Mál númer 202001401
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Samstarfssamningur um markaðssamstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021.
Bókun M-lista
Sama verkefni var tekið fyrir á 755. fundi bæjarsjórnar Mosfellsbæjar 4. mars árið 2020. Fulltrúi Miðflokksins greiddi þá þessu verkefni, "Reykjavík loves", ekki atkvæði sitt. Mosfellsbær er með mikla sérstöðu á höfðborgarsvæðinu og ekki séð að "dreifing" ferðamanna til Mosfellsbæjar hafi tekist hingað til undir þessu vörumerki. Hér er verið að afhenda fulltrúum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar markaðsmál varðandi Mosfellsbæ. Ekki er talið að sú stofa, umfram aðrar stofur, geti stuðlað sérstaklega að dreifingu ferðamanna frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til Mosfellsbæjar. Telja má að um 750 þúsund krónur á ári, allt til 1. desember 2024 og þar með 3 milljónum samtals, sé betur varið í önnur verkefni hér í bænum sem m.a. geta stuðlað að markaðssetningu á sérstöðu Mosfellsbæjar. Ekki er rétt að skattgreiðendur í Mosfellsbæjar niðurgreiði markaðssetningu fyrir Reykjavíkurborg með þessum hætti. Því greiðir fulltrúi Miðflokksins enn og aftur atkvæði gegn þessu gæluverkefni.Bókun V- og D lista
Verkefnið Reykjavík Loves er mjög vel heppnað markaðsátak sem nýtist vel öllu höfuðborgarsvæðinu, enginn vafi er á því að þeim fjármunum sem farið hafa í þetta verkefni hefur verið vel varið.***
Afgreiðsla 1478. fundar bæjarráðs samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M lista greiddi atkvæði gegn málinu.
- 25. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1478
Samstarfssamningur um markaðssamstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Samningur vegna samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðninu - Reykjavík loves
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins greiðir þessu verkefni, ,,Reykjavík loves", ekki atkvæði sitt. Mosfellsbær er með mikla sérstöðu á höfðborgarsvæðinu og ekki séð að ,,dreifing" ferðamanna til Mosfellsbæjar hafi tekist hingað til undir þessu vörumerki. Hér er verið að afhenda fulltrúum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar markaðsmál varðandi Mosfellsbæ. Ekki er talið að sú stofa, umfram aðrar stofur, geti stuðlað sérstaklega að dreifingu ferðamanna frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til Mosfellsbæjar. Telja má að um 750 þúsund krónur á ári, allt til 1. desember 2024 og þar með 3 milljónum samtals, sé betur varið í önnur verkefni hér í bænum sem m.a. geta stuðlað að markaðssetningu á sérstöðu Mosfellsbæjar. Ekki er rétt að skattgreiðendur í Mosfellsbæjar niðurgreiði markaðssetningu fyrir Reykjavíkurborg með þessum hætti.
Afgreiðsla 1432. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn samþykkt.
- 20. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1432
Samningur vegna samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðninu - Reykjavík loves
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag um áframhaldandi markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og fyrirliggjandi viðauka þar við.