Mál númer 202112368
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt tillögu að skipulagslýsingu.
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
- 4. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #558
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt tillögu að skipulagslýsingu.
Bókun Ólafs Inga Óskarssonar áheyrnarfulltrúa S-lista, Samfylkingar:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd álítur að í stað þess að vera sífellt að gera breytingar á aðal- og miðbæjarskipulagi fyrir einstakar lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar sé heppilegra að taka miðbæjarskipulagið upp í heild sinni og efna til hugmyndasamkeppni um það með það að markmiði að þar skapist rými fyrir aðlaðandi miðbæ til ánægju og hagsbóta fyrir alla íbúa.Áheyrnarfulltrúi C-lista, Viðreisnar, Lovísa Jónsdóttir tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa Samfylkingar.
Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar:
Ákvörðun um að heimila íbúðir á lóðinni Sunnukrika 3 á sínum tíma virðist ekki hafa verið byggð á traustum grunni gildandi deiliskipulags fyrir Krikahverfi sem sett var árið 2005. Það er afstaða fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar í þessu máli að ef gera eigi breytingar á deiliskipulagi Krikahverfis í þá veru að heimila fleiri íbúðir við Sunnukrika, þá verði sú breyting auglýst almennri opinberri auglýsingu skv. Skipulagslögum, eins og nú hefur verið ákveðið að gera, þar sem almenningi, þar með talið íbúum í Krikahverfi, gefst þá kostur á að koma að athugasemdum sínum ef einhverjar eru.***
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð skuli breyting á aðal- og deiliskipulagi sem skilgreinir frekar heimildir um íbúðir innan svæðisins. Skipulagsnefnd samþykkir að kynna skuli skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæðinu til umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Jón Pétursson fulltrúi M-Lista, Miðflokks, situr hjá við afgreiðslu málsins. - 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M.
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #557
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M.
Málinu frestað.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Hér er um að ræða umtalsverða breytingu á gildandi deiliskipulagi og þegar búið að auka fjölda íbúða á svæðinu umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi. Íbúar á svæðinu verða að geta treyst þeim forsendum sem hafa byggt kaup sín á þegar áform eru um að flytja í þetta hverfi sem og önnur í bæjarfélaginu. Réttar væri að fara í heildarendurskoðun á aðal- og deiliskipulaginu í samráði við íbúa sé á annað borð markmiðið að breyta skipulagi með svona afgerandi hætti.