Mál númer 202105334
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Lögð fyrir bæjarráð til upplýsingar niðurstaða borunar í Hádegisholti.
Afgreiðsla 1567. fundar bæjarráðs samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. febrúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1567
Lögð fyrir bæjarráð til upplýsingar niðurstaða borunar í Hádegisholti.
Lagt fram.
- 20. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #803
Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1530
Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 daga frá því kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs á borun í Hádegisholti.
Afgreiðsla 1518. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. janúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1518
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs á borun í Hádegisholti.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að borun fyrir köldu vatni í Hádegisholti verði boðin út.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um tilraunaboranir á landi Mosfellsbæjar í Hádegisholti.
Afgreiðsla 1496. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 8. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1496
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um tilraunaboranir á landi Mosfellsbæjar í Hádegisholti.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins vill benda á að í upplýsingum frá Vatnaskilum er áréttað sérstaklega að Náttúrufræðistofnun metur votlendissvæði á svæðinu og við Leirvogsvatn mikilvæg sem lítt röskuð votlendissvæði og hefur tilnefnt til skráningar á Náttúruminjaskrá.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að hefja undirbúning að vatnsborun í Hádegisholti í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.