Mál númer 202112395
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðarinnar Krókar við Varmá, í samræmi við afgreiðslu á 557. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 560. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #560
Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðarinnar Krókar við Varmá, í samræmi við afgreiðslu á 557. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjenda um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lands sökum þess að tillagan gengur gegn helstu markmiðum gildandi deiliskipulag um að vernda gróður og græna ásýnd svæðisins.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 28.12.2021, f.h. land- og húseiganda að Krókum L123755 við Varmá, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðar.
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #557
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 28.12.2021, f.h. land- og húseiganda að Krókum L123755 við Varmá, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðar.
Erindinu vísað til umsagnar á umhverfissviði.