Mál númer 202009347
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru máls nr. 85/2020. Nefndin vísaði málinu frá.
Afgreiðsla 530. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Litlikriki 37 fastanúmer á aukaíbúð. Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Afgreiðsla 1471. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #530
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru máls nr. 85/2020. Nefndin vísaði málinu frá.
Lagt fram og kynnt.
Bókun, Stefáns Ómars Jónssonar, fulltrúa L-lista:
Í gildandi deiliskipulagi Krikahvefis (Litlakrika) er heimilt að hafa aukaíbúðir í fimm húsum. Af þessum fimm húsum hafa þrjú hús þegar fengið heimild til að skrá aukaíbúðina með sérstöku fastanúmeri (nr. 31, 33, 35), eitt hús hefur ekki leitað eftir heimild svo vitað sé, en því húsi sem hér um ræðir nr. 37 hefur verið neitað um fastanúmer.
Þegar ákvörðun um að neita skráningu var tekin á fundi skipulagsnefndar í apríl 2020 lág fyrir í minnisblaði starfsmanns að tvær aukaíbúðir hefðu þegar fengið skráð fastanúmer. Ekki lágu fyrir fundinum upplýsingar hvers vegna þessar skráningar hefðu verð samþykktar af Mosfellsbæ en í umræðunni talið líklegast að einhvers konar mistök lægju að baki. Í minnisblaðinu kom ekki fram að þá þegar hafði þriðja húsið fengið skráð fastanúmer á aukaíbúð þ.e. nr. 39, en það gerðist á árinu 2017 en þær upplýsingar komu fram á fundi bæjarráðs í lok september 2020 þegar kæra vegna nr. 37 barst Mosfellsbæ. Kærunni fylgdi ljósrit af eignaskiptayfirlýsingu, samþykktri af Mosfellsbær, þar sem fastanúmer á aukaíbúð í nr. 39 er samþykkt. Ekkert hefur komið fram um það í umræðunni hingað til hvað ástæður lágu að baki þessari samþykkt.
Núna liggur því fyrir að Mosfellsbær hefur samþykkt fastanúmer á þrjár íbúðir af fimm með öðrum orðum hafa fastanúmer verið samþykkt á 60% íbúðanna sem um ræðir.
Andspænis þeirri staðreynd að fastanúmer á aukaíbúðir í þremur af fimm húsum hefur þegar verið samþykkt af Mosfellsbæ er vandséð með vísan til jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins að meina húsi nr. 37 um skráningu. Sama gildir um hús nr. 35 verði eftir því leitað.
Stefán Ómar Jónsson. - 7. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1471
Litlikriki 37 fastanúmer á aukaíbúð. Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram til kynningar.
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Litlikriki 37 beiðni um fastanúmer fyrir aukaíbúð. Tilkynning um að höfnun á endurskoðun ákvörðunar hafi verið kærð til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.
Afgreiðsla 1459. fundar bæjarráðs samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. september 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1459
Litlikriki 37 beiðni um fastanúmer fyrir aukaíbúð. Tilkynning um að höfnun á endurskoðun ákvörðunar hafi verið kærð til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.
Kæra vegna ákvörðunar bæjarráðs og bæjarstjórnar um höfnun á endurupptöku ákvörðunar um fastanúmer á aukaíbúð við Litlakrika 37 lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.