Mál númer 201912050
- 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Ósk um heimild til að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar við Bröttuhlíð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Afgreiðsla 1462. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. október 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1462
Ósk um heimild til að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar við Bröttuhlíð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umhverfissviði heimild til að hefja viðræður við lægstbjóðanda og að undirrita við hann samning að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Lögð er fram ósk Umhverfissviðs fyrir framkvæmdarleyfi fyrir gatnagerð í Bröttuhlíð í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Afgreiðsla 523. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. september 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #523
Lögð er fram ósk Umhverfissviðs fyrir framkvæmdarleyfi fyrir gatnagerð í Bröttuhlíð í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd gatnagerðar á nýjum botnlanga fyrir Bröttuhlíð 24-38.
Afgreiðsla 1457. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. september 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1457
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd gatnagerðar á nýjum botnlanga fyrir Bröttuhlíð 24-38.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bjóða út gatnagerð á nýjum botnlanga við Bröttuhlíð 24-38 í samræmi við tillögu. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til útgáfu framkvæmdaleyfis.