðra grunnskólabarna og viðauki við þjónustulýsingu.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu  þjónustulýsing.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu  sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalAkstursþjónusta fatlaðs fólks /málsnr 1711002.pdfFylgiskjalRE: Akstursþjónusta fatlaðs fólks /málsnr 1711002 .pdf
- 21. janúar 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #290
Drög að sameiginlegum reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks og sameiginlegri þjónustulýsingu lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins með tilliti til þeirra athugasemda sem fram koma í framlögðu minnisblaði. Nefndin vísar þjónustulýsingunni til nánari skoðunar starfsmanna fjölskyldusviðs.
- FylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - þjónustulýsing.pdfFylgiskjalErindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.pdfFylgiskjalMinnisblað til fjölskyldunefndar vegna breytinga á reglum og þjónustulýsingu.pdf