Mál númer 202110425
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Erindi barst frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd óskaði á 224. og 225. fundi sínum eftir frekari rökstuðningi á nauðsyn framkvæmdarinnar, nákvæma legu, efnisval og tilhögun framkvæmda. Lögð fram innsend gögn frá hestamannafélaginu Herði.
Afgreiðsla 231. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. október 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #231
Erindi barst frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd óskaði á 224. og 225. fundi sínum eftir frekari rökstuðningi á nauðsyn framkvæmdarinnar, nákvæma legu, efnisval og tilhögun framkvæmda. Lögð fram innsend gögn frá hestamannafélaginu Herði.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir við reiðstíg meðfram Skiphóli, en vísar til umsagnar Minjastofnunar Íslands dags. 5. október 2022 og leggur áherslu á að farið verði að fullu eftir tilmælum Minjastofnunar á framkvæmdatímanum. Einnig leggur umhverfisnefnd til við skipulagsnefnd að í framkvæmdaleyfi sé kveðið á um að umhverfissvið verði upplýst um upphaf framkvæmda, fylgt sé reglum Mosfellsbæjar um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum og að Mosfellsbær muni hafa eftirlit með verkinu.
- FylgiskjalReiðvegur við Skiphól í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalHestamannafélagið Hörður - Minajstofnun - Skiphóll 26.9.22.pdfFylgiskjalFylgiskjal 4_ Skiphóll reiðgata-0522-L001.pdfFylgiskjalFylgiskjal 3_Varmárbakkar_Skipuhóll_bréfMÍ_07092020.pdfFylgiskjalFylgiskjal 2 _Varmárbakkar_Skipuhóll fornleifaksráning_bréfMí - 07122020.pdfFylgiskjalFylgiskjal 1_Verkefni_2720 Fornleifaskráning.pdfFylgiskjal6 Skiphóll Malarhrúa sem ýtt verður út og tré sem vera fjarlægð vestan við Skiphól.pdfFylgiskjal5 Skiphóll Skiphóll horft í vestur.pdfFylgiskjalReiðleið við Skiphól.pdfFylgiskjalSkiphóll reiðgata-0522-L001.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 5 október 2022 - Reiðvegur við Skiphól.pdf
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Erindi barst frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd óskaði á 224. fundi sínum þann 20.01.2022 eftir frekari rökstuðningi á nauðsyn framkvæmdarinnar. Lagður fram rökstuðningur frá hestamannafélaginu Herði.
Afgreiðsla 225. fundar umhverfisnefndar samþykkt á á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #225
Erindi barst frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd óskaði á 224. fundi sínum þann 20.01.2022 eftir frekari rökstuðningi á nauðsyn framkvæmdarinnar. Lagður fram rökstuðningur frá hestamannafélaginu Herði.
Umhverfisnefnd vill benda skipulagsnefnd á að æskilegra hefði verið að fá tillögu að deiliskipulagsbreytingu á svæðinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd áður en hun var samþykkt í skipulagsnefnd.
Umhverfisnefnd getur ekki veitt umsögn fyrr en nánari upplýsingar um nákvæma legu, efnisval og tilhögun framkvæmda liggur fyrir. - 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #224
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Harðar um færslu á reiðstíg við Skiphól.
Umhverfisnefnd óskar eftir frekari rökstuðningi hestamannafélagsins fyrir færslu reiðvegar og nauðsyn þess að setja nýjan reiðveg skammt frá fornminjum, innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar. - 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #553
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdir innan hverfisverndar enda getur reiðstígur talist afturkræfur. Skipulagsnefnd bendir þó á að samkvæmt fornleifarannsókn er Skiphóll manngerður og hefur mikið minjagildi. Hóllinn er skráðar minjar og friðaður skv. 3. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. 15 metra helgunarsvæði er um merktar minjar og skal stígurinn vera utan þeirra marka. Huga þarf að því við framkvæmdir að vestan við hólinn gætu leynst minjar í jörðu og skal þá stöðva verkið án tafar skv. 2. mgr. 24. gr. sömu laga.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisnefndar.