Mál númer 202201305
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar fyrir árið 2021 ásamt minnisblaði umhverfissviðs um málið tekin til umræðu að ósk Michele Rebora áheyrnarfulltrúa L-lista.
Afgreiðsla 228. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. júní 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #228
Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar fyrir árið 2021 ásamt minnisblaði umhverfissviðs um málið tekin til umræðu að ósk Michele Rebora áheyrnarfulltrúa L-lista.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar tekur undir afgreiðslu 224. fundar umhverfisnefndar frá 20. janúar 2022 og leggur áherslu á að mikilvægi þess að sækja þurfi um leyfi áður en ráðist er í umfangsmiklar framkvæmdir. Að áliti sérfræðinga umhverfissviðs Mosfellsbæjar var í tilfelli framkvæmda Hestamannafélagsins Harðar við Oddsbrekkur, metið sem svo að úr því sem komið var á svæðinu, að það að færa svæðið í átt til fyrra horfs, myndi líklega valda mun meira raski en þegar var orðið. Því var farin sú leið skv. tilmælum starfsfólks umhverfissviðs að hestamannafélagið lagaði kanta og áhrifasvæði framkvæmdanna svo það myndi falla á sem náttúrulegastan hátt að umhverfinu og hefur félagið því lokið við þá lagfæringu. Að mati umhverfisnefndar Mosfellsbæjar telst málinu því lokið.
.
- Fylgiskjalársskýrsla 2021-reiðveganefnd-1021.pdfFylgiskjalReidleidir_framkvaemdir_Oddsbrekkur.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_N_fyrir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_N_eftir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_S_fyrir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_S_eftir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalÓsk um mál á dagskrá umhverfisnefndar.pdf
- 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar vegna framkvæmda við reiðvegi félagsins árið 2021 lögð fram til kynningar
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #224
Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar vegna framkvæmda við reiðvegi félagsins árið 2021 lögð fram til kynningar
Málið kynnt. Umhverfisnefnd áréttar að ganga þurfi vel frá framkvæmdasvæði við Oddsbrekkur og minnir á mikilvægi þess að sækja þurfi um leyfi áður en ráðist er í umfangsmiklar framkvæmdir.