Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202009206

 • 30. september 2020

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #768

  Er­indi Um­hverf­is­stofn­un­ar um aug­lýs­ingu á starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU bs. í Álf­nesi. Frest­ur til að skila at­huga­semd­um við til­lög­una er til og með 2. októ­ber 2020.

  Til­laga bæj­ar­full­trúa L-lista:
  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fel­ur um­hverf­is­sviði að skoða mál­ið nán­ar og nýta sér um­sagna­rétt vegna til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð.

  Til­laga bæj­ar­full­trúa L-lista felld með sjö at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar L- og M-lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

  Bók­un bæj­ar­full­trúa L-lista:
  Bæj­ar­full­trúi L-list­ans Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar efa­semd­ir sín­ar varð­andi til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU og hvet­ur til þess að láta ekki "tækni­leg" at­riði og ósk­hyggju blinda sig. Það er jafn­framt afar sorg­legt að at­huga­semd­un­um sé stillt upp sem að­för að fram­gangi GAJA, því fer fjarri.

  Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista:
  Þessi áform SORPU geta skap­að íbú­um Mos­fells­bæj­ar tjón með áfram­hald­andi óþef og illa lykt­andi um­hverfi í okk­ar fal­lega bæj­ar­fé­lagi. Munu íbú­ar bæj­ar­ins eiga á hættu að áfram­hald­andi óþæg­indi stafi frá urð­un­ar­stöð­um á Álfs­nesi. Einn­ig er raun­veru­leg hætta á að þessi áform SORPU gætu stuðlað að enn frek­ari töf­um við upp­bygg­ingu og lagn­ingu 2. áfanga Sunda­braut­ar á svæð­inu sem á eft­ir að fara í um­hverf­is­mat og end­an­lega hönn­un hvað legu henn­ar varð­ar um Álfsnes.

  Bók­un bæj­ar­full­trúa C-, D-, S- og V-lista:
  Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista lýs­ir al­gjörri van­þekk­ingu hans á mál­inu. Bygg­ing gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar er eitt stærsta ein­staka um­hverf­is­verk­efn­ið sem ráð­ist hef­ur ver­ið í hér­lend­is á liðn­um árum. Hún er með­al ann­ars reist til þess að koma í veg fyr­ir þau óþæg­indi sem að íbú­ar Mos­fells­bæj­ar hafa orð­ið fyr­ir af urð­un­ar­staðn­um í Álfs­nesi und­an­farna ára­tugi. Eins og bæj­ar­full­trúa M-lista ætti að vera full­kunn­ugt um hef­ur sér­stak­lega ver­ið gert ráð fyr­ir legu Sunda­braut­ar um Álfsnes og bygg­ing­ar­stað­ur gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar sér­stak­lega stað­sett­ur með til­liti til Sunda­braut­ar. Bók­an­ir sem þess­ar er ann­að hvort sett­ar fram af full­kom­inni van­þekk­ingu eða til þess að reyna að slá ryki í augu bæj­ar­búa.

  Gagn­bók­un bæj­ar­full­trúa L-lista:
  Rétt er að taka und­ir bók­un C, D, S og V-lista að gas- og jarð­gerð­ar­stöðin sem ris­ið hef­ur í Álfs­nesi er gríð­ar­lega mik­il­væg­ur áfangi í með­höndl­un úr­gangs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Ís­landi öllu.

  Gas- og jarð­gerð­ar­stöð­inni er hins veg­ar ekki ætlað að leysa alla urð­un af hólmi, held­ur ein­ung­is að vinna úr líf­ræn­um hluta al­menns heim­il­isúr­gangs frá sorp­hirðu sveit­ar­fé­lag­anna. Eft­ir standa um 100.000 tonn af úr­gangi á ári sem berast nú til urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi og sveit­ar­fé­lög­in munu áfram þurfa að fást við, þrátt fyr­ir til­komu GAJA. Það er því bæði óná­kvæmt og jafn­vel óá­byrgt að taka það ekki fram.

  Gagn­bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista:
  Bók­un bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar upp­lýs­ir vel hve illa full­trú­ar þess­ara flokka eru inn í um­ræðu líð­andi stund­ar varð­andi minja­vernd á Álfs­nesi. Eft­ir stend­ur sú stað­reynd að með deili­skipu­lagi sam­þykktu árið 2015 var gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU stað­sett þann­ig að fækka kost­um um legu braut­ar­inn­ar sbr. skýrslu Minja­safns Reykja­vík­ur 2008. Það er ljóst að 2. áfangi Sunda­braut­ar mun liggja um Álfsnes og hef­ur enn ekki far­ið í um­hverf­is­mat. Því og þess vegna er lega henn­ar ekki end­an­lega komin í ljós m.a. í ljósi þess sem fram hef­ur kom­ið í op­in­berri um­ræðu. Þá ligg­ur ljóst fyr­ir að með urð­un­ar­stað, þar sem SORPA vill nú bæta við á Álfs­nesi, gæti slíkt skap­að auk­ið flækj­ust­ig í tengsl­um við legu Sunda­braut­ar, hönn­un og skipu­lag. End­an­legri hönn­un á legu braut­ar­inn­ar er ekki lok­ið og all­ar fram­kvæmd­ir á Álfs­nesi munu auka hættu á að Sunda­braut verði ekki lögð á svæð­inu. Bók­an­ir fram­an­greindra flokka er ekki til þess fallin að lýsa vel áform­um þeirra við að standa vörð um hags­muna­mál Mos­fell­inga og stuðn­ing við lagn­ingu Sunda­braut­ar.

  Bók­un bæj­ar­full­trúa C-, D-, S- og V-lista:
  Sam­kvæmt eig­enda­sam­komu­lagi sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem und­ir­ritað var í júlí 2020 mun urð­un í Álfs­nesi hætta fyr­ir fullt allt árið 2023. Urð­un líf­ræns úr­gangs verð­ur hætt í lok árs 2021 og á því ári má að­eins urða 6000 tonn af líf­ræn­um úr­gangi. Eig­enda­sam­komu­lag­ið kveð­ur á um að urð­un í Álfs­nesi verði hætt og að­r­ar leið­ir farn­ar. Það er ábyrgð­ar­hluti að halda öðru fram. Við ít­rek­um að Sunda­braut og Minja­vernd koma starfs­leyfi Gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar ekki við. Það væri nær að bæj­ar­full­trú­ar L og M lista stæðu með öðr­um í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar við að verja hags­muni Mos­fell­inga varð­andi úr­gangs­mál í Álfs­nesi.


  Af­greiðsla 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi L-lista greiddi at­kvæði gegn af­greiðsl­unni og bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá.

  • 17. september 2020

   Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #212

   Er­indi Um­hverf­is­stofn­un­ar um aug­lýs­ingu á starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU bs. í Álf­nesi. Frest­ur til að skila at­huga­semd­um við til­lög­una er til og með 2. októ­ber 2020.

   Um­hverf­is­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd.

   Bók­un L-lista:
   Nefnd­ar­mað­ur Vina Mos­fells­bæj­ar ger­ir at­huga­semd við það að í til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU sé gert ráð fyr­ir mót­töku á allt að 10.000 tonn­um á ári af " fljót­andi lf­ræn­um heim­il­isúr­gangi" án frek­ari skýr­inga. Í greina­gerð með um­sókn­inni er reynd­ar vísað í sama magn sem "fljót­andi úr­g­ang frá mat­væla­iðn­aði". Ekki er því ljóst um hvað er ver­ið að tala né hvort það sam­ræm­ist eig­enda­sam­komu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna.